A A A
  • 1958 - Birgir karlsson
11.02.2019 - 17:48 |

Nżr fóšurprammi

Nýr fóðurprammi Arctic Fish, Mýrafell, verður til sýnis fyrir gesti og gangandi á morgun, þriðjudag, milli klukkan 16 og 18.  Heitt verður á könnunni og kleinur í boði.

Mýrafell verður staðsett undir Eyrarhlíð þar sem það kemur til með að þjónusta 12 sjókvíar. Pramminn kemur frá norska fyrirtækinu Akva Group og var hann smíðaður í Tallinn í Eistlandi. Hann tekur hvorki meira né minna en 450 tonn af fóðri, en pramminn skartar nýjustu gerð af fóðurkerfi og byggist kerfið upp af þráðlausum myndavélum sem staðsettar eru bæði ofansjávar fyrir almennt eftirlit, og neðansjávar svo hægt sé að fylgjast náið með fóðurgjöf.

Samkvæmt tilkynningu frá Arctic Fish er Mýrafell með sjórnstöð, skrifstofurými, fyrsta flokks starfsmannaaðstöðu þar sem finna má klósett, sturtu, eldhús og verkstæði.

« 1 af 3 »

Það var áfram góður gangur í greftri Dýrafjarðarganga í vikunni, þó ekki væru slegin nein met að þessu sinni, fyrri hluta vikunar var grafið með þríbreiðu þversniði í gegnum neyðarútskot J. Vikuframvindan var samt sem áður einir 77,1 m.  Þar með eru jarðgöngin Dýrafjarðarmegin orðin 873,9 m löng, heildarlengdin er þá 4.531,5, sem er 85,5% af heildarlengd ganganna. Að því sögðu þá er núna aðeins 769,5 m eftir í gegnumslag.

 

Meðfylgjandi eru annars vegar mynd af lagmótum sem einkenndu vikuna, neðst er þykka basaltlagið sem göngin hafa verið í síðan að setlagið gekk niður í gólfið sælla minninga, en fyrir miðri mynd er þykkt kargalag en þar fyrir ofan tekur við næsta basaltlag.  Einnig flýtur með mynd af sýnatöku á sprautusteypu, þá er sprautað í mótin sem sjást á myndinni, þessar hellur eru síðan brotnar í pressu til að mæla styrk steypunnar og er það hluti af gæðaeftirlit verksins.

11.02.2019 - 09:20 |

Sumarstarf į Žingeyri

Koltra handverkshópur auglýsir eftir starfskrafti í upplýsingamiðstöð og handverkshús á Þingeyri fyrir sumarið 2019. 

 

Um er að ræða tvö 75% störf og er ráðningartíminn 15. maí til 15. september.
Unnið er alla daga vikunnar og yrði dögum skipt eftir samkomulagi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

Yfirumsjón með daglegum rekstri. 

Móttaka og samskipti við innlenda og erlenda ferðamenn. 

Almenn miðlun upplýsinga um svæðið. 

Umsjón og sala á handverki handverkshóps Koltru. 

 

Hæfniskröfur: 

Nauðsynlegt er að hafa gott vald á íslensku og ensku, þriðja mál er kostur.

Umsækjandi verður að geta unnið sjálfstætt og haft frumkvæði. 

Færni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund er mikilvæg.

Gott er að hafa þekkingu á svæðinu eða vilja til að afla sér viðunandi þekkingar til að geta miðlað til annarra. 

Reynsla á sviði ferðamála og þjónustu er kostur. 

Umsækjandi verður að hafa náð 20 ára aldri. 

 

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda skriflegar á netfangið: koltrahandverkshopur@gmail.com

Einnig má fá nánari upplýsingar hjá formanni Koltru, Jónínu Hrönn, í síma 659 8135.

 

Þingeyringurinn Bríet Vagna og ísfirsk vinkona hennar Sara Emily lentu á dögunum í fyrsta sæti í Söngvakeppni Félagsmiðstöðva á norðanverðum Vestfjörðum með laginu Líttu Sérhvert Sólarlag eftir Braga Valdimar Skúlason. Þetta var í fyrsta skiptið sem þær stöllur syngja saman, en þær hafa báðar verið í tónlistarnámi um árabil, Bríet í gítar og söngnámi og Sara í píanónámi.

 

Sigurinn tryggði þeim þátttökurétt í Söngvakeppni Samfés sem fram fer í Laugardagshöll þann 23. mars næstkomandi. Við hjá Þingeyrarvefnum erum auðvitað rífandi stolt af okkar fólki og óskum þeim góðs gengis í stóru keppninni.

08.02.2019 - 11:11 | Hallgrķmur Sveinsson

„Elskan mķn, minna svaf ég“

Smišjudrengirnir ķ Steypirķinu 1962 eš 1963. Ljósm. Gunnar frį Hofi.
Smišjudrengirnir ķ Steypirķinu 1962 eš 1963. Ljósm. Gunnar frį Hofi.

Eftirfarandi þáttur er úr viðtali við Elís Kjaran í frá Bjargtöngum að Djúpi nýr flokkur 6. bindi, þar sem fjallað er um 100 ára afmæli Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar og co hf. Er rifjaður upp til að lífga lítils háttar upp á tilveruna. Það er mikið búið að skemmta sér yfir honum þessa dagana í sundlauginni.

 "Þú manst vel eftir Guðmundi Tómassyni."


 "Já, "elskan mín", það er nú líkast til."


   "Gummi Tomm var nú alveg sérstakur karakter. Hann var svona afsprengi af gömlu amerísku skútukörlunum, lúðuveiðurunum, sem hér voru á sínum tíma. Þeir áttu sitt uppsátur, ef maður getur kallað það svo, hér á Þingeyri og höfðu svona viðveru hjá hlýjum konum, þegar þeir komu kaldir og hraktir af hafinu. Gummi Tomm var einmitt ávöxtur af einhverju slíku. Hann var svolítið amerískur í útliti. Hann hikstaði svolítið í máli, eelskan mín. Hann var mjög lundgóður alltaf, karlinn, og mjög húsbóndahollur. Þetta voru einstakir persónuleikar. Ég held það fæðist ekki aðrir slíkir í dag. Hann annaðist meðal annars gangsetningu á smiðjumótornum, sem var eina vélin sem framleiddi rafmagn fyrir smiðjuna og nokkur hús að auki. Svo þegar byrjað var að útvarpa hér á landi, þá tíðkuðust útvarpstæki með þurrabatteríum og rafgeymum, yfirleitt tveggja volta. Það komu allir útvarpseigendur með rafgeyma sína og fengu þá hlaðna í smiðjunni. Og það var einmitt Gummi Tomm sem var hleðslumeistari fyrir fyrirtækið. Hann sópaði gólfin og fór í sendiferðir og gerði allan skrattann, sem daglega þarf að gera í einu fyrirtæki."

 " Eitt sinn svaf Guðmundur nafni hans eitthvað lítið einhverja nóttina."


 "Það er nú líklegt. Það var nú lengi besti brandarinn hér á Þingeyri, sko. Það var alltaf svolítill metingur milli manna. Svo var það einhverntíma snemma morguns, að þeir voru komnir inn á "kontór", topparnir, því þeir drukku alltaf kaffi þar með Guðmundi J. Sig. og Matthíasi, menn eins og Óli Hjört, Dóri á Dýrhól og Gummi Tomm. Þá snýr Guðmundur J. Sigurðsson sér allt í einu að Gumma Tomm og segir:

 "Ja, nú svaf ég bara ekkert í nótt, nafni minn."

Hinn svaraði að bragði: "Elskan mín, minna svaf ég."

 

4 daga vinnusmiðju í heimildarmyndagerð er nú nýlokið í Blábankanum. Norska kvikmyndagerðarkonan Trude Ottersen kenndi námskeiðið, en henni til halds og trausts var Ingrid Dokka frá Norður Norsku Kvikmyndamiðstöðinni. Trude byrjaði á að sýna kvikmynd sína Íshafsblóð, sögu selveiðiskipsins Havsels og áhafnar þess, og var sú sýning opin áhugasömum heimamönnum. Var lærdómur framleiðslu þeirrar myndar hryggjarstykkið í vinnusmiðjunni, en afar áhugavert var fyrir þátttakendur að fræðast um framleiðsluferli slíkrar heimildarmyndar. Þátttakendur í vinnusmiðjunni voru 14 talsins, frá Reykjavík, Ungverjalandi og Póllandi og létu þau öll vel af dvölinni á Þingeyri en rúsínan í pylsuendanum var auðvitað þorrablótsupplifunin.

Í samtali við Þingeyrarvefinn vildi Haukur húskarl hjá Blábankanum lýsa yfir sérstakri ánægju með samstarfið og stuðninginn sem fenginn var frá norður Noregi: „Við erum auðvitað þákklát og ánægð með að norski kvikmyndabransinn skuli sýna okkur Blábankafólki svona mikinn velvilja. Það er ekki sjálfgefið. Vonandi er þetta bara fyrsta skrefið í gróskumiklu samstarfi íslensks og norsks kvikmyndagerðarfólks.“

06.02.2019 - 16:16 |

Bęjarstjórnarfundur į Žingeyri

Fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður á morgun haldinn í Blábankanum á Þingeyri og hefst klukkan 17. Hálftíma fyrr býðst íbúum að hitta bæjarfulltrúa á sama stað yfir óformlegu spjalli ef áhugi er fyrir hendi. Minnt er á að fundir bæjarstjórnar eru opnir gestum.
06.02.2019 - 15:20 |

Žorrablótiš 2019

Magnśs og Eyjólfur Laufdal
Magnśs og Eyjólfur Laufdal

Þorrablót Slysavarnardeildarinnar Varnar og Björgunarsveitarinnar Dýra var haldið í Félagsheimilinu á Þingeyri á laugardaginn var. Mikil lukka var með viðburðinn, vel var sótt og setið var í öllum krókum og kimum. Var mál manna að maturinn hafi verið góður, en auk hefðbundins þorramats var boðið uppá lambapottrétt og kjúkling. Tónlistarkennarinn Jón Gunnar Biering var veislustjóri og skemmtinefndin kom með heimatilbúin skemmtiatriði á færibandi. Fengu gestir þar að rifja upp kynni sín af hinum ýmsu karakterum, m.a. hinum ógleymanlegu Magnúsi og Eyjólfi Laufdal. Að borðhaldi loknu tók hljómsveitin Hafrót við stjórnartauminum og lék hress lög fyrir dansi langt framá nótt.


Eldri fęrslur
« Jśnķ »
S M Ž M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30