A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
20.11.2019 - 10:23 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Málefni dagsins í sögulegu samhengi:

Hallgrímur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson, Guðmundur Ingvarsson
Hallgrímur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson, Guðmundur Ingvarsson

Kvótaaðallinn fékk lán í bönkum gegn veði í óveiddum fiski, en fólkið sem á fiskinn í sjónum fékk ekki lán því það átti engin veð!!!!!!! 


Sú var tíð að þróttmestu og arðsömustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru staðsett á Vestfjörðum. Þar búa einhverjir harðsæknustu sjómen í heimi hér og stutt til fengsælla miða. En það hefur verið vitlaust gefið í útgerð og fiskvinnslu í áratugi hér fyrir vestan. Tæpitungulaust: Stjórnvöld hafa af gæsku sinni afhent kvótaaðlinum stjarnfræðilegar upphæðir í veiðiheimildum til frjálsrar ráðstöfunar. Allt landið og miðin. Þetta vita allir. Auðvitað hafa Vestfirðingar og aðrir landsmenn líka selt frá sér frumburðarréttinn í hendur þessum aðli, sem hefur vaðið í peningum frá bönkunum. Sem fengu veð í óveiddum fiskinum í sjónum fyrir sinn snúð. Hvar fengu bankarnir peningana? Hjá fólkinu sem á fiskinn í sjónum!!!  


   En það eru ekki allir sem átta sig á einu: Aðallinn ræður því hvaða sjávarbyggðir skuli haldast og hverjar lepja dauðann úr skel. En fiskvinnslufólk og íbúar byggðarlaga vítt og breitt um landið hefur verið gert að bónbjargamönnum. Stórútgerðin ræður nú för hvernig sem á mál er litið. 

...
Meira
18.11.2019 - 11:50 |

Fréttir af Dýrafjarðargöngum

Baldvin Jónbjarnarson sem fer fyrir framkvæmdaeftirliti Dýrafjarðarganga sendir líkt og fyrr samantekt af því helsta sem gerst hefur í vikum 45-46 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar

 

Miðvikudaginn 13. október var fjórtánda og síðasta steypufæran í vegskálanum í Arnarfirði steypt og er þá búið að steypa báða steypuskálana. Í framhaldinu verður haldið áfram með uppsteypu á tæknirýmum í göngunum. Haldið var áfram með fyllingar yfir vegskálann í Dýrafirði.

 

Í Dýrafirði var áfram unnið við niðurlögn á vegræsum og gröft á skeringum. Að auki var haldið áfram með niðurlögn á neðra burðarlagi í veginn og var keyrt í rúmlega 1 km kafla og er þá búið að setja neðra burðarlag á rúmlega 3 km kafla í Dýrafirði en vegurinn Dýrafjarðarmegin er tæplega 5 km langur auk hliðarvega.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá neðra burðarlag ofan á undirfyllingu, fyllingu yfir vegskálann í Dýrafirði, vinnu við skeringar í Dýrafirði, vegskálann í Arnarfirði ásamt innra mótinu fyrir utan munnann og heilklæddan kafla í göngunum tilbúinn til ásprautunar.

Matthías Johannessen
Matthías Johannessen

Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt persónulegar dagbækur í áratugi. Þær eru stórkostlegar heimildir um þá tíma er hann og Styrmir Gunnarsson voru nokkurs konar ráðherraraígildi í mörgum ríkisstjórnum. Slík voru áhrif þessara tveggja. Dagbækur Matthíasar eru öllum aðgengilegar. Samt virðast þær liggja í láginni og má teljast undarlegt.


Úr dagbók Matthíasar Johannessen 1. nóv. 1996.


„Annars heyri ég æ meiri gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn fyrir það að sitja hjá meðan auður og völd safnast á fárra manna hendur, bæði í landi og á miðunum. Held þetta skaði flokkinn verulega og eigi eftir að skaða hann meir þegar fram í sækir. Er farinn að heyra gagnrýni á þessa hlutlausu afstöðu flokksins. Eða er hún hlutlaus? Er þessi þróun ekki þóknunarleg forystunni

...
Meira

Klárað var að leggja drenlögn meðfram vinstri vegg í göngunum. Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar.

 

Búið er að steypa 11 hluta af 14 í yfirbyggingu vegskálans í Arnarfirði og eru þá bara eftir tvær steypufærur í fullri lengd og svo ein stutt í endann.

Haldið var áfram með fyllingar yfir vegskálann í Dýrafirði. Að auki var klárað að steypa undirstöðu fyrir mastur og sökkul fyrir fjarskiptahús sem standa utan við munna ganganna í Dýrafirði.

 

Í Dýrafirði var áfram unnið við fyllingar í veg, niðurlögn á vegræsum og frágangi á fláafleygum og skeringum. Einnig  var byrjað aftur að keyra neðra burðarlag í veginn.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá útlögn á neðra burðarlagi, uppsetningu á járnamottum yfir einangrunarmottur, niðurlögn á steypu í sökkul fjarskiptahúss, horft yfir veg í Dýrafirði, fyllingavinnu yfir skálann í Dýrafirði, vegskálann í Arnarfirði en þar er búið að setja mótin yfir steypufæru 12 og niðurlögn á vegræsi í Dýrafirði.  

05.11.2019 - 13:15 | Vestfirska forlagið

Vestfirska forlagið hefur gefið út yfir 400 bækur á 25 árum

Þau listahjón í Garðaríki á Ísafirði, Nina Ivanova og Ómar Smári Kristinsson, hafa séð um umbrot og alla prentvinnslu við umræddar sex bækur. Hafa þau lagt Vestfirska forlaginu lið í mörg herrans ár. Ljósm. H. S.
Þau listahjón í Garðaríki á Ísafirði, Nina Ivanova og Ómar Smári Kristinsson, hafa séð um umbrot og alla prentvinnslu við umræddar sex bækur. Hafa þau lagt Vestfirska forlaginu lið í mörg herrans ár. Ljósm. H. S.

Vestfirska forlagið, sem stofnað var á Hrafnseyri fyrir 25 árum, hefur nú gefið út yfir 400 bækur án þess að nokkur maður hafi tekið eftir því! Flestar fjalla þær um Vestfirði og það merkilega fólk sem þar hefur búið í tímans rás. Kennir þar margra grasa. Sumir myndu nú telja að nóg væri komið. Forlagið við yzta haf lýsti því yfir fyrir nokkru að það væri hætt að gefa út bækur. Samt eru sex Vestfjarðabækur að renna út úr prentvélunum hjá Leturprenti og Ísafoldarprentsmiðju þessa dagana. Þetta er náttúrlega bilun!
Jæja, hvað sem því líður, eru nýju bækurnar þessar:


Þorp verður til á Flateyri 3. bók


Höfundur: Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir


Myndskreytingar: Freydís Kristjánsdóttir og Ómar Smári Kristinsson


Með 3. bókinni um Flateyri hefur Jóhanna Guðrún lokið frásögn sinni af mönnum og málefnum á heimaslóð í árdaga byggðar þar og fram á 20. öld.

...
Meira
31.10.2019 - 11:26 |

Árleg hundahreinsun á Ísafirði

Árleg hundahreinsun verður í áhaldahúsinu á Ísafirði frá kl. 16:00-18:00 mánudaginn 4. nóvember og þriðjudaginn 5. nóvember.

Engrar tímapöntunar er þörf heldur mæta eigendur bara með hunda sína og fá þá hreinsaða. Hundahreinsun er innifalin í leyfisgjaldi til Ísafjarðarbæjar og er skorað á þá sem eiga eftir að ganga frá skráningu að gera það hið fyrsta. Hægt er að skrá hunda í gegnum rafrænan Ísafjarðarbæ eða með eyðublaði.

 

29.10.2019 - 15:35 |

Umhverfislestin á Ísafirði

Þessa dagana er Umhverfislestin á ferðalagi um Vestfirði, en það er farandsýning sem haldin er á vegum Vestfjarðastofu. Hönnuður sýningarinnar er Ásta Þórisdóttir, hönnuður og listgreinakennari á Hólmavík þar sem farandsýningin hóf göngu sína. Næstu sýningar eru í félagsheimilinu á Patreksfirði 31. október og í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardag, 2. nóvember. 
Sýningin fjallar um umhverfismál heimilanna á fjölbreyttan, fræðandi og skemmtilegan hátt, en þar gefst fólki tækifæri til að fræðast um stöðu loftslagsmála og annarra umhverfismála og hvaða aðgerða er þörf til að bregðast við. Markmiðið er að vekja athygli á þeim alvarleika sem blasir við í umhverfismálum en einnig að kynna fyrir fólki ýmsar lausnir og aðgerðir sem flestir geta auðveldlega tileinkað sér í daglegu lífi til að leggja sitt af mörkum....
Meira
21.10.2019 - 11:43 | Vestfirska forlagið

Upp með Guðmund Hagalín!

Guðmundur G. Hagalín. Er ekki kominn tími til fyrir Vestfirðinga að endurreisa Hagalín og fara að lesa hann á nýjan leik? Ævifrásagnir hans í mörgum bindum, Séð, heyrt, lesið og lifað, eru til dæmis mjög læsilegar og skemmtilegar og bera vitni um einstakan, vestfirskan karakter. Teikning: Ómar Smári Kristinsson í Garðaríki á Ísafirði.
Guðmundur G. Hagalín. Er ekki kominn tími til fyrir Vestfirðinga að endurreisa Hagalín og fara að lesa hann á nýjan leik? Ævifrásagnir hans í mörgum bindum, Séð, heyrt, lesið og lifað, eru til dæmis mjög læsilegar og skemmtilegar og bera vitni um einstakan, vestfirskan karakter. Teikning: Ómar Smári Kristinsson í Garðaríki á Ísafirði.
Guðmundur Gíslason Hagalín ólst upp á menningarheimilinu Lokinhömrum í Arnarfirði, fæddur árið 1898 og lést 1985. Hann var kominn af vestfirskum stórbændum og útvegsmönnum. Hagalín stundaði sjó framan af ævi og lagði síðar gjörva hönd á margt, auk þess sem hann var fádæma afkastamikill rithöfundur. 
Hann bjó á Ísafirði frá 1928 til 1946 og málaði bæinn rauðan á vegum Alþýðuflokksins, ásamt Hannibal Valdimarssyni, Vilmundi Jónssyni, landlækni og Finni Jónssyni ásamt fleiri góðum mönnum. enda var Ísafjörður kallaður Rauði bærinn á þeim árum. Hagalín var mikill og sterkur áróðursmaður í pólitíkinni. Hann var einhver snjallasti kosningasmali sem um getur hér vestra. ...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31