Ævintýrið hjá Gunnari og Ebeneser hf. 1962
Meira
Sveinn Mósesson skrifaði eftirfarandi frásögn upp eftir Guðnýju Gilsdóttur frá Arnarnesi en þau voru náskyld eins og áður hefur komið fram. Segir hér frá sönglífi í Mýrahreppi um aldamótin 1900 en fjölskylda Guðnýjar var þar mjög liðtæk.
Nokkru fyrir aldamótin starfaði mest að söngmálum hér í sveit ungur búfræðingur, Kristinn Guðlaugsson að nafni. Það var þá margt ungt fólk hér í sveit og sæmilega sönghæft. Þá var stofnað „Söngfélag Mýrahrepps.“
...Þegar Eiríkur Kristófersson, skipherra, stundaði nám í Stýrimannaskólanum, leigði hann herbergi hjá Jónu Bergljótu Einarsdóttur Thoroddsen, ekkju Eiríks Eiríkssonar bónda í Efri-Tungu í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Hún bjó þar ásamt eldri dóttur sinn, sem Sigrún hét.
Eiríkur segir frá því í bók sinni Eldhress í heila öld, sem Gylfi Gröndal skráði, að dag nokkurn er hann kom heim úr skólanum, hafi hann farið fram í eldhús að fá sé kaffisopa. Þá sá hann hvar stúlka stóð á stól og var að teygja sig upp í skáp.
„Hver skyldi þetta nú vera“, spurði hann sjálfan sig, kippti stelpunni niður af stólnum og heilsaði henni með kossi. Hún brást við hin reiðasta, hleypti brúnum og sagði:
...„Andskotans svívirða er þetta! Að láta fullfríska menn vera að spila á grammófón fyrir þjóðina í útvarpinu allan daginn. Það væri nær að láta þá moka skít.“
Svo mælti vestfirski bóndinn Jóhannes Davíðsson í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði á sinni tíð. Það hefur líklega verið um svipað leyti sem hann sýndi þá framsýni að bera fram tillögu á Búnaðarþingi um hjúskaparmiðlun bænda. Sú tillaga var auðvitað ekki samþykkt. Bændur máttu ekkert vera að því að líta upp frá skítmokstrinum til að skoða eða hugsa um kvenfólk!
Þess er að minnast að eitt sinn fyrir um þrjátíu árum var ástand vegarins fyrir Dýrafjörð alveg hrikalegt. Það var hola, hola, hola.
Gunnar Sigurðsson, meistari og kaupmaður í Hlíð á Þingeyri, er einn af þessum óborganlegu, orðheppnu Vestfirðingum. Þegar þetta var þurfti Gunnar nauðsynlega að skreppa út að Núpi. Þegar þangað kom hitti hann Kára skólastjóra á hlaðinu. Þá tók Gunnar meistari og arkitekt svo til orða:
„Vegurinn er svo svakalegur að ég varð að taka út úr mér fölsku tennurnar svo þær brotnuðu ekki uppi í mér.“
...Nokkrar vinsamlegar athugasemdir við bókina Eyðibýli á Íslandi
Bókin Eyðibýli á Íslandi, 4. bindi, 130 bls. kom út 2013. Fjallar hún um Vestfirði. Aðeins lítill hluti af öllum hinum mörgu eyðibýlum í fjórðungnum er þó nefndur á nafn. Höfundar eru 10 að tölu, auk 7 ráðgjafa og umsjónarmanna. Allt háskólafólk. 35 aðilar studdu við þetta verkefni 2013, aðallega opinberir aðilar eins og háskólar, alls konar söfn og aðrar stofnanir, auk nokkurra einstaklinga. Helstu styrktaraðilar þessarar vestfirsku eyðibýlabókar eru Nýsköpunarsjóður námsmanna, Húsafriðunarnefnd, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög. Ekki er getið um fjárupphæðir styrkja í bókinni.
...