Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar - 3. hluti
4. sena:
Vestfirsku Alparnir. Alls konar svipmyndir.
Texti:
Einar Guðjohnsen, ferðamálafrömuður, mun líklega fyrstur manna hafa nefnt skagann milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar Vestfirsku Alpana. Þar hafði hann í huga hvað hvassbrýndu fjöllin á þessum slóðum minna mikið á Alpafjöllin suður í Evrópu.
Hér er Kaldbakur, 998 metra hár. Og Kolturshorn,
Veturlandafjall. Fleiri fjöll nafngreind.
Viðmælendur:
H. S.
Vegfarendur
5. sena:
Myndskot:
Svalvogar. Bær og viti. Brim. Svalvogahamar. Fúlivogur. Strandstaður breska togarans Langanes. Síðustu leifarnar af togaranum.
Texti:
Við hefjum ferðina um Dýrafjörð í Svalvogum, sem fyrrum
nefndust Selvogar. Viti fyrir sæfarendur var reistur hér 1920.
Fyrstur vitavarða var Þorvaldur Jón Kristjánsson. Þorvaldur
var kempa mikil, einn af þessum gömlu vestfirsku
útnesjamönnum.
Þeir voru á svipuðum aldri, Þorvaldur og
Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur frá Lokinhömrum í
Arnarfirði, enda notar Hagalín Þorvald sem fyrirmynd að
einni þekktustu sögupersónu sinni, Sturlu í Vogum.
Eitt sinn rak Þorvaldur í Svalvogum breskan togara úr mynni
Arnarfjarðar, sem var nánast upp í kálgörðum þeirra
Arnfirðinganna, á árabát sínum með haglabyssu eina að
vopni. Þennan atburð færði svo Hagalín yfir á Sturlu í
Vogum.
Eiginkonurnar.
Ljósmyndir:
Svalvogahamar.
Hér var uppsátur og lendingarstaður
Svalvogamanna og margra fleiri.
Héðan réri til dæmis Sigurður prestur á Hrafnseyri, faðir Jóns
forseta, þá formaður á skipi föður síns.
Hér skammt frá Hamrinum strandaði breski togarinn
Langanes frá Grimsby árið 1935, en það er mesta sjóslys sem
vitað er um í Dýrafirði. Öll áhöfnin fórst, fjórtán manns og sá
fimmtándi, stýrimaður af breska togaranum Bunsen fórst
einnig þegar reynd var björgun við efiðar aðstæður. Enn má
sjá hér í fjörunni síðustu leifarnar frá þeim harmleik.
Einamanlegt er í Svalvogum segir í Árbók Ferðafélags
Íslands 1951.”
Bókin kemur svífandi inn í mynd.
Viðmælendi: Kristján Ottósson
Hemmi Gunn kemur gangandi inn í mynd og hittir Kristján Ottósson.
“Þú ert alinn upp hér í Svalvogum, Kristján.
Var einmanalegt hér á útnesjunum?“
Íþróttir. Stangarstökk. Kyrramyndir.
Sagan:
Gínurnar.
6. sena:
Höfn
Texti:
Viðmælendur:
Matthías Ottósson