Víkingaskipið Vésteinn
Valdimar Elíasson húsasmiður, frá Sveinseyri við Dýrafjörð, útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum árið 1989 og starfaði sem skipstjóri til ársins 2004. Hefur hann starfað við smíðar síðan og lauk sveinsprófi í húsasmíði vorið 2010.
Víkingaskipið Vésteinn 7650 er í eigu Áhugamannafélags um víkinga á Vestfjörðum. Félagið var stofnað í tengslum við Evrópuverkefnið Destination Viking – Sagaland. Vésteinn var smíðaður á Þingeyri af Valdimar Elíassyni og Anti Kreem, Eistlendingi sem starfaði hér við smíðar um tíma.
Meira