A A A
  • 2009 - Sigmundur Logi Þórðarsson
24.03.2017 - 12:32 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

KRISTJÁN DAVÍÐSSON RÁÐINN FRAMKVÆMDASTJÓRI LF

Kristján Þ. Davíðsson
Kristján Þ. Davíðsson

Kristján Þ. Davíðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Hann er fæddur á Þingeyri og nam sjávarútvegsfræði við Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö. Kristján hefur starfað í sjávarútvegi og tengdum greinum á Íslandi, í Noregi og víðar í fjóra áratugi, m.a. við útflutning sjávarafurða, tækja- og hugbúnaðar og við fjármál, stjórnun og ráðgjöf. Hann er ræðismaður Brasilíu á Íslandi.

„Það er mikill fengur að Kristjáni til þessara starfa og ég hlakka til samstarfsins við hann“, segir Einar K. Guðfinnsson stjórnarformaður Landssambandsins, í tilkynningu og bætir við: „Kristján hefur víðtæka reynslu hérlendis jafnt sem erlendis og þekkir vel til atvinnugreinarinnar. Það er mikill ávinningur fyrir okkur innan fiskeldisins sem er vaxandi atvinnugrein sem miklar vonir eru nú bundnar við á Íslandi“.

Kristján tekur við af Höskuldi Steinarssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva en hann lætur nú af störfum að eigin ósk. Höskuldur vinnur að uppbyggingu fyrirtækis sem sinna mun þjónustuhlutverki fyrir fiskeldisfyrirtækin á Íslandi.

„Ég þakka Höskuldi fyrir framúrskarandi störf fyrir Landssambands fiskeldisstöðva og atvinnugreinina í heild. Þó mikil eftirsjá sé af honum úr núverandi starfi er gott til þess að vita að hann verður nálægur í nýjum verkefnum sem meðal annars tengjast atvinnugreininni. Það er líka mikilvægt fyrir okkur  að hann mun verða nýjum framkvæmdastjóra til halds og trausts á næstunni“.

Einar K. Guðfinnson formaður LF segir það til marks um þær miklu væntingar sem nú eru til fiskeldisins að fjöldi umsókna barst um stöðu framkvæmdastjórans þegar hún var auglýst. Um var að ræða stóran hóp af hæfu fólki með margvíslega reynslu, menntun og bakgrunn.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31