A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
09.11.2015 - 22:28 | Ólafur V. Þórðarson,Hallgrímur Sveinsson

Í minningu Guðrúnar Nönnu Sigurðardóttur prestsfrúar

Guðrún Nanna Sigurðardóttir og eiginmaður hennar séra Stefán Eggertsson.
Guðrún Nanna Sigurðardóttir og eiginmaður hennar séra Stefán Eggertsson.

Við fráfall séra Stefáns Eggertssonar árið 1978 sáu Dýrfirðingar á bak einum skeleggasta baráttumanni sínum í fjölmörgum málum. Og nú hefur  Guðrún eiginkona hans kvatt  eftir langvinn og erfið veikindi. Hún var ein af þeim konum sem stóð við hlið manns síns eins og klettur, hvað sem á dundi. Slíkra er gott að minnast.


   Guðrún var einstaklega dagfarsprúð í allri framkomu og hafði fallegt bros.

...
Meira
05.11.2015 - 06:51 | Hallgrímur Sveinsson

Þingeyri við Dýrafjörð

Þessi mynd af amerískum skonnortum í Þingeyrarhöfn er sú eina sem okkur er kunnugt um. Ef menn vita um aðrar slíkar væri gaman að frétta af því. Ljósm ókunnur.
Þessi mynd af amerískum skonnortum í Þingeyrarhöfn er sú eina sem okkur er kunnugt um. Ef menn vita um aðrar slíkar væri gaman að frétta af því. Ljósm ókunnur.
« 1 af 3 »

  Þingeyri við Dýrafjörð


     er einstaklega fallegt sjávarkauptún á Vestfjörðum, með ríka menningarlega hefð og langa sögu. Þar bjuggu alþýðlegir höfðingjar, aristókratar og þótti höfðingsbragur þar meira áberandi en víða annarsstaðar. Ein góð frú á Flateyri sagði í gamla daga að Þingeyri væri einn allsherjar veislusalur. Til samanburðar væri Flateyri eins og lítið kabinett!


  


                          Vissir þú

...
Meira
15.10.2015 - 07:40 | Hallgrímur Sveinsson

Gamansemin er beittasta vopnið

Björn Pálsson frá Löngumýri.
Björn Pálsson frá Löngumýri.

Árið 1990 gaf Forlagið út bókina Ég hef lifað mér til gamans eftir Gylfa Gröndal. Þar rekur Gylfi æviferil Björns á Löngumýri og skráir eftir söguhetjunni. Bók þessi ætti að vera skyldulesning allra þingmanna. Hvað ber til þess? Jú, bókin lýsir svo skemmtilegum karakter að unun er að lesa. Þar ber allt að sama brunni, til dæmis þetta:


            „Því er þannig varið með þessar blessuðu stjórnir okkar, að flestir verða fegnir, þegar þær hætta. Fólkið man ekki stundinni lengur hverjir hafa verið ráðherrar og hverjir ekki; þeir þurrkast úr huga almennings á augabragði. Nöfn og ártöl eru að vísu skráð í bækur alþingis, en útilokað er, að nokkurn reki minni til slíks, ráðherrarnir sjálfir eru hinir einu, sem muna eftir þessu. Ég hef oft lýst í vinahópi, hvernig jafnvel bestu menn breytast, þegar þeir verða ráðherrar; þeir reyna að rétta úr hoknum herðum og tylla sér á tá í sífellu, sumir líta jafnvel til himins, eins og helgir menn. Og geispa í tíma og ótíma á þingfundum!“

...
Meira
Fjórir Gosamenn sem allir gerðu garðinn frægan í því félagi. Þeir sitja að spilum í Félagsheimilinu á Þingeyri. Miklir spilamenn og karakterar hver á sinn hátt. Frá vinstri. Gunnar Jóhannesson, Davíð H. Kristjánsson,  Guðmundur Friðgeir Magnússon og Tómas Jónsson.  Þessir heiðursmenn eru allir látnir. Ljósm. H. S.
Fjórir Gosamenn sem allir gerðu garðinn frægan í því félagi. Þeir sitja að spilum í Félagsheimilinu á Þingeyri. Miklir spilamenn og karakterar hver á sinn hátt. Frá vinstri. Gunnar Jóhannesson, Davíð H. Kristjánsson, Guðmundur Friðgeir Magnússon og Tómas Jónsson. Þessir heiðursmenn eru allir látnir. Ljósm. H. S.
« 1 af 4 »

Aðalfundur Bridgefélagsins Gosa á Þingeyri fyrir nokkur ár var haldinn í Burstabæ Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 22. júní 2001. Var hann fjölsóttur af báðum kynjum og þótti rart, þar sem aðeins ein bridgekona, Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Dýrhól, telst virk á Þingeyri í dag og var hún á fundinum með mikinn, svartan hatt, samkvæmt New York tísku og vakti mikla lukku. Gosi er elsta starfandi bridgefélag á Vestfjörðum og þykir því hlýða að skýra nokkuð frá þessum merka aðalfundi félagsins.


   Áður en fundurinn hófst lék Sigurður G. Daníelsson safnvörður nokkrar rómantískar ballöður á píanó og féllu þá sumir í trans en aðrir létu sér fátt um finnast. Léttadrengur staðarins flutti síðan stutta hugvekju um Grelöðu og Án rauðfeld, mann hennar og  Hrafn Sveinbjarnarson. Að því loknu var gengið til fundarstarfa og kaffidrykkju.

...
Meira
01.10.2015 - 20:44 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Oft er það gott er gamlir kveða

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.

Jónas gamli Kristjánsson ritstjóri skrifar oft hárbeitta og frábæra pistla í Punktum sínum.
Í gær kom þetta hjá kallinum:


„Engar miðaldir takk


Vegna fyrirhugaðrar komu fjölmennra hópa flóttafólks af trú múslima þarf til öryggis að taka þetta skýrt fram: Ísland þarf í sjálfu sér enga flóttamenn. Fólk mun því hafna ýmsum af kröfum múslima um aðlögun af hálfu landsmanna. Svo sem þetta:


1. Ekkert svigrúm verður fyrir halal eða kosher í opinberum mötuneytum.
2. Ekkert svigrúm verður fyrir bænir og föstur á skólatíma og vinnutíma.
3. Ekkert svigrúm verður fyrir trúarlög, sharia, gagnvart landslögum.
4. Ekkert svigrúm verður fyrir feðraveldi, karlrembu og heiðursglæpi.
5. Ekkert svigrúm verður fyrir frávik frá vestrænum mannréttindum.
   Þetta verður útskýrt fyrir flóttafólki. Við munum hindra, að fólk, sem flýr miðaldir, reyni að koma hér upp þeim sömu miðöldum.“


 

...
Meira
« 1 af 2 »

Sannleikurinn er sá, að það mætti oftar heyrast í harmonikunni í Útvarpinu okkar. Þátturinn Dragspilið dunar þar sem Friðjón Hallgrímsson situr við grammófóninn er alveg frábær. Þetta er að vísu endurtekið efni frá 2007 en það gerir að sjálfsögðu ekkert til! Útvarpið þarf að draga fram menn eins og Toralf Tollefsen, John Molinari og Braga Hlíðberg og ótal aðra snillinga.

...
Meira
18.09.2015 - 21:29 | Hallgrímur Sveinsson

Þættir úr sögu Hrafnseyrar

Bautasteinn Hrafns á Eyri. Reistur 1994 fyrir forgöngu Jóns Kr. Ólafssonar söngvara á Bíldudal og fleiri góðra manna.  Ánarmúli í baksýn. Ljósm. H. S.
Bautasteinn Hrafns á Eyri. Reistur 1994 fyrir forgöngu Jóns Kr. Ólafssonar söngvara á Bíldudal og fleiri góðra manna. Ánarmúli í baksýn. Ljósm. H. S.

2. grein


Hrafn Sveinbjarnarson


 Bærinn Eyri við Arnarfjörð kemur mjög við fornar sögur landsmanna. Þar bjuggu fyrst Án rauðfeldur úr Noregi og Grelöð, sem var jarlsdóttir frá Írlandi. Á Eyri þótti henni hunangsilmur úr grasi. Á Sturlungaöld bjó þar Hrafn Sveinbjarnarson, sem talinn er fyrsti lærði læknir á Íslandi. Í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar segir:

...
Meira
14.09.2015 - 15:04 | Hallgrímur Sveinsson

Þáttur úr sögu Jóns Sigurðssonar

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.
« 1 af 2 »

Frá foreldum hans


„Þú vilt gefa allt, Þórdís“


Samtímamaður þeirra Hrafnseyrarhjóna, séra Oddur Sveinsson, sem tók við Hrafnseyrarstað þegar þau fluttust að Steinanesi með Margréti dóttur sinni 1851, lýsir þeim svo: „Þórdís var í meðallagi há, vel vaxin, andlitið frítt og gáfulegt, augun móleit og fjörmikil, kona var hún hæglát og geðgóð, en stjórnsöm á heimili. Góðhjörtuð var frú Þórdís talin og örlát við fátæka.“ „Þú vilt gefa allt, Þórdís“, er mælt að séra Sigurður hafi eitt sinn sagt við konu sína er hún var að gefa fátækum.

...
Meira
09.09.2015 - 06:56 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Skjaldan er góð vísa of oft kveðin!

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.

Löngu áður en Píratar urðu til, vorum við undirritaðir byrjaðir að hamra á svokölluðu gegnsæi. Við höfum haldið því fram, að gegnsæi og allt uppi á borðum hjá opinberum stofnunum væri lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina. En auðvitað hlustar enginn á svona vitleysinga einhversstaðar fyrir vestan!


   Hvað sem um það er leyfum við okkur að kveða þessa vísu einu sinni enn:

...
Meira
04.09.2015 - 20:37 | Hallgrímur Sveinsson

Sumar þeirra komu hingað upp með togurum. Hugsa sér!

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
 Að lokinni seinni heimsstyrjöld fóru þeir dr. Lúðvíg Guðmundsson, Gísli Kristjánsson, ritstjóri og blaðamennirnir Þorsteinn Jósepsson og Jón Helgason til Þýskalands, ásamt fleiri hugsjónamönnum. Þeir skipulögðu flutning hundraða kvenna til Íslands. Konurnar voru flóttamenn í eigin landi ef svo mætti segja vegna skelfilegra aðstæðna. Og gerðust flestar vinnukonur hjá íslenskum bændum. Margar þeirra urðu húsfreyjur þeirra....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31