Gíslastaðir í Haukadal
Elfar Logi Hannesson frá Bíldudal
Haukadalur í Dýrafirði er mikil paradís á jörðu, sögustaður mikill. Þar tók kappinn Gísli Súrsson land enda var hann smekkmaður góður.
Í Haukadal var á árum áður fjölmenni talsvert því árið 1936 reistu Haukdælingar sérstakt samkomuhús sem stendur í hjarta Haukadals. Þar hafa verið haldnar miklar samkomur í gegnum árin og ávallt kátt í koti.
Eigendur samkomuhússins í dag eru Marsibil G. Kristjánsdóttir frá Þingeyri og Elfar Logi Hannesson frá Bíldudal og nefna þau húsið Gíslastaði eftir fornmanninum. Þau hafa fyllt húsið af lífi að nýju og þar fer fram fjölbreytt list og almenn skemmtan.
...Meira