Núpur - Vilja gamla skólann fyrir fræðslusetur
• Hollvinasamtök Núpsskóla gefa út sögu skólans
• Halda 110 ára afmælishátíð skólans í sumar
• Samtökin vilja halda munum skólans til haga og nota til að efla ferðaþjónustu á staðnum
„Tilgangur samtakanna er að varðveita og hlynna að menningararfi skólasetursins. Fyrsti þátturinn var að rita sögu skólans en einnig að varðveita muni skólans,“ segir Aðalsteinn Eiríksson, fyrrverandi skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, en hann ritar sögu Núpsskóla í Dýrafirði. Bókin kemur út á 110 ára afmælishátíð Núpsskóla sem Hollvinasamtök skólans halda á Núpi í júní í sumar.
Héraðsskólinn á Núpi hætti á árinu 1992 og síðan hafa hin miklu húsakynni ýmist staðið auð eða verið notuð fyrir ferðaþjónustu á sumrin.
...Meira