Við bræðurnir og Gaui: Hrós dagsins fær Kristján Gunnarsson, vélvirkjameistari á Þingeyri
Meira
Byrjað var á að leggja frárennslis- dren- og ídráttarlagnir ásamt brunnum í hægri vegöxl frá gegnumbroti og að munna í Dýrafirði ásamt niðursetningu á drenlögn í vinstri vegöxl og tengibrunnum fyrir rafmagn.
Haldið var áfram vinnu við vatnsvarnir í göngunum. Búið er að koma fyrir um 19.000 boltafestingum og setja upp um 10.000 m2 af einangrunarklæðingu. Byrjað verður að sprautusteypa yfir klæðingarnar í vikunni.
...Þar sem landbúnaði er að mestu lokið í Auðkúluhreppi, aðeins stunduð hrossarækt á einu býli, hafa nokkrir bændur nú tekið sig
saman um að stofna útgerð og fiskvinnslu. Hafinn er undirbúningur að byggingu fiskiðjuvers á grunni gamallar verbúðar í Hlaðsbót sem þar er og er tilbúin.
Einnig mun verða lengdur verulega hafnargaðurinn í Sæluhöfn sem er þekkt frá fyrri tíð. Hugmyndir eru uppi um að kaupa rússneskan togara sem legið hefur í Njarðvíkurhöfn um nokkurt skeið engum til gagns. Vonir standa til að hann sé falur fyrir viðráðanlegt verð. Reynt verður að ráða þaulvanan skipstjóra á skipið sem er kunnugur fiskimiðum við Íslandsstrendur og jafnvel víðar.
Störf hjá þessu nýja fyrirtæki verða auglýst síðar.
Ólafur V. Þórðarson fréttaritari.
Tveir spennandi viðburðir um gamalt handverk og vinnslu verða haldnir nú um helgina, 17.-18. ágúst. Eru það Gíslastaðir í Haukadal og Skálinn á Þingeyri sem standa að þessum viðburðum.
Gíslastaðir
Annars vegar er það námskeiðið Sútun á fiskroði, en þar bjóða Gíslastaðir uppá námskeið ásamt fyrirlestri um sögu roðvinnslu, hefðir og framtíð hráefnisins. Námskeiðið stendur yfir á laugardag og sunnudag þar sem kennd verður einföld og aðgengileg áferð í heimasútun og jurtalitun á roðunum. Kennarar námskeiðsins eru Kristín Áskelsdóttir og Sunneva Elfarsdóttir sem báðar eru nýútskrifaðir fatahönnuðir og ættaðar frá Dýrafirði.
Á föstudagskvöld verður haldin fyrirlestur á Gíslastöðum til upphitunar fyrir námskeiðið og er hann öllum opinn gegn vægu gjaldi en fylgir með námskeiðinu þeim sem ætla að sitja allt námskeiðið. Fullt gjald fyrir námskeiðið er 16.000.-kr og er þar allt efni innifalið. Fyrir allar frekari upplýsingar og skráning í síma: 848-5326.
Kljásteinavefstaður
Á sunnudaginn stendur Skálinn á Þingeyri fyrir fyrirlestri og spjalli um Kljásteinavefstaðinn en það eru Hildur Hákonardóttir veflistakona og Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur sem munu fjalla um vefstaðinn, vefnaðinn, fatnað og annað því tengdu. Fyrirlesturinn hefst kl. 14:00 og er opinn öllum gegn vægu gjaldi.
Fleiri viðburðir framundan
Næstu helgi verður einnig mikið um að vera á Gíslastöðum en á laugardeginum verður í fyrsta sinn haldið Vestfjarðarmótið í Víkingasjómann. Á sunnudeginum mun Bjarki Bjarnason og halda erindi um Bárðar Sögu Snæfellsás.