01.10.2017 - 20:11 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Haraldur og Þórdís efst í Norðvesturkjördæmi
Uppröðun efstu manna á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verður óbreytt frá því í síðustu kosningum.
Haraldur Benediktsson alþingismaður mun leiða listann. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, alþingismaður og ráðherra, er í öðru sæti framboðslistans og Teitur Björn Einarsson alþingismaður er í þriðja sæti. Hafdís Gunnarsdóttir skipar svo fjórða sætið og Jónína Erna Arnardóttir fimmta sætið.
Listinn í heild er sem hér segir:
- Haraldur Benediktsson
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
- Teitur Björn Einarsson
- Hafdís Gunnarsdóttir
- Jónína Erna Arnardóttir
- Aðalsteinn Arason
- June Scholtz
- Unnur Valborg Hilmarsdóttir
- Ásgeir Sveinsson
- Steinunn Guðný Einarsdóttir
- Sigríður Ólafsdóttir
- Böðvar Sturluson
- Pálmi Jóhannsson
- Guðmundur Brynjar Júlíusson
- Þrúður Kristjánsdóttir
- Einar Kristinn Guðfinnsson