A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
28.05.2015 - 21:16 | Aðsendar greinar - Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Elfar Logi Hannesson

Gíslastaðir í Haukadal

Elfar Logi Hannesson.
Elfar Logi Hannesson.
« 1 af 2 »

Elfar Logi Hannesson frá Bíldudal

Haukadalur í Dýrafirði er mikil paradís á jörðu, sögustaður mikill. Þar tók kappinn Gísli Súrsson land enda var hann smekkmaður góður.


Í Haukadal var á árum áður fjölmenni talsvert því árið 1936 reistu Haukdælingar sérstakt samkomuhús sem stendur í hjarta Haukadals. Þar hafa verið haldnar miklar samkomur í gegnum árin og ávallt kátt í koti.


Eigendur samkomuhússins í dag eru Marsibil G. Kristjánsdóttir frá Þingeyri og Elfar Logi Hannesson frá Bíldudal og nefna þau húsið Gíslastaði eftir fornmanninum. Þau hafa fyllt húsið af lífi að nýju og þar fer fram fjölbreytt list og almenn skemmtan.

...
Meira
21.05.2015 - 16:18 | Lýður Árnason

Þjóðareign eða ekki.is

Lýður Árnason.
Lýður Árnason.
Eitt mesta þrætuepli þessarar þjóðar er sjávarútvegsmál. Ráðamenn og forsvarsmenn útgerðarinnar segja önnur lönd líta hingað öfundaraugum og vísa í kvótakerfið. Þjóðin lýsir öndverðri skoðun, margsinnis í skoðanakönnunum og í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Ein meginkrafan er auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tryggir þjóðinni yfirráð yfir auðlindum sínum og nýtingu þeirra. Það er umhugsunarvert hvers vegna fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi skuli forgangsraða umdeildum lagafrumvörpum um auðlindamál fram yfir leiðbeinandi ákvæði í stjórnarskrá. Veður þjóðin í villu eða láta rök útgerðarinnar svona vel í eyrum?...
Meira
10.05.2015 - 17:28 | Sr. Hildur Inga Rúnarsdottir

Mæðradagurinn og sr. Sigurður Z. Gíslason

Séra Sigurður Z. Gíslason.
Séra Sigurður Z. Gíslason.

Hinn alþjóðlegi mæðradagur er upprunninn í Bandaríkjunum árið 1907. Bandarísk kona, Anna M. Jarvis, missti móður sína 9. maí 1905 og minntist hún móður sinnar á næstu árum og skrifaði þúsundir bréfa til áhrifamanna í Bandaríkjunum árið 1908, þar sem hún hvatti til þess að annar sunnudagur í maí yrði helgaður mæðrum. Á þessum degi fá mæður gjarnan blóm eða annan glaðning.


Það sem færri vita er að sr. Sigurður Z. Gíslason, þáverandi sóknarprestur á Þingeyri, varð fyrstur manna til þess að vekja máls á því opinberlega hér á landi, að einn dagur á ári skyldi helgaður mæðrum. Árið 1932 birtist grein eftir sr. Sigurð í Lindinni riti prestafélags vestfjarðar  –Dagur móðurinnar. Vakti greinin slíka athygli að hún var endurprentuð í heild í blaðinu „Dagur“ á Akureyri vorið 1933 og bitur útdráttur úr greininni í Morgunblaðinu sama ár.

...
Meira
04.05.2015 - 07:37 | | Aðsendar greinar - Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Gunnhildur B. Elíasdóttir

Handverksfólk í Dýrafirði

Gunnhildur B. Elíasdóttir.
Gunnhildur B. Elíasdóttir.
« 1 af 2 »
Gunnhildur Björk Elíasdóttir frá Arnarnúpi - Hrauni í Keldudal 

Með stofnun Koltru var upphaflega hugmyndin að reyna að fjölga atvinnutækifærum hér á Þingeyri og var Bergþóra Annasdóttir, sem bjó hér um nokkurra ára skeið, í starfshóp, sem myndaður var til þess að vinna að þessum málum, ásamt nokkrum öðrum vöskum konum.
Bergþóra fór fyrir starfshópnum og boðaði til funda þar sem alls konar hugmyndir voru ræddar um hvað væri vænlegast í stöðunni. Það var svo 4. desember 1993 sem boðað var til undirbúningsfundar í Félagsheimilinu og var góð mæting....
Meira
25.04.2015 - 09:07 | Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Þorbjörg Gunnarsdóttir

Íþróttamiðstöðin og tjaldsvæðið á Þingeyri

Þorbjörg Gunnarsdóttir.
Þorbjörg Gunnarsdóttir.
« 1 af 2 »

Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri


Íþróttamiðstöðin á Þingeyri er glæsileg bygging, hún er sambyggð, íþróttahús og sundlaug. Íþróttahúsið býður upp á keppnisvöll með áhorfendapöllum og tækjasal til þrekþjálfunar.


Í sundlaugarhúsinu er sundlaug, heitur nuddpottur og ný aðstaða að sunnanverðu til útiveru fyrir sundgesti. Þá er einnig boðið upp á sólbekki og sánabað, og ekki má gleyma kaffiveitingunum á sundlaugarbarminum, með glæsilegu útsýni út Dýrafjörðinn . Íþróttamiðstöðin var vígð 1997.

...
Meira
19.04.2015 - 22:06 | Lýður Árnason

Söngur fiskverkakonunnar

Lýður Árnason.
Lýður Árnason.
« 1 af 2 »
Lýðræði:
Þessa dagana blöskrar þjóðinni framganga ráðamanna varðandi fyrirtækið Forsvar sem fékk djobb úthlutað frá ríkinu án útboðs. Engum var boðið að borðinu nema þessu eina fyrirtæki, aðrir útilokaðir. Útkoman enda hrakleg og hrein sóun á almannafé. 
Í meira en aldarfjórðung hefur sama verklag verið haft á veiðirétti á fiskimiðum þjóðarinnar. Þar úthluta ráðamenn veiðiréttinum til afmarkaðs hóps, án almenns útboðs og án þess að kanna hvort hagstæðari tilboð fáist. Þannig skal makríl nú úthlutað næstu sex árin til sjö útgerða, verðmætum upp á 90 milljarða. Ekkert er skeytt um að hámarka arðsemi eigandans, þ.e. þjóðarinnar sjálfrar, heldur vísað í þjóðhagslegan ávinning af að hafa þetta svona. En hvar er þessi þjóðhagslegi ávinningur? Er hann hjá hinni syngjandi fiskverkakonu á Akranesi eða smábátasjómanninum sem borgar útgerðunum sjö fyrir að fá náðarsamlegast að veiða makríl?...
Meira
11.04.2015 - 07:56 | Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Þórir Örn Guðmundsson

Gísla saga Súrssonar - Haukadalur í Dýrafirði

Þórir Örn Guðmundsson.
Þórir Örn Guðmundsson.
« 1 af 2 »

Þórir Örn Guðmundsson frá Innri-Lambadal, Dýrafirði
„En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar, og mun ég þangað ríða, enda er ég þess fús.“


Haukadalur í Dýrafirði er meginsögusvið Gísla sögu Súrssonar og hvergi er hægt að komast í jafn mikla snertingu við söguna og þar nema ef vera skyldi í Geirþjófsfirði. Sögusvið Gísla sögu er mjög afmarkað og lýsingar höfundar á staðháttum svo nákvæmar að einstakt þykir. Þar að auki eru flest þau örnefni sem koma fyrir í sögunni kunn og mörg þeirra notuð enn í dag, rúmum þúsund árum eftir að atburðir sögunnar áttu sér stað

...
Meira
03.04.2015 - 21:02 | Vestfirska forlagið

„Bleikur minn, komdu til mín“

Kirkjuferð að Stað um 1940. Myndirn er tekin á Staðarheiði. Frá vinstri: Sigrún Einarsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir, Tómas Guðmundsson og Ragnheiður Jónsdóttir í söðli sínum.
Kirkjuferð að Stað um 1940. Myndirn er tekin á Staðarheiði. Frá vinstri: Sigrún Einarsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir, Tómas Guðmundsson og Ragnheiður Jónsdóttir í söðli sínum.
Á vordögum kemur út hjá Vestfirska forlaginu 4. bókin í bókaflokknum Hornstrandir og Jökulfirðir.
Þar í er meðal annars þessi fallega frásögn eftir Ragnheiði Jónsdóttiur ljósmóður í  Kjós og víðar í Jökulfjörðum.
Hún var amma Ásgeirs Guðbjartssonar skipstjóra og  þeirra systkina.

Ég átti bleikan hest á Höfðaströnd sem við hjónin ólum upp. Hann var traustur í ferðalögum, viljugur og hrekkjalaus, klárgengur var hann, en eini ókostur hans var að hann var hlaupstyggur og kom það sér illa þegar fljótlega þurfti að ná í hann til ferðalaga handa mér, þegar mín var vitjað til þess að sitja yfir blessuðum konunum mínum, því að þá vildi ég flýta mér.
...
Meira
23.03.2015 - 21:38 | Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Bergur Torfason

Salthúsið á Þingeyri

Bergur Torfason.
Bergur Torfason.
« 1 af 3 »

Bergur Torfason, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, frá Felli í Dýrafirði


 Salthúsið á Þingeyri eins og það hefur verið kallað, er elsta húsið á Þingeyri sem nú stendur uppi. Ekki eru allir á eitt sáttir um aldur þess. Sumir telja þetta eitt elsta hús á landinu. Hafi verið reist árið 1732 eða 1734 og væri því nær jafngamalt húsinu á Hofsósi, sem nú er talið elsta hús landsins.

...
Meira
14.03.2015 - 09:25 | Aðsendar greinar - Afmælisrit Dýrfirðingafélagsins 2011 - Kristján Gunnarsson

Vélsmiðjan Guðmundur J. Sigurðsson & Co hf.

Kristján Gunnarsson.
Kristján Gunnarsson.
« 1 af 5 »

Kristján Gunnarsson vélvirkjameistari, frá Hofi í Dýrafirði
Vélsmiðjan Guðmundur J. Sigurðsson & Co hf. Var stofnuð 13. janúar 1913 af Guðmundi J. Sigurðssyni vélvirkjameistara. Guðmundur hafði áður starfað og lært í lítilli smiðju, hjá Bjarna Guðbrandi Jónssyni á Þingeyri. Guðmundur fór til framhaldsnáms til Danmerkur 1904. Kom hann heim aftur 1906 og hafði þá keypt fyrstu vélarnar til verkstæðisins sem voru handsnúin súluborvél og fótstiginn rennibekkur. Eru þær vélar enn í lagi

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31