A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
25.02.2017 - 06:34 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Björn Ingi Bjarnason

Gengur yfir heiði heim í helgarfrí

Þór Engholm og Elísabet Pétursdóttir ganga af Sandsheiði og niður á Ingjaldssand. Ljósm.: ruv.is
Þór Engholm og Elísabet Pétursdóttir ganga af Sandsheiði og niður á Ingjaldssand. Ljósm.: ruv.is

Ég fer heim ef mig langar heim, segir nemandi í Menntaskólanum á Ísafirði - sem hefur þurft að ganga yfir heiði til að komast heim til sín á Ingjaldssand í Önundarfirði í fríum.

 

Þór dvelst á heimavist Menntaskólans á Ísafirði meðan á námi stendur. Á helginni ætlar hann að ganga heim til sín á Ingjaldssand.

Ingjaldssandur er í Önundarfirði en til að komast þangað er farið um Dýrafjörð og yfir Sandsheiði sem er sjaldan mokuð. Þór fær systur sína og mág til að aka sér eins langt og þau komast.

„Það þarf annað hvort að labba eða fara á sleða eða breyttum jeppa til að komast heim. Getur stundum verið vesen að fá mokstur,“ segir Þór Engholm.

„Þetta eru eiginlega mjög leiðinlegar aðstæður því að það er ekki fært beint á neinu tæki. Þá verður annað hvort að labba eða fá mokstur.“

Mamma Þórs býr árið um kring á Ingjaldssandi. Þór var áður í grunnskólanum á Flateyri og fór þá oftar heim að vetri til. Nú einungis á löngum helgum og í fríum. Hann er klyfjum hlaðinn á heimleið - til að mynda með póstinn. „Það eru 12 lítrar af mjólk, eða 14 lítrar. Svo morgunkornið og smá kex og svo bara aukaföt.“

Ert þú birgðaflutningamaður fyrir mömmu þína?

 „Já, stundum. Annars hefur björgunarsveitin á Flateyri líka verið að hjálpa okkur, helling.“

Elísabet, mamma Þórs, gengur til móts við hann. Hún ætlaði að koma á dráttarvél en hætti sér ekki upp brekkurnar í hálkunni. Hún hefur lengi barist fyrir því að fá mokað heim á Sæból á Ingjaldssandi en vegurinn er skilgreindur sem héraðsvegur sem er ekki mokaður. Í þessu tilviki vegna vegalengdar og hæðar.

„Það er ekkert gott að segja að það eigi að moka þennan dag og þennan dag. Heldur bara að þeir fylgdust með því að manni væri hjálpað yfir eins og núna þegar Þór er að koma í langt helgarfrí,“ segir Elísabet.

Elísabet, eða Bettý, segir það vissulega hafa verið viðbrigði þegar Þór flutti á heimavistina. „Lengra á milli að hann hefur komist heim. En svona, þetta er að venjast.“

En þú hefur ekki sett það fyrir þig að fara heim?

„Nei, ef ég vil fara heim þá fer ég heim,“ segir Þór.

„Ég er dauðfegin þegar hann kemur og það er munur að fá svona aðstoð, annars gæti maður þetta ekki,“ segir Bettý.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31