A A A
  • 2009 - Sigmundur Logi Þórðarsson
28.03.2017 - 06:39 | Björn Ingi Bjarnason,Verkalýðsfélag Vestfirðinga,Vestfirska forlagið

Umsóknir um orlofshús 2017

Flókalundur í Vatnsfirði.
Flókalundur í Vatnsfirði.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir sumarið 2017. Nú er í fyrsta skipti hægt að sækja um á orlofsvef félagsins: http://orlof.is/verkvest/ umsókn 2017.

Áfram verður þó hægt að sækja um á orlofsumsóknarblaði sem finna má á vef félagsins: http://verkvest.is/eydublod/ og skila inn á skrifstofu Verk Vest á Ísafirði eða Patreksfirði.

Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 4. apríl 2017.

Hægt er að sækja um eina viku með allt að 4 valmöguleikum. Merkt er númer 1 fyrir fyrsta valkost númer 2 fyrir næsta o.s.frv.

Fyrsta úthlutun fer fram 24. apríl og munu allir þeir sem sóttu um fá senda niðurstöðu úthlutunarinnar í tölvupósti.

Starfsfólk mun aðstoða félagsmenn eftir þörfum við umsóknir á vefnum í síma 456 5190

Félagsmenn Verk Vest geta innan tíðar bókað íbúðina á Spáni beint á orlofsvef félagsins. Frekari upplýsingar eru í síma 4565190 á opnunartíma virka daga frá kl.08.00 – 16.00 eða með tölvupósti á netfangið: postur@verkvest.is

Félagsmenn geta einnig keypt á orlofsvefnum Útilegukortið, Veiðikortið, Gistimiða á Edduhótel, Fosshótel, Hótel Keflavík og Alba gistiheimili. Einnig er hægt að kaupa flugmiða hjá flugfélaginu Örnum. Sjá: Miðar og Kort


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31