A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
03.09.2017 - 13:56 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Emil Ragnar Hjartarson,Björn Ingi Bjarnason

FJÁRSJÓÐUR Á SÖNDUM Í DÝRAFIRÐI

Á hugsanlegu fjársjóðasvæði í Dýrafirði.
Á hugsanlegu fjársjóðasvæði í Dýrafirði.
« 1 af 3 »

Ég minni enn á það sem Sigurður Rúnar Jónsson , betur þekktur sem "Diddi fiðla" sagði mér fyrir mörgum árum að hann hyggðist gera sér ferð vestur að Söndum í Dýrafirði og leita að fjársjóði sem hann taldi líklegt að þar væri grafinn í jörð.

Hér er um að ræða kassa af koníakki sem franskir sjóarar gáfu afa hans, séra Sigurði Z Gíslasyni.,sóknarpresti.

Röksemdir Didda fiðlu eru þessar: 

Í fyrsta lagi,: Afi notaði ekki vín,-

Í öðru lagi: Hann h
efði engum gefið vínið og stuðlað þannig að aukinni drykkju.

Í þriðja lagi: Afi bar virðingu fyrir verðmætum og hefði aldrei fargað víninu til dæmis með að brjóta flöskurnar eða hella niður.

Ergo: Hann hefur grafið fjársjóðinn í fjörð.

Diddi fiðla fór ekki vestur og gerir það ekki úr þessu. Nú hafa menn smíðað tæki sem ætluð eru til að leita að ýmsu sem fógið er undir jarðvegi. Franska koníakki er orðið æði gamalt og hefur verðmæti þess aukist. Það er ómaksins vert að labba með svona útbúnað um Sanda.

Ekki hefur frétzt að golfspilarar eða hestamenn sem eiga mörg spor um þetta svæði hafi fundið vínkassann. Hann gæti verið þarna !!!

 

 

Af Facebook-síðu Emils R. Hjartarsonar.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31