Málefni dagsins í sögulegu samhengi:
Kvótaaðallinn fékk lán í bönkum gegn veði í óveiddum fiski, en fólkið sem á fiskinn í sjónum fékk ekki lán því það átti engin veð!!!!!!!
Sú var tíð að þróttmestu og arðsömustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru staðsett á Vestfjörðum. Þar búa einhverjir harðsæknustu sjómen í heimi hér og stutt til fengsælla miða. En það hefur verið vitlaust gefið í útgerð og fiskvinnslu í áratugi hér fyrir vestan. Tæpitungulaust: Stjórnvöld hafa af gæsku sinni afhent kvótaaðlinum stjarnfræðilegar upphæðir í veiðiheimildum til frjálsrar ráðstöfunar. Allt landið og miðin. Þetta vita allir. Auðvitað hafa Vestfirðingar og aðrir landsmenn líka selt frá sér frumburðarréttinn í hendur þessum aðli, sem hefur vaðið í peningum frá bönkunum. Sem fengu veð í óveiddum fiskinum í sjónum fyrir sinn snúð. Hvar fengu bankarnir peningana? Hjá fólkinu sem á fiskinn í sjónum!!!
En það eru ekki allir sem átta sig á einu: Aðallinn ræður því hvaða sjávarbyggðir skuli haldast og hverjar lepja dauðann úr skel. En fiskvinnslufólk og íbúar byggðarlaga vítt og breitt um landið hefur verið gert að bónbjargamönnum. Stórútgerðin ræður nú för hvernig sem á mál er litið.
...Meira