A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Tómas tekur lagið í grunnskólanum á efri árum.
Tómas tekur lagið í grunnskólanum á efri árum.

Tómas Jónsson fæddist á Gili í Mýrahreppi í Dýrafirði 6. júní 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 15. ágúst 1999. Foreldrar hans voru Jón Júlíus Sigurðsson, skósmiður og síðar bóndi og Valgerður Efimía Tómasdóttir. Systkini hans, sem öll eru látin, voru Haraldur, Sigurður (dóu ungir), Ingibjörg, Jóhannes og Oddur.


    Tómas var einn þeirra persónuleika sem fjölhæfnin gerir þá um flesta hluti ólíka öðrum mönnum. Hann var húmoristi, sagnamaður og söngmaður. Íþróttamaður, hestamaður og bridgemaður prýðilegur. Bókhaldsmaður, trésmiður og múrari. Fyrirtaks ræðumaður, gleðimaður í góðra vina hópi og á mannamótum. Liðtækur leikari og afbragðs smali, svo nokkuð sé nefnt. Allt þetta og margir fleiri góðir eiginleikar einkenndu þennan sérstæða Dýrfirðing. Hæfileika sína setti hann ekki undir mæliker. Hann fór yfirleitt fremstur í flokki. Þó án þess að trana sér fram.

...
Meira
29.01.2016 - 11:19 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Ný sýn í ferðamálum: - Við þurfum hvorki náttúrupassa, gistináttagjald eða annað vesen

Dýrafjörður.
Dýrafjörður.

Það er borðleggjandi að Ísland á sér fáar ef nokkrar hliðstæður í víðri veröld. Ábyrgð okkar Íslendinga er mikil að varðveita landið sem við höfum að láni. Og það er mikil áhætta að hleypa útlendingum milljónum saman meira og minna eftirlitslaust hér inn í okkar stóra og mikla listasal náttúrunnar. Við verðum að stýra þeim af hæfilegri festu ef ekki á illa að fara.


Hver erlendur ferðamaður greiði 5 þúsund krónur í aðgangseyri

...
Meira
26.01.2016 - 22:13 | Lilja Rafney Magnúsdóttir

Lilja Rafney: Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni!

Lilja Rafney Magnúsdóttir á fundi á Þingeyri.
Lilja Rafney Magnúsdóttir á fundi á Þingeyri.

Íslandspóstur hf ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins.
Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnartíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum.


Ráðherra taldi að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þessum breytingum, þjónustan yrði til staðar áfram, gegn gjaldi „nota bene“, og þjónustukönnun sýndi að ekki væri almenn andstaða við sveigjanleika í dreifingu póstsins og póstsamskipti hefðu færst mikið yfir á netið. Ég vil benda á að aukin þjónusta og verslun á netinu nær ekki til allra dreifðra byggða og enn er langt í land að tryggð sé háhraðanettenging til allra landsmanna.


 Mótmæli frá fulltrúum landsbyggðarinnar

...
Meira
23.12.2015 - 20:40 | Vestfirska forlagið

Tveir vestfirskir höfundar kvaddir

Tryggvi Þorsteinsson skurðlæknir frá Vatnsfirði í Djúpi.
Tryggvi Þorsteinsson skurðlæknir frá Vatnsfirði í Djúpi.
« 1 af 2 »

Ekki fer hjá því að forleggjarar sem gefa út jafn viðamikið efni og Vestfirska forlagið hefur borið gæfu til að standa að á örfáum árum, kynnast mörgum karakterum. Höfundar bóka og annars efnis skipta þar hundruðum. Þetta fólk hefur upp til hópa gefið undirrituðum mikið. Ánægjuleg og prúðmannleg samskipti hafa verið þar í öndvegi.


    Nú hafa tveir heiðursmenn úr þessum hópi kvatt okkur með tveggja daga millibili, báðir háaldraðir. Þetta eru þeir Tryggvi Þorsteinsson skurðlæknir frá Vatnsfirði í Djúpi og Torfi Þorkell Guðbrandsson skólastjóri frá Heydalsá í Strandasýslu. Þessir tveir Vestfirðingar voru góðir fulltrúar sinna byggða. Þeir voru hógværir, hressilegir, kurteisir og gamansamir þegar það átti við. Heilsteyptir menn og æðrulausir.

...
Meira
19.12.2015 - 14:12 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Við þurfum jafnvægi í byggð landsins og ekkert múður, Vilhjálmur

Hallgrímur er bókaútgefandi og léttadrengur á Brekku í Dýrafirði, - Bjarni er fv. útgerðarstjóri á Þingeyri og - Guðmundur er fv. stöðvarstjóri Pósts og síma á Þingeyri.
Hallgrímur er bókaútgefandi og léttadrengur á Brekku í Dýrafirði, - Bjarni er fv. útgerðarstjóri á Þingeyri og - Guðmundur er fv. stöðvarstjóri Pósts og síma á Þingeyri.
Sparisjóðirnir voru akkeri byggðanna. Þeir voru nokkurs konar samfélagsbankar ef mönnum leyfist að nota það orð. Þar stjórnuðu heimamenn öllu innan stokks. Aðalfundur einu sinni á ári. Spilin lögð á borðið. Þegar ekki var hægt að fá fimmeyring í stóru bönkunum, þá lánuðu sparisjóðirnir sínu heimafólki, til dæmis þegar menn voru að koma þaki yfir höfuðið. Peningar fólksins sjálfs voru í vinnu heimafyrir. Það var ekki um að tala að stóru bankarnir vildu lána fólki út á íbúðarhús í einhverjum krummaskuðum. Þetta er okkur minnisstætt. Allur hagnður sparisjóðanna fór í uppbyggingu í heimahéraði. Það var mikil handvömm þegar við glopruðum flestum þeirra niður. Erum að bíta úr nálinni með það þessi misserin....
Meira
15.12.2015 - 09:22 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Bréf frá Skjaldabjarnarvíkurbónda til prófasts: - Úr bókinni - Á hjara veraldar -

Frá Skjaldabjarnarvík. Geirólfsgnúpur í baksýn. Ljósm. Fornleifastofnun.
Frá Skjaldabjarnarvík. Geirólfsgnúpur í baksýn. Ljósm. Fornleifastofnun.
« 1 af 4 »

Velæruverðugi [prófastur] og mjög vellærði kennimann. Ástsamleg heilsan.


 Hér með vil ég yðar velæruverðugheitum til vitundar gefa: Um kvöldið þann 6. september [1790] kom hingað presturinn sr. Jóhann svo sem í húsvitjun og með honum Ólafur Ólafsson á Melum, líka Jón Árnason í Ófeigsfirði og gekk það með friðsemd skikkanlega til, sem ég hafði vit á eftir að taka. Samt hafði ég aldrei vit á að lofa því að ganga til sakramentis og standa opinbera aflausn.

...
Meira
13.12.2015 - 15:13 | Hallgrímur Sveinsson

Á hjara veraldar

Kápa bókarinnar -Á hjara veraldar-
Kápa bókarinnar -Á hjara veraldar-
« 1 af 3 »
Inngangsorð úr nýju bókinni -Á hjara veraldar- eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni í Strandasýslu. Vestfirska forlagið gefur út.

 Það var enginn barnaleikur að búa á afskekktustu jörðum þessa lands áður og fyrr. Erfiðleikarnir voru margvíslegir og ekki átakalaust að vinna bug á þeim. Þar voru Hornstrandir líklega sér á báti. Hér á eftir, er við það miðað að sögusviðið, sem er nyrðri hluti  Árneshrepps í Strandasýslu, tilheyri Hornströndum, en nokkurs meiningamunar hefir lengi gætt um hver séu austustu mörk þeirra. Þorvaldur Thoroddsen, sem ferðaðist um þetta svæði sumarið 1886, áleit eðlilegast að telja að Hornstrandir nái frá Rit, austur um Horn og þaðan austur að Reykjaneshyrnu. Þorleifur Bjarnason höfundur Hornstrendingabókar, taldi hinsvegar ekki rétt að fara svo langt austur, heldur láta Geirólfsgnúp og sýslumörk, N- Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu, ráða austurmörkum Hornstranda,“þótt landfræðilega kynni að vera réttara að miða við Reykjaneshyrnu“.
...
Meira
06.12.2015 - 08:07 | Hallgrímur Sveinsson

Kafli úr fyrstu hjólabókinni

Ómar Smári með eiginkonu sinni, Ninu Ivanovu, sem er upprunnin í Garðaríki. Þau hjón vinna bæði mikið fyrir Vestfirska forlagið. Nína er grafískur hönnuður með meiru og brýtur um flestar bækur forlagsins.  Ljósm. H. S.
Ómar Smári með eiginkonu sinni, Ninu Ivanovu, sem er upprunnin í Garðaríki. Þau hjón vinna bæði mikið fyrir Vestfirska forlagið. Nína er grafískur hönnuður með meiru og brýtur um flestar bækur forlagsins. Ljósm. H. S.
« 1 af 11 »

Fyrir nokkrum árum byrjaði Vestfirska forlagið að gefas út svokallaðar hjólabækur eftir Ómar Smára Kristinsson. Eru þær nú orðnar fjórar. Fyrsta bókin fjallaði að sjálfsögðu um Vestfirði.


Síðan kom Vesturland, Suðvesturland og í ár kom svo Árnessýsla. Þessar bækur hans Ómars Smára eiga sér enga hliðstæðu hér á landi eftir því sem við best vitum. Það fer vel á því að birta hér kaflann úr bókinni um Svalvogahringinn.


 Ómar Smári Kristinsson:


 Svalvogahringurinn


Vinsælasta hjólaleiðin á landinu?

...
Meira
22.11.2015 - 18:45 | Hallgrímur Sveinsson

Elís Kjaran - Úr Mannlífi og sögu: Hnífabrýnsl

Elís Kjaran.
Elís Kjaran.
Í gamla daga, þegar ég var bóndi og bjó út í sveit og frystihúsið hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga í fullri starfrækslu, var fullt af fólki út úr dyrum að vinna. Þá var oft að við vorum sóttir, sveitavargarnir, þegar mikið barst að, til að hjálpa til við úrvinnslu. Þegar komu nýir menn í frystihúsið, voru kerlingarnar náttúrlega með augun í allar áttir, otandi hnífum að þeim, af því þær vildu fá betri egg í kutann sinn.
...
Meira
„Júlíus Geirmundsson var einn sá allra óvílsamasti, hressasti og málhreyfasti maður, sem ég hef fyrir hitt á lífsleiðinni“


Á láglendinu var lítil sem engin þoka og man ég ekki betur, en ég sæi glytta í hálfautt Fljótsvatnið stöku sinnum – nokkurn spöl til hliðar við okkur á vinstri hönd, þrátt fyrir náttmyrkrið. Ekki leið svo á löngu þar til við sáum ljós í gluggum. Trúlega hefur klukkan verið um níu að kvöldi, þegar við Bergmundur vorum sestir að snæðingi inn í stofu hjá Júlíusi Geirmundssyni bónda á Atlastöðum. Júlíus er vissulega einn sá allra óvílsamasti, hressasti og málhreyfasti maður, sem ég hef fyrir hitt á lífsleiðinni.
...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31