Gamli sýslumaðurinn tekur hreppsnefnd Auðkúluhrepps í bakaríið!
Þannig er, að oddviti hreppsins hefur komið sér upp Harley Davidson mótorhjóli, enda er hann generalagent fyrir þá verksmiðju á Íslandi og Vestmannaeyjum. Fer hann nú varla orðið neitt um hreppinn nema á mótorhjólinu. Gamli sýslumaðurinn hafði eitthvað frétt af þessu og bað oddvitann að sækja sig til höfuðstaðar Vestfjarða og reiða sig um hreppinn á bögglaberanum. Það var auðvitað upplagt, enda þeir miklir mátar. Sá gamli fór fram á að þeir fengju að fara um göngin. Það var auðvitað meira en sjálfsagt, og gerði allur gangamannskapurinn honnör þegar þeir spíttuðu þar í gegn. ...
Meira