A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
07.09.2017 - 20:59 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Emil Ragnar Hjartarson,Björn Ingi Bjarnason

MORGUNN Á GLJÚFURÁREYRI

Myndin tekin við Gljúfurá í Arnarfirði.
Myndin tekin við Gljúfurá í Arnarfirði.
« 1 af 3 »

Veðrið var eins og það getur bezt orðið--blæjalogn og sólskin, spegilsléttur sjór og sást vel til Dynjanda, og handan við fjörðinn Langanes og Mosdalurinn.

Við Palli Önna vorum sendir í Arnarfjörð, áttum að gera smálagfæringar hér og þar. Nú höfðum við lokið því sem gera þurfti við Þorbjarnará og komið að morgunkaffitíma. Við förum niður á Gljúfuráreyri í kaffi,. Það var tjald á eyrinni , engin hreyfing Það var ræsaefni á stálklæddum bílpallinum
 og nauðsynleg verkfæri.

Palli ók hranalega út af veginum og niður á eyrina, ræsabogarnir skröngluðust um pallinn með ískrandi hávaða og bílstjórinn flautaði "óvart"--allt gert af umhyggju fyrir tjaldbúanum sem var að sofa af sér fegurð morgunsins.

Við settumst á þúfu og tókum til matarins. Opnast þá tjalddyr og út kemur Kristján Eldjárn, fyrrum forseti Íslands og gengur til okkar. Mig minnir að við höfum orðið ögn skömmustulegir.

En forsetinn fyrrverandi bauð okkur góðan dag, minntist ekki á hamaganginn en ræddi við okkur litla stund kvaðst hafa afráðið að tjalda þarna á eyrinni sem kennd er við bæinn Gljúfurá sem kemur við sögu Jóns Sigurðssonar.

Það er hjalli skammt frá þjóðveginum og birgir sýn upp til dalsins. Ef þú átt leið þar hjá skaltu stanza og ganga upp á þetta þrep--gilið sem Gljúfurá hefur skapað er vel þess virði að skoða.

Rifjað upp á 65 ára afmælisdegi gamals nemanda og góðs og skemmtilegs vinnufélaga, Páls Önundarsonar.

 

Af Facebook-síðu Emils R. Hjartarsonar

7. september 2017

 

 

 


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31