Merkir Íslendingar - Halldór Ásgrímsson
Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Sigurjóna Sigurðardóttir læknaritara og eignuðust þau þrjár dætur, Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld.
Halldór lauk prófi við Samvinnuskólann 1965, varð löggiltur endurskoðandi 1970 og sótti framhaldsnám í verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn 1971-73.
Halldór var lektor við viðskiptadeild HÍ 1973-75, sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn 1974-78 og 1979-2006, var varaformaður flokksins 1980-94, formaður 1994-2006 og gegndi ráðherraembætti í 19 ár. Hann var sjávarútvegsráðherra 1983-91 og gegndi auk þess störfum samstarfsráðherra Norðurlanda og dóms- og kirkjumálaráðherra. Hann var utanríkisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna frá 1995, var utanríkisráðherra til 2004, en gegndi síðarnefnda embættinu til 1999. Hann var einnig landbúnaðar- og umhverfisráðherra vorið 1999 og fór með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti í forföllum í ársbyrjun 2001.
Halldór var skipaður forsætisráðherra haustið 2004 og gegndi því embætti fram á mitt sumar 2006 er hann ákvað að hætta í stjórnmálum.
Halldór var um skeið formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og sat í fjölda nefnda á vegum Alþingis. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í ársbyrjun 2007 og gegndi því starfi fram í mars 2013.
Halldór var farsæll flokksforingi og áhrifamikill stjórnmálamaður. Eitt af fyrstu verkum hans sem sjávarútvegsráðherra var að innleiða kvótakerfið 1984. Hann og Davíð Oddsson mynduðu ríkisstjórn sinna flokka 1995 og viðhéldu samfelldu stjórnarsamstarfi sinna flokka lengur en nokkrir aðrir flokksforingjar fyrr og síðar.
Halldór lést 18. maí 2015.
Morgunblaðið föstudagurinn 8. september 2017.