15.10.2015 - 07:40 | Hallgrímur Sveinsson
Björn Pálsson frá Löngumýri.
Árið 1990 gaf Forlagið út bókina Ég hef lifað mér til gamans eftir Gylfa Gröndal. Þar rekur Gylfi æviferil Björns á Löngumýri og skráir eftir söguhetjunni. Bók þessi ætti að vera skyldulesning allra þingmanna. Hvað ber til þess? Jú, bókin lýsir svo skemmtilegum karakter að unun er að lesa. Þar ber allt að sama brunni, til dæmis þetta:
„Því er þannig varið með þessar blessuðu stjórnir okkar, að flestir verða fegnir, þegar þær hætta. Fólkið man ekki stundinni lengur hverjir hafa verið ráðherrar og hverjir ekki; þeir þurrkast úr huga almennings á augabragði. Nöfn og ártöl eru að vísu skráð í bækur alþingis, en útilokað er, að nokkurn reki minni til slíks, ráðherrarnir sjálfir eru hinir einu, sem muna eftir þessu. Ég hef oft lýst í vinahópi, hvernig jafnvel bestu menn breytast, þegar þeir verða ráðherrar; þeir reyna að rétta úr hoknum herðum og tylla sér á tá í sífellu, sumir líta jafnvel til himins, eins og helgir menn. Og geispa í tíma og ótíma á þingfundum!“
...
Meira