A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Kristján Gunnarsson við rennibekkinn
Kristján Gunnarsson við rennibekkinn
Kristján Gunnarsson frá Hofi í Dýrafirði tók við arfleifð þeirra smiðjufeðga, Guðmundar og Matthíasar, árið 1995, eftir fráfall Matthíasar. Fyrirtæki þeirra Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar og co hf á Þingeyri, sem var landsfrægt og einnig þekkt langt út fyrir landsteinana, hafði þá starfað í rúm 80 ár. Kristján hefur rekið fyrirtæki sitt, Véla og bílaþjónustu Kristjáns ehf, frá þeim tíma í smiðjuhúsunum á Þingeyri. Kristján var einn af smiðjudrengjunum sem gerðu garðinn frægan um land allt. Smiðjan á Þingeyri er einstök á heimsvísu. Þær eru ekki margar þjóðirnar, ef nokkrar, sem eiga slíka gersemi....
Meira
Tveir hrafnar á þingi. (Vísindavefurinn)
Tveir hrafnar á þingi. (Vísindavefurinn)
Frá því er að segja að snillingurinn Þórarinn Sighvatsson, bóndi á Höfða í Mýrahreppi í Dýrafirði, skildi hrafnamál líkt og sumir spekingar. Þórarinn svaraði þegar hann var inntur eftir því á sínum tíma: „Ég skal nú ekkert um það segja. En oft koma þeir og segja mér fréttir, jafnvel úr Önundarfirði og víðar að. Og mannslát hafa þeir stundum sagt mér.“ 
Þann 28. ágúst, sama dag og Austurvallarleikhúsið hóf aftur sýningar á leikritinu Orkupakki 3, bar svo til að haldið var Hrafnaþing á Höfðaodda í Mýrarhreppi. Var það fjölsótt samkoma og komu hrafnar víða að. Þegar þau Mýrahjón, Valdimar og Edda, voru á leið að ganga til laugar á Þingeyri um morguninn, urðu þau vitni að þessum atburði. Sagt er að Hrafnaþing hefjist yfirleitt um kl. 4 að morgni dags. ...
Meira
29.08.2019 - 14:53 |

Framvinda Dýrafjarðarganga

Brúin yfir Mjólká
Brúin yfir Mjólká
« 1 af 6 »

Byrjað var á að leggja frárennslis- dren- og ídráttarlagnir ásamt brunnum í hægri vegöxl frá gegnumbroti og að munna í Dýrafirði ásamt niðursetningu á drenlögn í vinstri vegöxl og tengibrunnum  fyrir rafmagn.


Haldið var áfram vinnu við vatnsvarnir í göngunum. Búið er að koma fyrir um 19.000 boltafestingum og setja upp um 10.000 m2 af einangrunarklæðingu. Byrjað verður að sprautusteypa yfir klæðingarnar í vikunni.

...
Meira
Þingeyrarakademían er stór hópur manna sem stundar morgunsund og heita pottinn á Þingeyri. Þar eru ýmiskonar innanlands- og heimsvandamál rædd og jafnvel leyst. Þingeyrarakademían kemur til dyranna eins og hún er klædd.
Þingeyrarakademían er stór hópur manna sem stundar morgunsund og heita pottinn á Þingeyri. Þar eru ýmiskonar innanlands- og heimsvandamál rædd og jafnvel leyst. Þingeyrarakademían kemur til dyranna eins og hún er klædd.
Um 2000 eldri borgarar hafa ekkert nema mjög naumt skammtaðan lífeyri frá Tryggingastofnun til að lifa á. Flestir þeirra hafa unnið við undirstöðuatvinnuvegi okkar allt sitt líf. Þjóðin á þeim mikið að þakka.  
Við borgum þeim sem ekki vita aura sinna tal afturvirkar launahækkanir upp á fleiri milljónir króna. En aldrei hafa menn heyrt talað um afturvirkar launahækkanir handa þeim sem virkilega þurfa á því að halda. Þeir sem nóg hafa, þurfa ekki meira, en fá alltaf meira og meira. Svo fær þetta lið starfslokasamninga á silfurfati. Fyrir hina kostar það eilífa baráttu og endalaust stríð að fá nokkrar krónur í vasann. Er ekki eitthvað bogið við þjóðfélag sem lætur þetta viðgangast?...
Meira
27.08.2019 - 10:37 | Hallgrímur Sveinsson

Hvað sagði veðrið?

Ekki skal hér gert upp á milli veðurfræðinga á RÚV. En þær Birta Líf Kristinsdóttir og Elín Björk Jónasdóttir eru óneitanlega framarlega í þeim flokki. Ljósm . Veðurstofan.
Ekki skal hér gert upp á milli veðurfræðinga á RÚV. En þær Birta Líf Kristinsdóttir og Elín Björk Jónasdóttir eru óneitanlega framarlega í þeim flokki. Ljósm . Veðurstofan.
« 1 af 2 »
Íslendingar eru allir  meiri og minni veðurspekingar. Veðrið er daglegt umræðuefni okkar. Stundum oft á dag. Hvað sagði veðrið? Hverju spáir hann? Hann sagði ekki þetta í sjónvarpinu í gær! Það er meira að segja stundum svo að hver og einn heldur með sínum hitamæli. Og ekkert múður! Oft gleymist að fyrir utan veðurlýsingar er um spár veðurfræðinga að ræða. Veðurspár....
Meira
23.08.2019 - 12:38 | Gíslastaðir í Haukadal

Vestfjarðamótið í víkingasjómann

Í fyrsta sinn í sögunni verður haldið sérstakt Vestfjarðamót í víkingasjómann núna á helginni, á laugardag kl.14.01. Mótið verður haldið á viðeigandi stað eða á slóðum vinsælustu Íslendingasögunnar, Gísla sögu Súrssonar. Nánar tiltekið á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði. Allir geta tekið þátt í þessu fyrsta vestfjarðamóti í víkingasjómann. En það verður aðeins einn sigurvegari, sem verður um leið fyrsti Vestfjarðameistarinn í víkingasjómann. Sigurvegarinn fær vitanlega vegleg víkingaverðlaun....
Meira
22.08.2019 - 16:17 | Ólafur V. Þórðarson, fréttaritari Þingeyrarvefsins í Hafnarfirði:

Frá fréttaritara vorum í Hafnarfirði: Stórfrétt úr Auðkúluhreppi!

Stapinn í Arnarfirði. Þar er álfabyggð, sagði gamla fólkið. Þeir sem best þóttu vita, sögðu að þar væri verslunarstaður þeirra. Bryggja þeirra er beint fram af Stapanum. Hlaðsbót er talsvert innan við hann. Ljósm. H. S.
Stapinn í Arnarfirði. Þar er álfabyggð, sagði gamla fólkið. Þeir sem best þóttu vita, sögðu að þar væri verslunarstaður þeirra. Bryggja þeirra er beint fram af Stapanum. Hlaðsbót er talsvert innan við hann. Ljósm. H. S.

Þar sem landbúnaði er að mestu lokið í Auðkúluhreppi, aðeins stunduð hrossarækt á einu býli, hafa nokkrir bændur nú tekið sig

saman um að stofna útgerð og fiskvinnslu. Hafinn er undirbúningur að byggingu fiskiðjuvers á grunni gamallar verbúðar í Hlaðsbót sem þar er og er tilbúin.

Einnig mun verða lengdur verulega hafnargaðurinn í Sæluhöfn sem er þekkt frá fyrri tíð. Hugmyndir eru uppi um að kaupa rússneskan togara sem legið hefur í Njarðvíkurhöfn um nokkurt skeið engum til gagns. Vonir standa til að hann sé falur fyrir viðráðanlegt verð. Reynt verður að ráða þaulvanan skipstjóra á skipið sem er kunnugur fiskimiðum við Íslandsstrendur og jafnvel víðar.

Störf hjá þessu nýja fyrirtæki verða auglýst síðar.

                                         Ólafur V. Þórðarson fréttaritari.



 

 
Vefstóll
Vefstóll

Tveir spennandi viðburðir um gamalt handverk og vinnslu verða haldnir nú um helgina, 17.-18. ágúst. Eru það Gíslastaðir í Haukadal og Skálinn á Þingeyri sem standa að þessum viðburðum.

Gíslastaðir
Annars vegar er það námskeiðið Sútun á fiskroði, en þar bjóða Gíslastaðir uppá námskeið ásamt fyrirlestri um sögu roðvinnslu, hefðir og framtíð hráefnisins. Námskeiðið stendur yfir á laugardag og sunnudag þar sem kennd verður einföld og aðgengileg áferð í heimasútun og jurtalitun á roðunum. Kennarar námskeiðsins eru Kristín Áskelsdóttir og Sunneva Elfarsdóttir sem báðar eru nýútskrifaðir fatahönnuðir og ættaðar frá Dýrafirði.

Á föstudagskvöld verður haldin fyrirlestur á Gíslastöðum til upphitunar fyrir námskeiðið og er hann öllum opinn gegn vægu gjaldi en fylgir með námskeiðinu þeim sem ætla að sitja allt námskeiðið. Fullt gjald fyrir námskeiðið er 16.000.-kr og er þar allt efni innifalið. Fyrir allar frekari upplýsingar og skráning í síma: 848-5326. 


Kljásteinavefstaður
Á sunnudaginn stendur Skálinn á Þingeyri fyrir fyrirlestri og spjalli um Kljásteinavefstaðinn en það eru Hildur Hákonardóttir veflistakona og Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur sem munu fjalla um vefstaðinn, vefnaðinn, fatnað og annað því tengdu. Fyrirlesturinn hefst kl. 14:00 og er opinn öllum gegn vægu gjaldi. 

Fleiri viðburðir framundan
Næstu helgi verður einnig mikið um að vera á Gíslastöðum en á laugardeginum verður í fyrsta sinn haldið Vestfjarðarmótið í Víkingasjómann. Á sunnudeginum mun Bjarki Bjarnason og halda erindi um Bárðar Sögu Snæfellsás.

Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31