Útvarpspistill: - „Við sautjándu aldar mennirnir hlustum yfirleitt á alla fréttatíma í útvarpinu!“
Við sautjándu aldar mennirnir hlustum yfirleitt á alla fréttatíma í útvarpinu. Það er eins og Guðmundur vinur okkar Friðgeir sagði stundum þegar þetta barst í tal: „Maður þarf að vita hvort það er kominn heimsendir!“
Og svo eru það náttúrlega veðurfregnirnar, einkanlega kl. 10,10 á morgnana. Þá fær maður fréttir af því hvort mesta úrkoman síðasta sólarhring hafi verið í Hólum í Dýrafirð. Það er býsna oft sem það kemur fyrir!
Hann Bjarki Kaldalóns Friis les stundum veðurfregnir. Hann er titlaður náttúruvársérfræðngur hjá Veðurstofuunni. Það er bara tilbreyting að heyra hann lesa. Eiginlega mjög gaman. Bjarki er greinilega af útlendu bergi brotinn eins og fleiri sem koma þar við sögu. Það er hið besta mál. Þegar Bjarka Kaldalóns verður eitthvað á í íslenskunni segir hann snögglega: Fyrgefðu. Svo leiðréttir hann sig bara. Það væri ekkert betra þó hann segði afsakið. Hann lærir það bara seinna.
Ein kona segir Bjarka Friis vera uppáhaldsveðurfréttamann sinn. Við tökum undir það.