A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
28.08.2017 - 17:31 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Byggðastofnun,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

ÞINGEYRI TEKUR ÞÁTT Í BROTHÆTTUM BYGGÐUM

Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
« 1 af 2 »

Árneshreppur á Ströndum, Þingeyri og Borgarfjörður eystri hafa fengið inngöngu í verkefni Byggðastofnunar Brothættar byggðir. Því er ætlað að leita lausna á bráðum vanda byggðarlaga vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífi.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar ákvörðun um að Þingeyri verði þátttakandi í verkefninu og leggur áherslu á að Flateyri verði jafnframt þátttakandi.

Blásið verður til íbúaþings á þessum þremur stöðum, verkefnastjórn sett á laggirnar og verkefnastjórar ráðnir. Fleiri byggðarlög hafi knúið á um að taka þátt í verkefninu.

Sjö önnur byggðarlög taka þátt í verkefninu Brothættar byggðir:

Bíldudalur, Breiðdalshreppur, Raufarhöfn, Skaftárhreppur, Grímsey, Hrísey og Öxarfjörður.



« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31