A A A
  • 1992 - Hannes Pétur Einarsson
  • 1994 - Jón Ţorri Jónsson
13.01.2018 - 08:59 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

Merkir Íslendingar - Hannibal Valdimarsson

Hannibal Valdimarsson (1903 - 1991).
Hannibal Valdimarsson (1903 - 1991).
Hanni­bal fædd­ist í Fremri-Arn­ar­dal í Skutuls­firði 13. janúar 1903. For­eldr­ar hans voru Valdi­mar Jóns­son, bóndi þar, og k.h. Elín Hanni­bals­dótt­ir.

Bróðir Hanni­bals var Finn­bogi Rút­ur, alþm. og banka­stjóri.


Eig­in­kona Hanni­bals var Sól­veig Ólafs­dótt­ir og urðu syn­ir þeirra landsþekkt­ir, þeir Arn­ór heim­speki­pró­fess­or, Ólaf­ur, rit­höf­und­ur og fyrrv. vþm., og Jón Bald­vin, fyrrv. alþm. ráðherra, formaður Alþýðuflokks­ins og sendi­herra.


Hanni­bal lauk prófi frá kenn­ara­skól­an­um í Jonstrup 1927. Hann var skóla­stjóri í Súðavík 1929-31, stundaði skrif­stofu­störf hjá Sam­vinnu­fé­lagi Ísfirðinga, kenndi 1931-38 og var skóla­stjóri Gagn­fræðaskól­ans á Ísaf­irði 1938-54. Hann hóf af­skipti af verka­lýðsbar­áttu um 1930, var formaður Verka­lýðsfé­lags Álft­f­irðinga í tvö ár og Verka­lýðsfé­lags­ins Bald­urs á Ísaf­irði 1932-39, for­seti Alþýðusam­bands Vest­fjarða 1934-54 og for­seti ASÍ 1954-71, bæj­ar­full­trúi á Ísaf­irði 1933-49, alþm. 1946-73 og ráðherra í tveim­ur vinstri­stjórn­um, Her­manns Jónas­son­ar 1956-58 og Ólafs Jó­hann­es­son­ar 1971-73.

...
Meira
12.01.2018 - 17:12 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

VESTFIRĐINGUR ÁRSINS 2017 – ERLA BJÖRG ÁSTVALDSDÓTTIR

Erla Björg Ástvaldsdóttir, Vestfirđingur ársins 2017.
Erla Björg Ástvaldsdóttir, Vestfirđingur ársins 2017.
« 1 af 3 »

Dýrfirðingurinn Erla Björg Ástvaldsdóttir er Vestfirðingur ársins árið 2017 að mati lesenda bb.is. Kannski eru einhverjir sem kannast ekki við nafnið, eða hvað hún kann að hafa sér til frægðar unnið, því ekki fara öll afrek mannanna hátt. Þrátt fyrir að samfélagsmiðlar sendi okkur í mun meiri mæli en áður sögur af því sem gerist í hinu venjubundna lífi eru enn sögur sem við ekki heyrum. Það er þó fólk sem vissi af hetjudáð Erlu og kaus hana Vestfirðing ársins með afgerandi kosningu.


Erla Björg býr í Neðri Hjarðardal í Dýrafirði ásamt eiginmanni sínum Karli Andrési Bjarnasyni. Í fyrravor, mitt í annasömu lífi bænda, miðjum sauðburði, bjargaði Erla lífi eiginmanns síns. Ein á bænum, hnoðaði hún og blés hátt í hálftíma til að viðhalda lífi hans. Athugasemdirnar sem skrifaðar voru með kosningunni tæptu allar á þessu afreki með einum eða öðrum hætti. Ein sagði einfaldlega Hún bjargaði mannslífi. Þessi þrjú orð vitna um eitthvað stórbrotið. Að bjarga mannslífi og að gefast ekki upp þó útlitið kunni að virðast svartasta svart.

...
Meira
11.01.2018 - 06:45 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

1.000 efna­mestu eiga nćr allt

1.000 efna­mestu eiga nćr allt á Íslandi.
1.000 efna­mestu eiga nćr allt á Íslandi.

Til­tölu­lega fáir eiga nær allt eigið fé ein­stak­linga í ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um, sam­kvæmt sam­an­tekt Cred­it­in­fo fyr­ir ViðskiptaMogg­ann.


1.000 manns eiga þannig rúm­lega 98% alls eig­in fjár sem er í eigu ein­stak­linga. Enn­frem­ur sést þegar rýnt er í töl­urn­ar að 10 eigna­mestu ein­stak­ling­ar lands­ins eiga tæp­lega þriðjung alls eig­in fjár í ís­lensk­um fé­lög­um, sem er í hönd­um ein­stak­linga.


Sam­kvæmt sam­an­tekt­inni, sem um er fjallað í ViðskiptaMogg­an­um í dag, er hlut­ur ein­stak­linga í eig­in fé allra ís­lenskra fyr­ir­tækja um 1.200 millj­arðar króna.

...
Meira
10.01.2018 - 20:58 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Stjórnarráđiđ,Vestfirska forlagiđ

Umhverfis- og auđlindaráđherra á ferđ um Vestfirđi

Frá fundi umhverfis- og auđlindaráđherra á Patreksfirđi í dag.
Frá fundi umhverfis- og auđlindaráđherra á Patreksfirđi í dag.

Þriggja daga ferð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um Vestfirði hófst í dag. Í ferðinni hittir ráðherra m.a. fulltrúa sveitarstjórna, atvinnulífs, umhverfisverndarsamtaka, starfsmenn stofnana og heimafólk.


Ráðherra vill með heimsókninni kynna sér þau mál sem eru í deiglunni á landssvæðinu er tengjast málefnasviðum umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Má þar nefna skipulagsmál, raforkuöryggismál, náttúruvernd, samgöngumál, fiskeldi og fleira.


Ferðina hóf ráðherra í dag á Bíldudal þar sem hann kynnti sér fiskeldismál áður en hann fundaði á Patreksfirði með sveitarstjórnarfulltrúum frá Vesturbyggð og Tálknafirði.

...
Meira
10.01.2018 - 17:44 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,mbl.is,Vestfirska forlagiđ

Fimm fram­bođ bár­ust

Međal frambjóđenda er Eyţór Arnalds. Ljósm.: BIB
Međal frambjóđenda er Eyţór Arnalds. Ljósm.: BIB

Fimm verða í fram­boði í leiðtoga­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík sem fram fer 27. janú­ar. Frest­ur til þess að skila inn fram­boðum rann út klukk­an fjög­ur í dag.


Fram­bjóðend­ur eru Áslaug Friðriks­dótt­ir borg­ar­full­trúi, Eyþór Arn­alds fram­kvæmda­stjóri, Kjart­an Magnús­son borg­ar­full­trúi, Viðar Guðjohnsen, leigu­sali og at­hafnamaður, og Vil­hjálm­ur Bjarna­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður. Þetta staðfest­ir Gísli Kr. Björns­son, formaður Varðar, full­trúaráðs Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík.

...
Meira
10.01.2018 - 06:52 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Óveđursdagurinn 9. janúar

Bryggju-Sviđiđ á Stokkseyri stendur af sér öll veđur. Ljósm.: BIB
Bryggju-Sviđiđ á Stokkseyri stendur af sér öll veđur. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »

9. janú­ar 1799


Bás­enda­flóðið, mesta sjáv­ar­flóð sem sög­ur fara af, varð um landið suðvest­an­vert. Þá tók versl­un­arstaðinn í Bás­end­um (Bát­send­um) á Suður­nesj­um af með öllu. Stór­streymt var og storm­ur með ofsaregni og var „sem him­in­hvelf­ing­in þrykkt­ist niður að jörðunni“, sagði í Minn­is­verðum tíðind­um. Kirkj­ur fuku á Hvalsnesi og Nesi við Seltjörn og Grótta breytt­ist úr nesi eða tanga í eyju. Á annað hundrað skip og bát­ar skemmd­ust.


9. janú­ar 1990


Mikl­ar skemmd­ir urðu á Stokks­eyri, á Eyr­ar­bakka og í Grinda­vík í einu mesta storm­flóði á öld­inni. Þúsund­ir fiska köstuðust á land í Vest­manna­eyj­um.

...
Meira
09.01.2018 - 17:48 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblađiđ,Vestfirska forlagiđ

Seltjarnarnes...fyrsta bókmenntakvöld ársins

Vilborg Davíđsdóttir.
Vilborg Davíđsdóttir.
Dýrfirðingurinn Vil­borg Davíðsdótt­ir, rit­höf­und­ur og þjóðfræðing­ur, verður gest­ur Bóka­safns Seltjarn­ar­ness á fyrsta Bók­mennta­kvöldi árs­ins 2018 kl. 19.30-20.30 í kvöld, þriðju­dags­kvöldið 9. janú­ar. 
Blóðug jörð er þriðja og síðasta bók Vil­borg­ar í þríleik um land­náms­kon­una Auði djú­púðgu. Bók­in er sjálf­stæð saga um flótta Auðar yfir hafið frá Skotlandi til Íslands. Hefst sag­an árið 883 þegar veldi nor­rænna manna á Bret­lands­eyj­um riðar til falls og Auður Ket­ils­dótt­ir stend­ur ein uppi, um­kringd óvin­um. 
Fyrri bæk­urn­ar tvær, Auður og Vígroði, hlutu afar góðar viðtök­ur les­enda og gagn­rýn­enda og var sú fyrri til­nefnd til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna. ...
Meira
08.01.2018 - 20:52 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Byggđastofnun,Björn Ingi Bjarnason

Öxarfjörđur í sókn – nýr verkefnisstjóri

Bryndís Sigurđardóttir.
Bryndís Sigurđardóttir.

Bryndís Sigurðardóttir á Flateyri hefur fyrir nokkru verið ráðin verkefnisstjóri byggðaeflingarverkefnisins Öxarfjörður í sókn,  sem er eitt af átaksverkefnum Byggðastofnunar í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og íbúa viðkomandi byggðarlaga undir heitinu Brothættar byggðir.


Bryndís var valin, ein kvenna, úr hópi sex umsækjenda.
Hún er Sunnlendingur að uppruna en hefur búið á Flateyri undanfarin ár og tekið virkan þátt í samfélaginu fyrir vestan. Fyrst sem framkvæmdastjóri og fjármálastjóri í fiskvinnslu og fiskeldisfyrirtækjum, síðar í verkefnastjórn hjá Atvinnuþróunarfélaginu og nú síðast sem eigandi og ritstjóri héraðsfréttamiðlanna Bæjarins besta og bb.is . 

...
Meira
Eldri fćrslur
« Mars »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31