A A A
  • 1918 - Áslaug Sólbjört Jensdóttir
  • 1965 - Ţröstur Kjaran Elísson
  • 1993 - Hákon Sturla Unnsteinsson
03.08.2017 - 07:24 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson

Rafn Alexander Pétursson (1918 - 1997).
Rafn Alexander Pétursson (1918 - 1997).
Rafn fæddist í Bakkakoti í Skagafirði 3. ágúst 1918. Foreldrar hans voru Pétur Jónsson, verkstjóri á Sauðárkróki, og k.h., Ólafía Sigurðardóttir. Pétur var sonur Jóns Jónssonar, bónda á Kimbastöðum, og Guðrúnar Eggertsdóttur, en Ólafía var dóttir Sigurðar Ólafssonar frá Ketilseyri í Dýrafirði og Dagbjartar Helgu Jónsdóttur.

Rafn kvæntist 1946 Karólínu Júlíusdóttur en hún lést 1994. 
Sonur Karólínu er Árni Júlíusson húsasmiður. Dóttir Rafns er Bergljót. Börn Rafns og Karólínu eru Júlíus framkvæmdastjóri; Pétur Ólafur verkefnastjóri; Kjartan tæknifræðingur; Auður skrifstofumaður og Dröfn, kennsluráðgjafi....
Meira
02.08.2017 - 13:54 | Vestfirska forlagiđ,ruv.is,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Flokkur fólksins fengi fimm ţingmenn

Inga Sćland.
Inga Sćland.

Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær þá fengi Flokkur fólksins fimm þingmenn ef kosið yrði í dag og hann tvöfaldar fylgi sitt, fengi átta komma fjögur prósent.
Svona skiptist fylgi flokksins eftir kjördæmum:   • Reykjavíkurkjördæmi norður: 9.3%

  • Reykjavíkurkjördæmi suður: 5.6%

  • Suðvesturkjördæmi:  9.5% 

  • Norðvesturkjördæmi: 6.8%

  • Norðausturkjördæmi: 8.8%

  • Suðurkjördæmi: 9.4%

...
Meira
02.08.2017 - 09:42 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

“Lokiđi helvítis glugganum, strákar!”

Séra Baldur Vilhelmsson. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
Séra Baldur Vilhelmsson. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.

Það kom fyrir að séra Baldur messaði í borðsalnum í Reykjanesi í Djúpi og fór með gott fyrir nemendur og aðra kennara skólastaðarins.

Eitt sinn í norðaustan roki og snjóhraglanda boðaði prestur til messu í fyrrnefndu mötuneyti. Við nokkrir strákar tókum okkur sæti við einn gluggann. Þegar séra Baldur var staddur í miðju Faðirvorinu, opnuðum við gluggann upp á gátt, en það var stór hverfigluggi sem kallaðir eru. Í því brast á ein stórhviðan svo allir hrukku við. Séra Baldur stöðvaðist og leit til okkar. Svo mælti hann stundarhátt svo allir heyrðu sem í salnum voru:


“Lokiði helvítis glugganum, strákar!”


Það gerðum við auðvitað og prestur lauk sinni bæn.

...
Meira
02.08.2017 - 07:31 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

GÖNGUHÁTÍĐ Í SÚĐAVÍK

Hinn tignarlegi Kofri.
Hinn tignarlegi Kofri.
« 1 af 3 »

Gönguhátíð verður haldin í Súðavík um verslunarmannahelgina og er hún ætluð fyrir fólk á öllum aldri.
Hátíðin er haldin í samvinnu Súðavíkurhrepps, Göngufélags Súðavíkur, gönguklúbbsins Vesens og vergangs og Eyvindar ehf. Í göngunum gefst fólki kostur á að fara um vestfirskt landslag í fylgd heimamanna, þar sem sagt verður frá örnefnum og sagðar sögur sem tengjast landslaginu og lífinu á svæðinu fyrr og nú.


Stefnt er á morgun-, miðdegis-, síðdegis- og kvöldgöngur á hina ýmsu staði í Álftafirði og nágrenni í fallegu landslagi við Ísafjarðardjúpið. Í undirbúningi eru göngur á Kofra, í Valagil, úr Skötufirði yfir í Heydal, um Hvítanes í Skötufirði, um Skákina milli Sauradals og Arnardals, upp í Naustahvilft, á Sauratinda og um Þjófaskörð á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. 

...
Meira
Eiginkona Guđmundar Inga Kristjánssonar var Ţuríđur Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirđi og hann ţví tengdasonur Dýrafjarđar. Hér eru ţau á Önfirđingasamkomu í Ráđhúsinu í Reykjavík áriđ 1996 sem tengdist hvalveiđum Norđmanna frá Íslandi á árunum 1883 - 1915.
Eiginkona Guđmundar Inga Kristjánssonar var Ţuríđur Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirđi og hann ţví tengdasonur Dýrafjarđar. Hér eru ţau á Önfirđingasamkomu í Ráđhúsinu í Reykjavík áriđ 1996 sem tengdist hvalveiđum Norđmanna frá Íslandi á árunum 1883 - 1915.
« 1 af 2 »

Guðmund Inga Kristjánsson sá ég (H.S.) fyrst á sýslufundi á Suðureyri árið 1971. Þá virkaði hann á mig, ungan manninn og blautan bak við eyrun, sem eitthvað skrýtinn. Sú mynd var fljót að breytast. Það var eins og allt væri í persónu hans sem máli skiptir. Hann var slíkur öðlingur og ljúfmenni að fáir gerðust slíkir. Hann var fremstur meðal jafningja. Það kom einhvern veginn af sjálfu sér. Þurfti ekki að ræða. Lítillátur og kurteis. Sýndi aldrei neinum manni hroka. Og því síður auðmýkt. Kunni að vera með hverjum sem var. Félagsmálamaður. Skáld sveitarinnar. Líka þeirra sem á mölinni búa. Því öll erum við meiri og minni sveitamenn inn við beinið. En var skáldbóndinn gallalaus maður? Vonandi ekki.


    Þegar Mjólkárvirkjun 2 var tekin í gagnið, hélt Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, mikið gilli í Flókalundi. Þar urðu flestir vel hífaðir. Bara þrír ófullir að sögn! Meðal þeirra Guðmundur Ingi og mágur hans, Valdimar á Mýrum. Samt skemmtu þeir sér manna best. Guðmundur Ingi hélt uppi húmornum með kveðskap sínum og skemmtilegum ræðum á ótal mannfundum. Hann þurfti ekki á víni að halda til slíkra hluta.

...
Meira
01.08.2017 - 06:28 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

Gerbreytt stađa á Vestfjörđum

« 1 af 2 »
* Starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir uppgang í fiskeldi eiga þátt í að ungt fólk sneri aftur. 
* Oddviti Tálknafjarðarhrepps segir stefnumótunar stjórnvalda beðið varðandi fiskeldi á svæðinu.

Forystufólk í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi segir fiskeldi hafa gjörbreytt atvinnulífi svæðisins. Íbúum sé aftur tekið að fjölga. Bíldudalur og Patreksfjörður heyra undir Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum. Friðbjörg Matthíasdóttir gegnir starfi bæjarstjóra Vesturbyggðar á meðan Ásthildur Sturludóttir er í barnsburðarleyfi. Friðbjörg segir atvinnulífið hafa breyst til batnaðar með tilkomu fiskeldis. Það hafi m.a. vegið upp samdrátt í hefðbundinni fiskvinnslu. Hún segir að vegna fiskeldis hafi margt ungt fólk snúið aftur til Vestfjarða. ...
Meira
31.07.2017 - 20:43 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Prik fyrir Vegagerđina: - Hlemmivegur frá Hrafnseyri ađ Dýrafjarđargöngum

Frá Arnarfirđi séđ í Hrafnseyrardal. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Frá Arnarfirđi séđ í Hrafnseyrardal. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

Nú er aldeilis uppi annar óður! Það er eins og vegurinn frá Hrafnseyri að framkvæmdasvæði Dýrafjarðarganga á Rauðsstöðum og jafnvel inn í Mjólká, sé bara steyptur. Þetta er eins og hver önnur hraðbraut eða Autobahn eins og þeir segja í Þýskalandi.


Gárungarnir segja að þetta sé Búnaðarfélagi Auðkúluhrepps að þakka. Þegar aðalfundur félagsins var haldinn í Mjólkárvirkjun í apríl 2005, þótti við hæfi að bera harpað efni frá Grjóteyri utan Rauðsstaða í slitlag á veginum og alla leið upp á Hrafnseyrardal. Svo bara hefur sprautubíllinn sprautað sjó duglega á veginn í sumar og heflun lukkast vel og allt hvað heiti hefur.


Þetta umrædda vor var meira að segja sett malbik við sitt hvorn endann á einbreiðu brúnum á veginum, sem eru nokkrar. Þannig að nú lenda menn ekki í hinu skylduga hoppi við brýrnar eins og áður, eins og Ómar okkar Ragnarsson orðaði það svo skemmtilega forðum.

...
Meira
31.07.2017 - 17:17 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ,Lands­sam­band smá­báta­eig­enda

Vilja auka afla­heim­ild­ir í strand­veiđum

Ţorvaldur viđ bryggju á Ţingeyri fyrir áratugum. Um borđ eru; skipstjórinn Guđmundur Valgeirsson, Ingvar og Höskuldur. Ljósm.: Halldór J. Egilsson/Bátasíđa Dýrafjarđar sem er ný síđa á Facebook.
Ţorvaldur viđ bryggju á Ţingeyri fyrir áratugum. Um borđ eru; skipstjórinn Guđmundur Valgeirsson, Ingvar og Höskuldur. Ljósm.: Halldór J. Egilsson/Bátasíđa Dýrafjarđar sem er ný síđa á Facebook.

Stjórn Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda hef­ur farið þess á leit­ir við Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að aflaviðmiðun til strand­veiða verði hækkuð þannig ekki komi til stöðvun­ar veiða. 


„Strand­veiðar 2017 hafa ekki upp­fyllt þær vænt­ing­ar sem þátt­tak­end­ur gerðu til þeirra,“ seg­ir í álykt­un sem samþykkt var á fundi stjórn­ar LS fyr­ir helgi. „Þrátt fyr­ir að ell­efu pró­sent færri stundi veiðarn­ar í ár en í fyrra, fækk­un um 72 báta, og því meira sem kem­ur í hlut hvers og eins er afla­verðmæti nú fjórðungi lægra en í fyrra. Hrun fisk­verðs og ónæg­ar veiðiheim­ild­ir eru helstu or­saka­vald­arn­ir.“


Í álykt­un­inni bend­ir stjórn­in á að vegna vinnu­stöðvun­ar á fisk­veiðiár­inu verður þorskafli nokkuð und­ir því sem afla­regla ger­ir ráð fyr­ir að veitt verði, 244 þúsund tonn. „Sam­kvæmt töl­um Fiski­stofu var þorskafli á fisk­veiðiár­inu þann 21. júlí 212 þúsund tonn, sem er um 17 þúsund tonn­um minna en á sama tíma á fisk­veiðiár­inu 2015/​2016,“ seg­ir þar.

...
Meira
Eldri fćrslur
« Ágúst »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör