A A A
  • 1935 - Vagna Sólveig Vagnsdóttir
Kirkjugarðurinn á Þingeyri er einstaklega snotur garður, gróinn og hlýlegur. Garðurinn ber þess merki að vel sé um hann hirt, en árlega taka bæjarbúar sig saman og snyrta garðinn. Hin árlega vorhreinsun kirkjugarðsins verður haldin nú á uppstigningardag, 10. maí, og hefst vinnan kl. 10:00. Fyrir þá sem hyggjast taka þátt er gott að muna eftir viðeigandi verkfærum s.s. hljóbörum, skóflum, strákústum, hrífum og hverju öðru sem komið getur að góðum notum.

Nú er vonandi vorhretum lokið og hlýindi framundan svo notaleg útivera og garðvinna er kjörin fyrir alla aldurshópa. 

Lengd Dýrafjarðarganga hefur náð 2 km og hafa framkvæmdir staðið yfir í um 17 vikur. Mikill gangur hefur verið í greftri sem að mestu hefur farið fram Arnarfjarðarmegin, en nýverið voru hafin störf Dýrafjarðarmegin og hefur mest verið unnið þar við forskeringar. 
Heildarlengd ganganna í lok viku 17 var 2.026,5 m sem er 38,2 % af heildarlengd ganganna. Nú er eingöngu grafið í basalti en öllu efni úr göngunum hefur verið keyrt beint í vegfyllingar frá munna ganganna og áleiðis niður að Hófsá. Lagt er upp með að byggja vinnubúðir líka Dýrafjarðarmegin og hefja þar gröft fljótlega. 

01.05.2018 - 17:05 |

1. maí haldinn hátíđlegur

Verkalýðsdagurinn 1. maí er venju samkvæmt haldinn hátíðlegur um land allt en á Íslandi var fyrsta kröfugangan á fyrsta maí gengin 1923. Hátíðisdagur verkamanna og baráttudagur verkalýðsins hefur verið löggiltur frídagur á Íslandi síðan 1966
Dagsetning verkalýðsdagsins á uppruna sinn í samþykkt alþjóðaþings sósíalista árið 1889, sem valdi deginum heitið „alþjóðlegur verkalýðsdagur“. Í Bandaríkjunum og Kanada er  haldið upp á verkalýðsdag (Labor Day) fyrsta sunnudag í september. Hugmyndin um að heiðra verkamenn á þennan hátt var sett fram í Bandaríkjunum árið 1882 og fyrstu lagaákvæðin voru sett þar árið 1887. Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi er haldið upp á verkalýðsdag í október.
(Upplýsingar fengnar af vef Almanaks Háskóla Íslands) 

Gleðilegan hátíðisdag verkalýðsins og baráttukveðjur til allra stétta um land allt. 
„En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar og mun eg þangað ríða enda er eg þess fús“ sagði Vésteinn Vésteinsson mágur Gísla Súrssonar í samnefndu verki, Gísla saga Súrssonar. Þetta sagði Vésteinn er hann horfði af Gemlufallsheiði yfir Dýrafjörðinn. Um margt má deila um ætlaðar tilfinningar Vésteins á þessari stundu en engum leynist þó eldmóðurinn er Vésteinn ákveður að halda til móts örlögum sínum og berjast heldur en að hörfa. 
Verkefni Byggðastöfnunnar, Brothættar byggðir, sem einmitt hefur hlotið vinnuheitið hér á Þingeyri „Öll vötn til Dýrafjarðar“ býr að þessum sama eldmóði er það tekur nú flugið, en auglýst hefur verið eftir verkefnastjóra fyrir verkefnið. Verkefnastjórinn gegnir hlutverki leiðtoga verkefnisins ásamt verkefnastjórn og starfar hann í umboði hennar að aðgerðum til eflingar byggðar og mannlífs á Þingeyri....
Meira

Það kom Sig­ríði Ó. Kristjáns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Vest­fjarðastofu, alls ekki á óvart að heyra að í sam­töl­um blaðamanns við Vest­f­irðinga um stærstu mál­in fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar hefðu mál sem frem­ur heyra und­ir rík­is­valdið en sveit­ar­fé­lög­in ít­rekað verið nefnd.


Sam­göngu­mál­in, orku­mál­in og at­vinnu­mál­in eru það sem brenn­ur á Vest­f­irðing­um og að sögn Sig­ríðar fer mik­il orka sveit­ar­fé­lag­anna í að fylgja þess­um mál­um eft­ir, jafn­vel svo mik­il orka að það bitni á getu sveit­ar­fé­lag­anna til að sinna öðrum mál­um eins og best væri á kosið.

...
Meira
19.04.2018 - 17:35 | Hallgrímur Sveinsson

Á léttu nótunum í tilefni sumarkomu

Vestfirsku malarvegirnir eiga ţađ til ađ verđa ansi holóttir!  Ljósm. H. S.
Vestfirsku malarvegirnir eiga ţađ til ađ verđa ansi holóttir! Ljósm. H. S.

Eftir nokkra klukkutíma var vegurinn eins og flauel!


Það var hérna á mánudagsmorguninn að Miðbæjarkarlinn hafði allt á hornum sér í sundlauginni. Var bara hálf miður sín.

  „Er eitthvað að Stjáni minn,“ sagði þá Grímur á Eyrinni.

  „Ja, vegurinn út í Haukadal er bara hola, hola hola og hola. Allt upp í 20 sm djúpar. Demparar og annað á síðasta snúning að vanda. Báðir gómar farnir að skrölta og mjaðmaliðirnir líka.“

Jæja.

 „Ég skal nefna þetta við hana Guðrúnu mína þegar ég kem heim. Vita hvort hún getur gert eitthvað,“ sagði léttadrengurinn við Miðbæjarsmalann. Og tók hann nú gleði sína aftur.
Nú. Þegar dengsi kom heim og frúin heyrði þetta, fór hún strax í símann og hringdi í Gumba yfirlautinant og reddara. Sagði honum að Miðbæjardrengurinn væri alveg að verða vitlaus. Vegurinn úteftir væri bara ófær.

  „Alveg sjáfsagt að skoða þetta, Guðrún mín,“ sagði Gumbi.

Svo var það fljótlega eftir hádegi sama dag, að Haukdællinn var eitthvað að snúast með kindum sínum út á hól. Var að sjóna það út hvað margar yrðu nú tvílembdar og svona. Og hvort hún Grána gamla yrði nú þrílembd að vanda.

Heyrir hann þá einhvern ókennilegan hávaða og hélt það væri eitthvað í vatnslögninni inni í fjárhúsi. Verður svo litið inn á holtið fyrir utan brúna á Haukadalsánni. Sér hann þá ekki hvar kemur stór og mikill skafari með skruðningum yfir brúna og er að skafa veginn eins og krakkarnir sögðu í gamla daga. Bjóst hann ekki við að verða mikið eldri, svo mikið varð honum um. Þarf ekki að orðlengja það, að vegurinn út í Haukadal er nú eins og hefluð fjöl eða flauel bara. Fær Vegagerðin prik og Guðmundur Björgvinsson yfirverkstjóri. „Svona konur ættu bara að fara á þing,“ sagði svo Miðbæjardrengurinn þegar hann mætti í laugina morguninn eftir.


Þessi saga er sönn, nema hvað hún er aðeins færð í stílinn eftir lögmálinu.

                                 
Gleðilegt sumar!

   

 
Fyrsta skóflustungan. Á myndinni eru Sveinn Ingi Guđbjörnsson, Högni Gunnar Pétursson, Halldór Ingi Högnasson og Sigríđur Halla Halldórsdóttir.
Fyrsta skóflustungan. Á myndinni eru Sveinn Ingi Guđbjörnsson, Högni Gunnar Pétursson, Halldór Ingi Högnasson og Sigríđur Halla Halldórsdóttir.
Föstudaginn 13. apríl síðastliðinn tók ung fjölskylda fyrstu skóflustunguna að einbýlishúsi sem skal rísa að Ártungu 1 á Ísafirði. Þessi tíðindi eru sannarlega markverð sérstaklega í ljósi þess hve byggingaverð hefur haldist hátt á landsbyggðinni og því lítil ásókn í að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Þetta er eitt af fyrstu húsunum í langan tíma, líklega eru komin um 10 ár síðan síðast var tekinn sökkull fyrir húsi. Svo er líklega annar aðili sem er að fara af stað í sama hverfi.“ sagði Sveinn Ingi Guðbjörnsson hjá Vestfirskum Verktökum....
Meira

Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa næsta haust og var opnað fyrir umsóknir fyrstu nemendanna í gær, 15. apríl. Tvær námsbrautir verða við skólann og tekið á móti 20 nemendum á hvorri braut. Skólagjöld eru 200 þúsund krónur á önn, segir í tilkynningu.


Nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára en lýðháskólar gera sjaldnast inngöngukröfur um menntun eða fyrri störf, segir jafnframt í tilkynningunni. „Samtöl og samvinna, verklegt nám og vettvangsferðir eru nokkur lykilorð í gildum og starfsaðferðum lýðháskóla,“ segir í tilkynningunni og áhersla lögð á að námsmat fáist í gegnum samtöl og fundi í stað prófa. Námsbrautirnar eru tvær; Hafið, fjöllin og þú og Hugmyndir, heimurinn og þú.

...
Meira
Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30