A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
03.01.2015 - 09:18 | Bjarni Einarsson,BIB

Ævintýrið hjá Gunnari og Ebeneser hf. 1962

Bjarni G. EInarsson.
Bjarni G. EInarsson.
« 1 af 4 »
Haustið 1962 ók ég vöruflutningabíl hjá Gunnar og Ebeneser hf.  Mér finnst ástæða til að segja lítillega frá því ævintýri mínu. Það landskunna fyrirtæki hélt uppi vöruflutningum til Vestfjarða á þann hátt sem ekki gleymist. Þetta voru miklir dugnaðarmenn sem oft þurftu að taka á honum stóra sínum. Þeir höfðu tvo nýja frambyggða vöruflutningabíla af gerðinni Mercedes Bens, og bar Gunnar Pétursson ábyrgð á öðrum bílnum, en Ebeneser Þórarinsson á hinum.Til þess að auka nýtingu þessarra bifreiða tóku þeir sér aðstoðarökumenn þegar líða tók á haustið og færð fór að spillast. Ég hlaut það hlutverk að aka með Ebeneser,en Óskar Hálfdánarson með Gunnari. Við vorum því fjórir bílstjórar á tveim bílum....
Meira
02.01.2015 - 09:13 | Gunnhildur Björk Elíasdóttir.

Gunnhildur Björk Elíasdóttir: - Smá áramótahugleiðing

Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Málshátturinn „Enginn veit sína ævina.....“ o.sfr. er svo sannarlega í fullu gildi. Þegar ég lít til baka yfir liðið ár þá sannast það svo sannarlega. Þá var ég á nokkuð erfiðum tímamótum, að missa vinnu, ekki eitt starf heldur tvö hlutastörf. Ég hafði nú kanski ekki ýkja miklar áhyggjur þá, en auðvitað var maður hugsi yfir aðstæðum. Hefði hins vegar einhver sagt mér, um síðustu áramót að ég ætti eftir að hella mér út í kosningabaráttu í sveitarstjórnarkosningum, ja þá hefði ég örugglega beðið um aðstoð fyrir viðkomandi. ...
Meira
Guðný Gilsdóttir
Guðný Gilsdóttir
« 1 af 3 »

Sveinn Mósesson skrifaði eftirfarandi frásögn upp eftir Guðnýju Gilsdóttur frá Arnarnesi en þau voru náskyld eins og áður hefur komið fram. Segir hér frá sönglífi í Mýrahreppi um aldamótin 1900 en fjölskylda Guðnýjar var þar mjög liðtæk.


Nokkru fyrir aldamótin starfaði mest að söngmálum hér í sveit ungur búfræðingur, Kristinn Guðlaugsson að nafni. Það var þá margt ungt fólk hér í sveit og sæmilega sönghæft. Þá var stofnað „Söngfélag Mýrahrepps.“

...
Meira
Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu
Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu

Þegar Eiríkur Kristófersson, skipherra, stundaði nám í Stýrimannaskólanum, leigði hann herbergi hjá Jónu Bergljótu Einarsdóttur Thoroddsen, ekkju Eiríks Eiríkssonar bónda í Efri-Tungu í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Hún bjó þar ásamt eldri dóttur sinn, sem Sigrún hét.


   Eiríkur segir frá því í bók sinni Eldhress í heila öld, sem Gylfi Gröndal skráði, að dag nokkurn er hann kom heim úr skólanum, hafi hann farið fram í eldhús að fá sé kaffisopa. Þá sá hann hvar stúlka stóð á stól og var að teygja sig upp í skáp.


 „Hver skyldi þetta nú vera“, spurði hann sjálfan sig, kippti stelpunni niður af stólnum og heilsaði henni með kossi. Hún brást við hin reiðasta, hleypti brúnum og sagði:

...
Meira
25.09.2014 - 21:30 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Hvernig væri að færa hádegisfréttirnar til hálf tvö?

RUV við Efstaleiti í Reykjavík.
RUV við Efstaleiti í Reykjavík.

„Andskotans svívirða er þetta! Að láta fullfríska menn vera að spila á grammófón fyrir þjóðina í útvarpinu allan daginn. Það væri nær að láta þá moka skít.“

Svo mælti vestfirski bóndinn Jóhannes Davíðsson í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði á sinni tíð. Það hefur líklega verið um svipað leyti sem hann sýndi þá framsýni að bera fram tillögu á Búnaðarþingi um hjúskaparmiðlun bænda. Sú tillaga var auðvitað ekki samþykkt. Bændur máttu ekkert vera að því að líta upp frá skítmokstrinum til að skoða eða hugsa um kvenfólk!

...
Meira
21.09.2014 - 07:25 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Hættuástand í Dýrafirði!

Vegurinn út að Núpi var lagður bundnu slitlagi í sumar. Ljósm.: BIB
Vegurinn út að Núpi var lagður bundnu slitlagi í sumar. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »

Þess er að minnast að eitt sinn fyrir um þrjátíu árum var ástand vegarins  fyrir Dýrafjörð alveg hrikalegt. Það var hola, hola, hola.
Gunnar Sigurðsson, meistari og kaupmaður í Hlíð á Þingeyri, er einn af þessum óborganlegu, orðheppnu Vestfirðingum. Þegar þetta var þurfti Gunnar nauðsynlega að skreppa út að Núpi. Þegar þangað kom hitti hann Kára skólastjóra á hlaðinu. Þá tók Gunnar meistari og arkitekt svo til orða:


„Vegurinn er svo svakalegur að ég varð að taka út úr mér fölsku tennurnar svo þær brotnuðu ekki uppi í mér.“

...
Meira
Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.

Nokkrar vinsamlegar athugasemdir við bókina Eyðibýli á Íslandi


  Bókin Eyðibýli á Íslandi, 4. bindi, 130 bls. kom út 2013. Fjallar hún um Vestfirði. Aðeins lítill hluti af öllum hinum mörgu eyðibýlum í fjórðungnum er þó nefndur á nafn. Höfundar eru 10 að tölu, auk 7 ráðgjafa og umsjónarmanna. Allt háskólafólk. 35 aðilar studdu við þetta verkefni 2013, aðallega opinberir aðilar eins og háskólar, alls konar söfn og aðrar stofnanir, auk nokkurra einstaklinga. Helstu styrktaraðilar þessarar vestfirsku eyðibýlabókar eru Nýsköpunarsjóður námsmanna, Húsafriðunarnefnd, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög. Ekki er getið um fjárupphæðir styrkja í bókinni.

...
Meira
27.07.2014 - 19:30 | Hallgrímur Sveinsson

Ævintýrið um Kjaransbraut

Feðgar tveir, Elís og Ragnar, staddir í Hrafnholum í Ófæruvík undir Helgafelli þegar hæst stóð. Ljósm. Elín Pálmadóttir, Mbl.
Feðgar tveir, Elís og Ragnar, staddir í Hrafnholum í Ófæruvík undir Helgafelli þegar hæst stóð. Ljósm. Elín Pálmadóttir, Mbl.
« 1 af 2 »
Þessa dagana er allt á ferð og flugi í Vestfirsku Ölpunum. Akandi menn, ríðandi, gangandi, hjólandi og hlaupandi svokallað Vesturgötuhlaup. Því  er rétt að rifja upp að vegurinn milli Keldudals í Dýrafirði og Stapadals í Arnarfirði hlaut á sínum tíma nafnið Kjaransbraut. Var það að vonum að vegur þessi væri nefndur svo í höfuðið á skapara sínum, Elísi Kjaran (1928-2008) frá Kjaransstöðum í Dýrafirði, brautryðjandanum vestfirska. Að fá veg heim í hlað var stórkostleg framför fyrir bændur og búalið á svæðinu. Og Kjaransbraut  gerði að verkum að ævintýraheimur landslags og sögu opnaðist fyrir gestum og gangandi. Það áttu menn Elísi Kjaran að þakka. Hann  var einhver mesti vegagerðarkappi sem Vestfirðingar hafa átt og eru þó ýmsir góðir sem fylla þann flokk....
Meira
10.07.2014 - 14:44 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Teigsskógur: Hvar stendur hnífurinn í kúnni?

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson.
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson.
Flestir landsmenn munu nú kannast við hugmyndir um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg í Þorskafirði.

Framtíðarlega Vestfjarðavegar um Gufudalssveit er í algerri óvissu eftir að svokölluð Skipulagsstofnun gerði Vegagerðinni ljóst að Hún myndi ekki fallast á að vegur um Teigsskóg færi í nýtt umhverfismat með breyttri veglínu.
...
Meira
05.07.2014 - 06:41 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Hvers vegna lögðust Hornstrandir í eyði?

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson.
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson.
« 1 af 2 »
Í vikunni hófust sumarhúslestrar hjá Morgunklúbbnum í sundlauginni hjá henni Tobbu á Þingeyri. Eru þeir yfirleitt í gangi á vetrum, en nú heimta menn að slíkt sé einnig haft um hönd á sumrin. Íslendingar hafa nefnilega allt frá landnámsöld haft gaman af að hlusta á upplestra, sögur og frásagnir. Þetta er einhver innri þörf, sem er innbyggð í þjóðarsálina. 

Tekin var fyrir nýja bókin Hornstrandir og Jökulfirðir....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31