Þjónandi prestar í Álftamýrarsókn á fyrri hluta 20. aldar
Kristnihald á norðurströnd Arnarfjarðar:
Viðtal við Sigurjón G. Jónasson bónda á Lokinhömrum
Úr Mannlífi og sögu fyrir vestan 7. hefti.
1. hluti
Frá 1901 til 1961 þjónuðu sex prestar Álftamýrarsókn í Auðkúluhreppi í Arnarfirði, en Álftamýrarsókn var þá annexía frá Hrafnseyri, þar sem prestarnir sátu. Aðeins fimm bújarðir tilheyrðu sókninni, Baulhús, Álftamýri, Stapadalur, Hrafnabjörg og Lokinhamrar. Sóknarkirkjan var á Álftamýri og var talin mjög rík af löndum og lausum aurum framan af öldum. Á Álftamýri sátu prestar allt til ársins 1881, en þá var prestakallið lagt niður og brauðið lagt undir Hrafnseyri.
Við hittum að máli Sigurjón G. Jónasson, bónda á Lokinhömrum og báðum hann segja okkur lítillega frá kristnihaldi í heimasókn hans á fyrri hluta 20. aldar, kennimönnum sem komu þar við sögu og starfsaðstæðum þeirrra. Varð hann ljúflega við þeirri bón.
...Meira