A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
02.09.2015 - 17:30 | Lýður Árnason

Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum

Lýður Árnason.
Lýður Árnason.
Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. Þessar tillögur eru í takti við auðlindaákvæði stjórnlagaráðs, sem aftekur allan vafa á forræði sjávarauðlindarinnar og að hún skuli nýtt á jafnræðisgrundvelli okkar allra. Í tillögum sínum gera Píratar ráð fyrir að bjóða upp allar aflaheimildir til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð. Í dag er leiguverð á fiski ákveðið einhliða á lokuðum markaði sem stórútgerðir og bankar stjórna og greiða leigutakar í leigu fjóra af hverjum fimm fiskum sem þeir veiða. Af því rennur einn sporður til ríkisins, afgangurinn fer til stórútgerða og banka....
Meira
02.09.2015 - 15:49 | Guðmundur Karl Jónsson

Tími Dýrafjarðarganga er kominn

Guðmundur Karl Jónsson.
Guðmundur Karl Jónsson.
Barátta Vestfirðinga fyrir bættum samgöngum sem er orðin áratugalöng hefur ekki komist í fréttirnar á hverjum degi. Sá sem hér stingur niður penna ítrekar að nú er tími Dýrafjarðarganga kominn hvort sem þingmanni Norðausturkjördæmis, Höskuldi Þórhallssyni, líkar það vel eða illa.
Fyrir löngu áttu Fjórðungssamband Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélag fjórðungsins og þingmenn Norðvesturkjördæmis að sjá sóma sinn í því að fylgja þessu hagsmunamáli eftir í samgöngunefnd áður en þingmaður Norðausturkjördæmis sá sér leik á borði og hljóp í fjölmiðla með óraunhæfa hugmynd um að 13-14 km löngum jarðgöngum undir heiðina milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar verði strax troðið fram fyrir Dýrafjarðargöng sem Alþingi samþykkti í febrúar árið 2000....
Meira
28.08.2015 - 08:49 | Hallgrímur Sveinsson

Bautasteinn Jóns Sigurðssonar

Frá Hrafnseyri. Bautasteinninn í forgrunni. Ljósm.: H. S.
Frá Hrafnseyri. Bautasteinninn í forgrunni. Ljósm.: H. S.
« 1 af 4 »

Þættir úr sögu Hrafnseyrar


Fyrsta grein:


Á hlaðinu á Hrafnseyri stendur bautasteinn Jóns Sigurðssonar. Steinninn er eins og móðir náttúra gekk frá honum á holtinu fyrir ofan Hrafnseyri . Var hann settur á núverandi stað árið 1911, á hundrað ára afmælishátíð Jóns Sigurðssonar sem var hin fyrsta Hrafnseyrarhátíð sem haldin var. Eirskjöldurinn, sem greyptur er í steininn, er eftir Einar Jónsson myndhöggvara. 

Séra Böðvar Bjarnason, sem var sóknarprestur á Hrafnseyri frá 1901-1941, segir frá því í bók sinni um Hrafnseyri, hvaða erfiðleikar voru á því að koma steininum á sinn stað: 

...
Meira
24.08.2015 - 19:54 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Spurning dagsins: - Eiga ekki börnin að læra að lesa, skrifa og reikna í skólunum?

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson

„Þarna erum við að taka saman höndum um að tryggja það að börnin nái að tileinka sér þennan grundvallarþátt, að börnin geti lesið sér til gagns. Níutíu prósent barna sem ljúka grunnskólanámi árið 2018 eiga að geta lesið sér til gagns. Samkvæmt niðurstöðu PISA-prófsins árið 2012 gátu 30 prósent drengja og 12 prósent stúlkna ekki lesið sér til gagns.“


                                                 Illugi Gunnarsson á visi.is


   Þetta er alveg stórmerkilegt rugl. Manni fallast eiginlega alveg hendur.

...
Meira
15.08.2015 - 14:03 | Hallgrímur Sveinsson

Dynjandi eða Fjallfoss?

Perla Vestfjarða. Alls eru 6 fossar á svæðinu fyrir neðan Dynjanda. Fossinn í forgrunni hefur fengið fjögur nöfn í gegnum tíðina: Strompgljúfrafoss, Úðafoss, Strokkur og Strompur! Ljósmyndari ókunnur.
Perla Vestfjarða. Alls eru 6 fossar á svæðinu fyrir neðan Dynjanda. Fossinn í forgrunni hefur fengið fjögur nöfn í gegnum tíðina: Strompgljúfrafoss, Úðafoss, Strokkur og Strompur! Ljósmyndari ókunnur.
« 1 af 2 »

Fjölsóttir staðir fyrir vestan 2.


Umhverfi bæjarins Dynjanda í Arnarfirði er einhver fegursta náttúrusmíð á Íslandi, enda hefur svæðið verið friðlýst sem náttúruvætti og nær sú friðlýsing yfir um 700 hektara af landi jarðarinnar Dynjanda.


   Það eru einkum fossarnir í hinni vatnsmiklu á Dynjandi og umgjörð þeirra, sem gera þessa náttúrusmíð ógleymanlega þeim sem þangað leggja leið sína. Stærsti fossinn og tilkomumesti er einhver fegursti foss á landinu.


Til skamms tíma deildu menn hart hér vestra um hvort þessi perla Vestfjarða héti Dynjandi eða Fjallfoss.

...
Meira
Ólafur V. Þórðarson.
Ólafur V. Þórðarson.

Að hætta við hönnunarsamkeppni um byggingu á nýjum Landsbanka við hliðina á Tónlistarhúsinu Hörpu er ekki nóg. Það sem ég vildi sjá er að það verði algjörlega hætt við þessa vitleysu fyrir fullt og allt.


   Bankinn  er fullsæmdur af því glæsilega húsi sem hann er í við  Austurstræti og hefur verið lengi. Hann virðist vera í algjörum sparnaðargír þegar kemur að þjónustu við viðskiftavini fyrrum sparisjóða, sem komnir er á hans hendur. Þar hefur verið degið all verulega úr þjónustu  og sumum þeirra  lokað alfarið.

...
Meira
06.08.2015 - 15:31 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Upp með smáfyrirtækin á Íslandi!

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.

  Fjöldi þjóða hefur af því margfalda reynslu að gifta þeirra og farsæld í atvinnumálum er hjá litlu fyrirtækjunum. Aftur á móti er svo hinn sífelldi misskilningur okkar Íslendinga að allt eigi að vera svo stórt og mikið. Þá er líka fallið þess meira þegar illa fer.


    Sumir okkar hér fyrir vestan eru mjög einfaldir menn. Enda er skoðun okkar mjög einföld á atvinnurekstri: Það á að gera allt sem hægt er til að treysta undirstöður smáfyrirtækjanna í landinu. Og gera mönnum kleyft að stofnsetja ný sprotafyrirtæki og tryggja þannig atvinnuna.

...
Meira
02.08.2015 - 06:28 | Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúlu

Það verður að fá lán fyrir vitleysunni!

Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúlu, staddur út í Parti þar á bæ. Þar er vörpulegur skógur sem Þórður faðir hans ræktaði á sínum tíma. Ólafur hefur lagt þar hönd á plóg á síðari árum. Ljósm.; H. S.
Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúlu, staddur út í Parti þar á bæ. Þar er vörpulegur skógur sem Þórður faðir hans ræktaði á sínum tíma. Ólafur hefur lagt þar hönd á plóg á síðari árum. Ljósm.; H. S.
Nú ætlar Landsbankinn að fara að byggja nýjar höfuðstöðvar og sameina  sextán starfstöðvar á einn stað, sem eru hin ýmsu útibú sem eru til þess að auðvelda viðskifavinum að sækja þá þjónustu sem hann býður upp á.
Eftir það mega þeir sem þurfa á þjónustu Landsbankans að halda gera sér ferð niður að Reykjavíkurhöfn hvar sem þeir búa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta á aðeins að kosta átta til tólf milljarða. Nokkuð vel í lagt. Eða eiga allir að vera komnir með heimabanka? Þá væri kannski hægt að komast af með minni byggingu, sem mundi hafa yfir að ráða sæmilegri tölvu sem hefði eftirlit með öllum viðskiftum. Þá væri hægt að segja upp allstóum hópi starfsfólks. Það getur sparað þessa stóru byggingu til stórra muna....
Meira
26.07.2015 - 06:46 | Hallgrímur Sveinsson

Þjónandi prestar í Álftamýrarsókn á fyrri hluta 20. aldar

Séra Jón Kr. Ísfeld og frú.
Séra Jón Kr. Ísfeld og frú.
« 1 af 3 »

Viðtal við Sigurjón G. Jónasson bónda á Lokinhömrum


Úr Mannlífi og sögu fyrir vestan 7. hefti
3. hluti


     Séra Kristinn Hóseasson


     Árið 1946 vígðist séra Kristinn Hóseasson til Hrafnseyrar og var þar þjónandi prestur í eitt ár. Eiginkona hans var Anna Þorsteinsdóttir.

...
Meira
23.07.2015 - 21:37 | Hallgrímur Sveinsson

Þjónandi prestar í Álftamýrarsókn á fyrri hluta 20. aldar

Séra Böðvar og fjölsk.
Séra Böðvar og fjölsk.
« 1 af 4 »

Úr Mannlífi og sögu fyrir vestan 7. hefti
2. hluti


  Og rósir spruttu í reiti þeim


      Þegar Gísli G. Ásgeirsson varð 75 ára 16. maí 1937, var eftirfarandi kvæði, sem Séra Böðvar orti til heiðurs meðhjápara sínum, sungið í veislu sem haldin var í stofunni á Áftamýri og er veislan sú Sigurjóni ákaflega minnisstæð. 

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31