A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
11.12.2019 - 13:08 | Vestfirska forlagið

Ný bók að vestan: Þegar afi hætti við að deyja

Hjá Vestfirska forlaginu er komin út bókin Þegar afi hætti við að deyja eftir Ásgeir Hvítaskáld með myndskreytingum eftir Nínu Ivanovu. Þegar afi hætti við að deyja er sagan af honum Tóta litla en bókin er skrifuð til að vekja fólk til umhugsunar um líf okkar á jörðinni sem margir segja að sé ekki lengur sjálfgefið. Þetta er svokölluð barnabók. Hún er fyrir unga sem aldna, líkt og allar góðar barnabækur! 

Ásgeir Hvítaskáld er rithöfundur, kvikmyndaleikstjóri og leikskáld. Hann hefur gefið út ljóðabækur, smásögur og þrjár skáldsögur. Ásgeir bjó í tuttugu ár erlendis en fékk heimþrá. Saknaði móðurmálsins. Hann skrifaði mikið í Moggann frá Danmörku á sínum tíma. Greinar hans vöktu þá athygli fyrir skemmtilega frásgnargáfu. Nína Ivanova hefur getið sér gott orð fyrir verk sín en hún er grafískur hönnuður og listakona. 

09.12.2019 - 15:18 |

Jólatréð tendrað á Þingeyri

Tendrun jólatrésins fór fram hér á Þingeyri í gær sunnudaginn 8. desember. Fulltrúi Ísafjarðarbæjar, Arna Lára Jónsdóttir, setti athöfnina og venju samkvæmt sungu leikskólabörnin frá leikskólanum Laufási af krafti eftir að hafa talið niður í ljósatendrun trésins. Tréð skartaði sínu fegursta í froststillu gærdagsins og gestir og gangandi yljuðu sér við heitt súkkulaði, kleinur og piparkökur í boði Foreldrafélags Laufáss. Jólasveinarnir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta eins og þeirra er von og vísa þegar skemmtanahald í desember er annars vegar og skemmtu krökkunum með söng, gleði og svolitlu gotteríi.
09.12.2019 - 14:45 | Vestfirska forlagið

Ný bók af léttara taginu frá forlaginu við yzta haf

Gaman að vestan - Auðkúluhreppur
Gaman að vestan - Auðkúluhreppur

Vestfirska forlagið hefur nú gefið út bókina Gamanmál að vestan, Auðkúluhreppur. Er það stefnubreyting í gamanmálum hjá forlaginu að raða þeim niður eftir hreppum. Auðvitað er byrjað í Auðkúluhreppi, en hann er víst að verða einn aðal hreppurinn hér vestra segja gárungarnir. Þetta eru gamansögur, langar og stuttar, sem flestar hafa birst einhverntíma áður í bókum forlagsins eða fjölmiðlum. Sumar þeirra mjög snjallar. Aðrar svona la-la eins og unga fólkið segir. En þar verður hver að dæma fyrir sig. Hreppsnefnd Auðkúluhrepps og Búnaðarfélag Auðkúluhrepps koma hér mikið við sögu.


   Að fara með gamanmál öðru hvoru finnst mörgum, bæði lífs og liðnum, bráðnauðsynlegt. Eftirfarandi sögn úr bókinni getur verið til vitnis um það.

...
Meira
Texti með mynd: Bjössi á Ósi kankvís á svip staddur í Sæluborginni sem hann kallar svo. Nánar tiltekið í Costco í Garðabæ.
Texti með mynd: Bjössi á Ósi kankvís á svip staddur í Sæluborginni sem hann kallar svo. Nánar tiltekið í Costco í Garðabæ.
Hreppsnefnd Auðkúluhrepps kom saman til fundar í Hokinsdal í fyrradag kl. 14:00. Nefndin leggur nefnilega áherslu á að halda fundi sína sem víðast í hreppnum til að gæta meðalhófs. Hokinsdalur er sem kunnugt er vestasti eða jafnvel syðsti bærinn í Auðkúluhreppi. Fer það allt eftir því hvernig menn líta á kortið.
     Margt var rætt á fundinum. Og það var ekki bara röflað heldur voru teknar ákvarðanir og samþykktar harðar ályktanir. Hreppsnefnd Auðkúluhrepps er nefnilega þekkt að því að vera ekki verkfælin. Svo kemur í ljós á hverjum tíma hvernig úr spilast á vettvangi og í fjölmiðlum. Jæja....
Meira

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 47-48 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar. Í lok viku 48 var búið að setja upp um 2/3 af þeim vatnsklæðingum sem áætlað er að þurfi í göngin og búið að sprautusteypa yfir rúmlega helminginn af áætluðu heildarflatarmáli.

 

Uppsteypu á tæknirýmunum í göngunum var haldið áfram og er nú búið að klára að steypa þrjú rými og gólfplötuna í fjórða og síðasta tæknirýminu. Nokkuð af efni var keyrt í veginn í göngunum.

 

Í Dýrafirði var áfram unnið við gröft á skeringum og niðurlögn á vegræsum, þar á meðal búfjárræsi fyrir kindur. Haldið var áfram með niðurlögn á neðra burðarlagi í veginn og er nú búið að keyra í u.þ.b. 4,2 km af þeim 4,8 km sem aðalvegurinn í Dýrafirði er.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá niðurlögn á neðra burðarlagi á undirfyllingu, vinnu við tæknirými og vatnsklæðingar í göngunum, búfjárræsið og útsýnið af veginum í Dýrafirði.

02.12.2019 - 14:06 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Opið bréf úr sveitinni til Guðna Ágústssonar: Áslákur í Skarði og Anna í Hlíð eru hætt að vera saman

Við vitnum til orða þinna í Mogganum um daginn um umferðarruglið í höfuðborginni. Við köllum hana Sæluborg eins og Bjössi á Ósi. Við vitum hvernig staðan er í Nýju Delhí, Peking og Tokyo. Hvarvetna um heimsbyggðina. Burtséð frá allri loftslagsumræðu. Ruglið er alveg nóg án hennar. En spyrja má: Hvað eru country boys að skipta sér af Reykjavíkinni? Svarið er einfalt: Ísland er land okkar allra. Hagsmunir landsbyggðar og borgar eru samtvinnaðir hvað sem hver segir.


Er aldrei komið nóg af steypu, malbiki og sköttum?
Tugir þúsunda of margir bílar aka fram, fram fylking, um götur Reykjavíkur dag hvern. Og bíða og bíða og bíða. Það er kaos, neyðarástand. Þetta vita allir. Borgin er stífluð af mannavöldum, eins og þú nefnir. En ráðið við því skal vera að byggja fleiri stokka og steina úr sementi þar sem þrælahaldi með erlendu verkafólki er haldið uppi, meira malbik, stál og gler. Borgast með himinháum sköttum. Er aldei komið nóg af slíku? Til að þóknast einhverjum sem þurfa að græða meira. En af hverju má ekki fækka bílum á götum okkar sælu borgar með einföldu samkomulagi við bílaeigendur?  Snarfækka ökutækjum í umferðinni strax með snjöllum samgöngusáttmála. Þá væri tekið á raunverulegri orsök vandans. Menn tala og tala segir Greta okkar Thunberg en gera ekkert. Jú víst! Meiri steinsteypu, malbik, járn og gler. Það virðist eina svarið. 

...
Meira
01.12.2019 - 14:27 | Vestfirska forlagið

Ný bók frá Vestfirska forlaginu:

Vestfirska forlagið gefur út fyrir jólin verkið Er það hafið eða fjöllin?  Um Flateyri og fólkið þar eftir Sæbjörgu Freyju Gísladóttur. Þar leitast höfurndur við að svara spurningunni: Hvers vegna fólk býr á Flateyri. 


„Þetta er að vísu ekki skýrsla um byggðamál. Og þó. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá jafn skemmtilega frásögn um það sem fyrr féll undir hugtakið jafnvægi í byggð landsins. Hún er prýðileg. Hún er sönn og hún er gefandi lestur. Og vesfirskur húmor er allt um kring! Í ótal viðtölum lætur höfundur fólkið sjálft, núverandi íbúa og brottflutta, segja hispurslaust frá lífi sínu, amstri, áhyggjum, draumum og lífsgleði. Skjaldan, eins og sagt var upp á vestfirsku í gamla daga, hefur svo hispurslaus frásögn um lífið í krummaskuðunum sést á prenti.“

Tólf manna heitur pottur nýjasta viðbót sundflórunnar á Þingeyri
Tólf manna heitur pottur nýjasta viðbót sundflórunnar á Þingeyri
« 1 af 2 »
Lengi hefur staðið til að bæta við nýjum heitum potti sem skal vera staðsettur í portinu úti við sundlaugina á Þingeyri. Nú styttist í að biðin sé á enda og geta pottaunnendur farið að hugsað sér gott til glóðarinnar því heiti potturinn er nú kominn. Má ætla að framkvæmdir fari að hefjast þar sem ætlunin er að potturinn verði kominn í gagnið fyrir jólin. Því mega áhugasamir heita á veðurguðina um að veðrið haldist milt áfram svo verkið gangi sem vasklegast. 
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31