MÆTA EFTIR HELGINA Í BLÁA BANKANN
Það færist líf í tuskurnar í The Blue bank á Þingeyri á mánudaginn 31. júlí 2017 er starfsmenn miðstöðvarinnar mæta til starfa.
Nýráðinn forstöðumaður bankans er Arnar Sigurðsson en hann hefur mikla reynslu af nýsköpun og stuðningi við skapandi verkefni. Hann er einn stofnenda hópfjármögnunarfyrirtækisins Karolina fund. Hann stofnaði einnig Klapp samvinnufélag, sem styður við grasrótarstarf í kvikmyndagerð og unnið sjálfstætt í menningar- og tækniverkefnum.
Arnhildur Lilý Karlsdóttir hefur verið hefur verið ráðin þjónustufulltrúi hjá Blábankanum en hún er mikil áhugamanneskja um bókmenntir og listir en hún er bókmenntafræðingur að mennt. Síðustu ár hefur hún starfað við verkefnastjórnun og hefur jafnframt langa reynslu af þjónstustörfum. Arnhildur Lilý er einnig jógakennari og hefur kennt um árabil bæði slökunarjóga og kundalini jóga.
Blábankinn er afrakstur samtals milli Nýsköpunarmiðstöðvar, Ísafjarðarbæjar, Landsbankans og einkaaðila, honum er ætlað að vera vettvangur til að veita og þróa þjónustu fyrir íbúa svæðisins og gefa þeim og gestum þeirra tækifæri til að hittast, læra, uppgötva, skapa og vinna saman.
Formleg opnun bankans er áformuð 20. september 2017.