27.09.2017 - 06:54 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Blaðið - Vestfirðir,Björn Ingi Bjarnason,Bergur Torfason
Sprengivísa Bergs Torfasonar
Fyrir tveimur vikum var stór dagur fyrir Vestfirðinga þegar fram fór opinber athöfn sem markaði upphaf að Dýrafjarðargöngum.
Margir Vestfirðingar lögðu leið sína í Arnarfjörðinn til þess að taka þátt í hátíðahöldunum. Einn þeirra var Bergur Torfason, fyrrverandi bóndi að Felli í Dýrafirði.
Hann fagnaði með þessari stöku:
Hátíðarsprenging hér var gjörð,
hola var boruð í móðurjörð,
opnað sárið við Arnarfjörð,
og út verður komið í Dýrafjörð.