A A A
  • 1972 - Edda Björk Magnúsdóttir
  • 1980 - Erna Höskuldsdóttir
  • 1998 - Dýrleif Arna Ómarsdóttir
« 1 af 2 »
Aðalsteinn Eiríksson er höfundur bókarinnar Saga Núpsskóla sem kemur út í júní, en Núpsskóli á 110 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni verður efnt til mikillar þriggja daga hátíðar á Núpi í júní. 
Hátíðin hefst föstudaginn 23. júní n.k. og stendur fram á sunnudag 25. júní. Það eru Hollvinir Núpsskóla sem standa að þessari hátíð, en í félaginu eru nú um 200 meðlimir. Formaður samtakanna er Sigríður J. Valdimarsdóttir. Hún segir að gamlir nemendur á Núpi hafi reynt að koma saman á staðnum að minnsta kosti á þriggja ára fresti og stundum oftar. Nú eigi hins vegar að slá í klárinn og eru allir gamlir nemendur og velunnarar skólans hvattir til að mæta á hátíðina í júní....
Meira
07.05.2017 - 06:43 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Björn Ingi Bjarnason

6. maí 1981 - Friđlýsing Dynjanda

Dynjandi í Arnarfirđi. Á myndinni er Hafliđi Magnússon frá Bíldudal (1935 - 2011).: Ljósm,; BIB
Dynjandi í Arnarfirđi. Á myndinni er Hafliđi Magnússon frá Bíldudal (1935 - 2011).: Ljósm,; BIB
Mennta­málaráðuneytið samþykkti þann 6. maí 1981 að friðlýsa Dynj­anda (Fjall­foss) og aðra fossa í Dynj­and­isá í Arnar­f­irði....
Meira
06.05.2017 - 08:07 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Björn Ingi Bjarnason

Gunnar Sigurđsson - Fćddur 6. maí 1931 - Dáinn 24. apríl 2017 - Minning

Gunnar Sigurđsson ( 1931 - 2017).
Gunnar Sigurđsson ( 1931 - 2017).
Gunn­ar Sig­urðsson í Hlíð á Þing­eyri fædd­ist í Innri-Lamba­dal í Dýraf­irði 6. maí 1931. Hann lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eyri á Ísaf­irði 24. apríl 2017.

For­eldr­ar Gunn­ars voru Sig­urður Jóns­son, f. 10. júlí 1888, d. 11. mars 1941, frá Næfra­nesi við Dýra­fjörð, og Mar­grét Arn­finns­dótt­ir, f. 21. júní 1895, d. 14. janú­ar 1969, frá Lamba­dal við Dýra­fjörð. Gunn­ar var átt­unda barn for­eldra sinna en þau eignuðust níu börn. Systkini Gunn­ars voru: Sig­ur­laug, f. 11.1. 1914, d. 17.4. 2000, Lilja, f. 1.5. 1915, d. 6.11. 2007, Sig­urður Pjet­ur, f. 23.3. 1918, d. 9.4. 1945, Jón Þor­steinn, f. 22.1. 1920, d. 4.5. 2015, Arn­fríður Kristí­ana, f. 30.7. 1923, d. 5.4. 1999, Ein­ar Garðar, f. 23.7. 1927, d. 19.4. 1990, Jó­hann Sig­ur­líni, f. 8.7. 1928, Guðmund­ur Þ., f. 3.3. 1934, d. 29.10. 2002.


Gunn­ar ólst upp í Innri-Lamba­dal til sjö ára ald­urs er for­eldr­ar hans fluttu í Neðsta-Hvamm við Dýra­fjörð árið 1938.
Gunn­ar kvænt­ist Jó­hönnu Jóns­dótt­ur, f. 22. apríl 1936, frá Vind­heim­um við Tálkna­fjörð árið 1954 og eignuðust þau tvo syni:

...
Meira
06.05.2017 - 06:58 | Björn Ingi Bjarnason,Komedia,Vestfirska forlagiđ

Kómedían og Ísafjarđarbćr endurnýja samstarfssamning

Gísli Halldór Halldórsson bćjarstjóri og Elfar Logi međ nýundirritađan samstarfssamning.
Gísli Halldór Halldórsson bćjarstjóri og Elfar Logi međ nýundirritađan samstarfssamning.

Síðustu ár hefur verið sérstakur samstarfssamningur millum Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar. Samningurinn er bæði verkefna og styrktarsamningur. Þannig vinnur leikhúsið fjölmörg verkefni fyrir bæinn árlega auk þess að fá fasta styrktarupphæð árlega. Skal þess getið strax að fyrir þennan samning var rekstur leikhússins í járnum oftar en alla daga. Samningur þessi rann svo út á liðnu ári svo einsog ávallt þarf að gjöra þegar þannig er þá er mikilvægt að horfa yfir farin veg. Skoða hvernig til hafi tekist og gera jafnvel einhverjar breytingar ef þannig verkast. 


Við gáfum okkur góðan tíma og loks núna 2. maí var samstarfssamingur okkar við Ísafjarðarbæ endurnýjaður. Við í Kómedíuleikhúsinu eru sérlega þakklát og já bara hrærð á þessum tímamótum. Um leið lítum við á þessa endurnýjun sem ákveðna viðurkenningu á okkar störfum. 

...
Meira
06.05.2017 - 06:12 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

Merkir Íslendingar - Jón Ţorkelsson Thorcillius

Minn­is­merkiđ um Jón Ţorkels­son.
Minn­is­merkiđ um Jón Ţorkels­son.
Jón Þorkels­son fædd­ist í Innri-Njarðvík 1697, einka­son­ur Þor­kels Jóns­son­ar, bónda og lögréttu­manns þar, f. 1658, d. 1707, og konu hans, Ljót­unn­ar Sig­urðardótt­ur, f. 1668, d. 1.1. 1739. Jón, sem nefndi sig Thorcillius, var helsti menntafrömuður Íslend­inga á sín­um tíma og lík­lega fyrsti boðberi upp­lýs­ing­ar­stefn­unn­ar á Íslandi.

Jón nam við Skál­holts­skóla og fór síðan í Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla. Jón varð skóla­meist­ari í Skál­holti 1728. Hann þótti strang­ur kenn­ari en var vel að sér og mjög áhuga­sam­ur um bætta mennt­un. Hann lagði meðal ann­ars til að sett­ur yrði á stofn sér­stak­ur presta­skóli, sagði af sér skóla­meist­ara­embætt­inu og hélt til Kaup­manna­hafn­ar til að reyna að fá stjórn­völd til að gera um­bæt­ur í mennta­mál­um Íslend­inga. Hon­um varð á end­an­um ágengt með er­indi sitt og varð úr að Jón og danski prest­ur­inn Ludvig Har­boe voru send­ir til Íslands til að kanna fræðslu­mál og mennt­un­ar­ástand þjóðar­inn­ar og gera til­lög­ur um úr­bæt­ur.

...
Meira
06.05.2017 - 05:52 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Björn Ingi Bjarnason

5. maí 1639 - Brynj­ólf­ur Sveins­son var vígđur Skál­holts­bisk­up

Brynjólfur biskup Sveinsson (1605 - 1675).
Brynjólfur biskup Sveinsson (1605 - 1675).
« 1 af 3 »

Þann 5. maí 1639 var Brynj­ólf­ur Sveins­son frá Holti í Önundarfirði vígður Skál­holts­bisk­up.

Hann lét m.a. reisa veg­lega kirkju í Skál­holti og var einn helsti talsmaður Íslend­inga við erfðahyll­ing­una í Kópa­vogi.

...
Meira
05.05.2017 - 19:32 | Wikipedia,Vestfirska forlagiđ,Björn Ingi Bjarnason

5. maí - Karl Marx fćddist ţennan dag áriđ 1818

Karl Marx (1818 - 1883).
Karl Marx (1818 - 1883).
« 1 af 2 »

Karl Heinrich Marx var áhrifamikill þýskur hagfræðingur, heimspekingur, byltingarleiðtogi og stjórnmálaspekingur. Hann er frægastur fyrir greiningu sína á mannkynssögunni í anda þráttarhyggju Hegels sem röð átaka milli stétta. Hann greindi samfélag kapítalismans og taldi meðal annars að reglulegar og sívaxandi efnahagskreppur væru innbyggðar í hagkerfi og myndu á endanum leiða til hruns þar sem stéttlaust samfélag tæki við.


Marx tók virkan þátt í stjórnmálahræringum um og eftir miðja 19. öld. Hann skrifaði Kommúnistaávarpið ásamt Friedrich Engels 1848 og var leiðandi við stofnun Fyrstu alþjóðasamtaka verkalýðsins í London 1864. Höfuðrit hans Auðmagnið (Das Kapital) kom út 1867, en hann vann við rannsóknir meira eða minna til dauðadags 1883.


Útfærslur á jafnaðarstefnunni sem byggja á verkum Marx eru oft kallaðar marxismi. Marxismi hafði gríðarleg áhrif á stjórnmál og vísindi á 19. og 20. öld. Karl Marx lést þann 14. mars 1883.

...
Meira
05.05.2017 - 06:53 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

...fagniđ međ Kiriyama Family

Hljómsveitin Kiriyama Family.
Hljómsveitin Kiriyama Family.

Hljóm­sveit­in Kiriyama Family hef­ur gefið út sína aðra plötu, Wait­ing For...,


og fagn­ar henni með út­gáfu­tón­leik­um á Hard Rock Café í Reykjavík frá klukk­an tíu til miðnætt­is í kvöld, föstu­dag­inn 5. maí 2017.

...
Meira
Eldri fćrslur
« Maí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör