A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
06.03.2015 - 21:59 | Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Valdimar Elíasson

Víkingaskipið Vésteinn

Valdimar Elíasson.
Valdimar Elíasson.
« 1 af 3 »

Valdimar Elíasson húsasmiður, frá Sveinseyri við Dýrafjörð, útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum árið 1989 og starfaði sem skipstjóri til ársins 2004. Hefur hann starfað við smíðar síðan og lauk sveinsprófi í húsasmíði vorið 2010.
Víkingaskipið Vésteinn 7650 er í eigu Áhugamannafélags um víkinga á Vestfjörðum. Félagið var stofnað í tengslum við Evrópuverkefnið Destination Viking – Sagaland. Vésteinn var smíðaður á Þingeyri af Valdimar Elíassyni og Anti Kreem, Eistlendingi sem starfaði hér við smíðar um tíma.

...
Meira
27.02.2015 - 15:19 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Veistu svarið? Getraun fyrir unga sem aldna.

Vestfirsku Alparnir.
Vestfirsku Alparnir.

Vestfirsku Alparnir og byggðirnar þar í kring

Sá sem getur svarað meira en helmingnum af eftirfarandi spurningum rétt er nokkurs vísari um skagann milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem sumir kalla Vestfirsku Alpana og byggðirnar þar í kring. Þú svarar einfaldlega með því að taka afrit af öllum spurningunum, svara þeim í tölvupósti og senda svo á  jons@snerpa.is


Dregið verður úr réttum lausnum og fá 7 heppnir sendar heim glæsilegar bækur frá Vestfirska forlaginu.

...
Meira
24.02.2015 - 12:23 | Lýður Árnason

Hvenær gekk veiðirétturinn þjóðinni úr greipum?

Lýður Árnason.
Lýður Árnason.
Fjármálaráðherra sagði í viðtali nýverið að ræða þyrfti sérstaklega ef færa ætti úthlutun veiðiréttar á Íslandsmiðum úr því að vera varanlegur í það að vera tímabundinn.
Þessi ummæli eru eftirtektarverð í ljósi þess að veiðiréttur á Íslandsmiðum er skilgreindur í lögum sem tímabundinn úthlutunarréttur til eins árs í senn. Ekkert í lögum kveður á um varanlegan eignarétt einkaaðila á veiðirétti á Íslandsmiðum þó hagsmunaaðilar hafi tekið sér bessaleyfi til annars...
Meira
19.02.2015 - 13:49 | - Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Sæmundur Kr. Þorvaldsson

Skrúður á Núpi í Dýrafirði

« 1 af 2 »

Sæmundur Kr. Þorvaldsson framkvæmdastjóri, Lyngholti, Dýrafirði


 Séra Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959) prófastur og skólastjóri á Núpi, ræktaði garðinn Skrúð í skjólsælum hvammi um 1 km  austan við bæinn Núp í Dýrafirði.


Upphafsár framkvæmda við Skrúð er árið 1905 en formlegur vígsludagur er 7. ágúst 1909. 100 ára afmælis garðsins var minnst með hátíð í garðinum 8. ágúst 2009.

...
Meira
13.02.2015 - 22:38 | Aðsendar greinar - Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Guðmundur Ingvarsson

Hestamannafélagið Stormur

Guðmundur Ingvarsson.
Guðmundur Ingvarsson.
« 1 af 3 »

Guðmundur Ingvarsson fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, Þingeyri
Hestamannafélagið Stormur var stofnað 29. ágúst 1971, aðsetur þess er að Söndum í Dýrafirði.


Félagssvæði þess eru norður- og suðurfirðir Vestfjarða. Mótssvæði félagsins er einnig að Söndum en þar hefur verið byggð upp ágæt aðstaða til mótshalda, vegna hinna ýmsu þarfa hvað varðar hestaíþróttir.


Stormur heldur sín hestamannamót síðla júlí ár hvert.

...
Meira
10.02.2015 - 16:34 | Aðsendar greinar - Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Kvenfélagið Von á Þingeyri

Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
« 1 af 4 »

Gunnhildur Björk Elíasdóttir frá Arnarnúpi -Hrauni í Keldudal


Kvenfélagið Von á Þingeyri er með elstu félögum í Dýrafirði.


Það var stofnað 17. febrúar 1907 og hefur starfað óslitið síðan og alltaf haft nóg verkefni. Tilgangurinn var að hlúa að þeim sem einhverra hluta vegna höfðu ekki nóg að bíta og brenna. Félagið hefur allar götur síðan verið virkur þátttakandi í samfélaginu, bæði á gleði- og sorgarstundum.

...
Meira
05.02.2015 - 07:54 | Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Bjarni G. Einarsson

Þingeyrarkirkja

Þingeyrarkirkja.
Þingeyrarkirkja.
« 1 af 4 »

Bjarni Georg Einarsson verkstjóri, Þingeyri


Þingeyrarkirkja var byggð á árunum 1909- 1911 og vígð 9. apríl 1911


Áður var kirkja og prestssetur á Söndum í Þingeyrarhreppi og hafði staðið þar frá því snemma á 13. öld. Árið 1907, þegar ljóst var að byggja þyrfti nýja kirkju, var ákveðið að færa kirkjuna inn á Þingeyri, því að kauptúnið var þá að byggjast upp þar, en íbúar í Sandasókn voru þá 618. Prestssetrið var síðan flutt til Þingeyrar 1915.


Rögnvaldur Ólafsson arkitekt og húsameistari teiknaði Þingeyrarkirkju.

...
Meira
01.02.2015 - 08:10 | Hallgrímur Sveinsson

Sálusorgarinn séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði

Séra Baldur Vilhelmsson.
Séra Baldur Vilhelmsson.
« 1 af 4 »
Nú þegar sól hefur brugðið sumri hér vestra, þá er að halda til haga þeirri arfleifð sem okkar maður skildi eftir sig hér í fjörðunum. Hann var sálusorgari af þeirri gerð sem séra Árni og þeir Þorbergur lýsa svo meistaralega í bók sinni. Hann notaði símann mikið. Eins og til dæmis Ólafur Thors, sem einnig var meistari á sínu sviði. „Ég heyri betur í þér, góði,“ mun ekki hljóma oftar frá Vatnsfirði....
Meira
27.01.2015 - 11:19 | Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Sigmundur F. Þórðarson

Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri, ekki bara íþróttafélag

Sigmundur F. Þórðarson.
Sigmundur F. Þórðarson.
« 1 af 2 »

Sigmundur Fríðar Þórðarson húsasmíðameistari, formaður Höfrungs skrifar.


Höfrungur á Þingeyri er eitt elsta starfandi íþróttafélag landsins.


Félagið var formlega stofnað 20. desember árið 1904, en varð þó til ári áður. Þá voru menn svo ötulir í sportinu að þeir gleymdu að rita fundargerðina og því var formleg stofnun félagsins ári síðar.


Íþróttastarf á Þingeyri var þó hafið löngu fyrr eða árið 1885 er danskur beykir, Andrés Böken, stóð fyrir skipulögðum íþróttaæfingum á Þingeyri.

...
Meira
18.01.2015 - 12:37 | Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Gunnar Bjarnason

Slysavarnadeildin Vörn

Gunnar Bjarnason.
Gunnar Bjarnason.
« 1 af 3 »

Slysavarnadeildin Vörn


Gunnar Bjarnason, trésmiður á Þingeyri skrifar


Samkvæmt fundarboði séra Sigtryggs Guðlaugssonar var ákveðið að halda opinberan fund til stofnunar slysavarnadeildar fyrir Dýrafjörð, 2. febrúar 1929. Fundinn sátu sextíu og þrír menn, hópur sem samþykkti samhljóða að stofna skyldi slíka deild, og skyldi starfssvið hennar ná frá Sléttanesi að sunnan til Kaplaskerja að norðan og heimili og varnarþing vera á Þingeyri.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31