A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
06.07.2015 - 06:37 | Hallgrímur Sveinsson

Klúður á klúður ofan

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.

 „Óhugsuð ákvörðun um valdbeitingu við flutning Fiskistofu. Klúður! Illa undibúin ákvörðun um náttúrupassa. Klúður! Óígrunduð ákvörðun um að flytja án nokkurs fyrirvara virkjanakosti úr biðflokki í nýtingarflokk. Klúður! – Gjöf á makríl til tíu fjölskyldna óendurkræf til sex ára. Klúður! Getuleysi til þess að geta lokið þingfundum að vori þrátt fyrir stóran þingmeirihluta. Fordæmalasut klúður um áratuga skeið!“

   Svo skrifar Sighvatur Björgvinsson í Moggann um daginn um klúður og getuleysi Alþingis og framkvæmdavalds. Þessi stutta tilvitnun er aðeins brot úr hugleiðingu Sighvatar. Um hana má segja að oft er það gott er gamlir kveða.

   Svo er það Rögnunefndin ef manni leyfist. Hún telur að rétt sé að byggja innanlandsflugvöll við hliðina á Keflavíkurflugvelli! Tuttugu og tveir milljarðar takk! Nei, heyrðu. Er þetta ekki bara klúður? Ja, einn mesti sérfræðingur okkar í flugvallarmálum, Grétar H. Óskarsson, segir í Mogganum að maður eyði ekki 22 milljörðum, þótt það væri ekki nema einn milljarður, í að leggja flugvöll við hliðina á Keflavíkurflugvelli. Eigum við að þora að nefna að þetta sé klúður á klúður ofan?

   Og meðal annarra orða: Hvað kostaði þessi blessaða Rögnunefnd? 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31