28.08.2017 - 07:10 | Vestfirska forlagið,Safnahúsið á Ísafirði,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Gáfu útibekk til minningar um Helenu Björk Þrastardóttir
Helena Björk Þrastardóttir var fædd á Ísafirði 18. ágúst 1981, dóttir Þrastar Kristjánssonar og Þórlaugar Ásgeirsdóttur.
Undanfarin ár starfaði hún sem bókavörður á bókasafninu á Ísafirði og var vinsæl með gesta safnsins enda einstaklega þjónustulipur og hlý í framkomu.
Starfsfólk Safnahússins á Ísafirði þakkar fjölskyldu Helenu Bjarkar fyrir gjöfina sem mun nýtast vel gestum og gangandi en um leið halda á lofti minningu yndislegrar stúlku með fallegt bros og hlýja nærveru.