Dýrin í Dýrafirði
Eins og allir vita þá er þetta leikritið með forsetalaginu. Já, laginu sem forsetinn söng svo listilega um daginn og hefst svo: Dvel ég í draumahöll....
Meira
Haukadalur
Myndavélin gengur frá Sveinseyri og inn að Haukadal. Síðan gengur hún um dalinn og fjallahringinn.
Texti:
Skammt innan Sveinseyrar liggur sá frægi dalur, Haukadalur. Er hann einna þekktastur allra sögustaða á Vestfjörðum. Það gerir Gísla saga Súrssonar. Var dalurinn aðal vettvangur þeirrar dramatísku sögu. Og enn blasir sögusviðið við þeim sem hingað leggja leið sína.
Tvö fjöll setja meginsvip á Haukadal. Það er Kaldbakur, hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt og Kolturshorn sem teygir sig upp í 865 metra hæð. Undir Kaldbak og Kolturshorni gerðist að stórum hluta örlagasaga Gísla og ættmenna hans.
Gísla saga getur um mikinn skóg í Haukadal. Í dag sjást aðeins nokkrar hríslur í dalnum.
...Eftirfarandi brýning til Alþingis og ríkisstjórnar var samþykkt einróma á fundinum:
„Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps biður Alþingi og ríkisstjórn vinsamlegast að leiða hugann að eftirfarandi:
Er það ásættanlegt fyrir þjóðina, að Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, sé algjörlega mannlaus eyðistaður a. m. k. 8 mánuði ársins?“
...„Þetta var ótrúlega mikil reynsla og við áttum engan veginn von á því að vinna,“ segir Katla Vigdís Vernharðsdóttir, sem ásamt Ásrós Helgu Guðmundsdóttur skipar dúettinn Between Mountains sem fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum laugardaginn síðastliðinn, 1. apríl. Katla er 14 ára og Ásrós 16 ára og eru þær enn í grunnskóla, Katla á Suðureyri og Ásrós á Þingeyri. „Það voru margar mjög flottar hljómsveitir í keppninni þannig að þetta kom verulega á óvart,“ segir Katla um keppnina, en 12 hljómsveitir og tónlistarmenn kepptu í úrslitum hennar.
...Fundurinn ályktaði eftirfarandi um sjávarútvegsmál, stutt og laggott:
„Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps ályktar, að það sé algjörlega óásættanlegt að útgerðarmenn, að þeim ólöstuðum, ráði því hvar byggð skuli haldast í sjávarplássum á Íslandi. Fiskvinnslufólkð og íbúar byggðarlaga vítt og breitt um landið á sinn rétt engu síður en stórútgerðirnar.“
...