12.07.2015 - 09:14 | Hallgrímur Sveinsson
Við Íslendingar eigum mikið meir en nóg af öllu
Neyslubrjálæðið: Til hvers er allt þetta drasl?
1. grein
Áður fyrr átti íslenska þjóðin í endalausri baráttu við allsleysið. Langt fram á tuttugustu öld. Í dag stöndum við í baráttu við allsnægtirnar. Þetta er mikið íhugunarefni fyrir þjóð sem veit ekki sitt rjúkandi ráð, en vantar alltaf allt sama hvað hún eignast mikið.
Stjórnmálamenn okkar blessaðir segja endalaust að við þurfum að bæta lífskjörin. Það vita allir að er þjóðarlygi. Fæstir þeirra segja sannleikann um að við þurfum að jafna lífskjörin og hætta að bruðla. Við höfum mikið, mikið meira en nóg af öllu þegar grannt er skoðað. Það er heila málið og var orðtak alþýðukonunnar Þuríðar Jónsdóttur á Ósi í Arnarfirði.
Hallgrímur Sveinsson.