A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
02.10.2017 - 20:05 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Jólabókaflóðið: - Fimm bækur væntanlegar að vestan

100 Vestfirskar gamansögur
100 Vestfirskar gamansögur
« 1 af 2 »

Næstu vikur koma fimm nýjar bækur út hjá Vestfirska forlaginu.

Þær eru þessar:

100 Vestfirskar gamansögur

Hallgrímur Sveinsson tók saman

Í þessari bók eru hundrað sögur úr hinum mikla þjóðsagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum. Flestar hafa þær komið á prenti áður í bókunum að vestan og víðar. Margar þessara þjóð- og gamansagna eru að einhverju leyti sannar og enn aðrar heilagur sannleikur. Sögurnar lýsa orðheppni Vestfirðinga og hæfileika þeirra til að fanga augnablikið. Græskulaus gamansemi, sem allir hafa gott af, er aðalsmerki hinna vestfirsku sagna. Þessi bók er að renna úr prentvélunum hjá Leturprenti þessa dagana.

Þormóðsslysð 18. febrúar 1943

Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman.

Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 var ógnvænlegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir. Fjöldi manna lifði í skugga þess alla sína tíð. Í bókinni er í fyrsta sinn fjallað um þennan mikla harmleik í heild eftir öllum tiltækum heimildum. Frásögn séra Jakobs lætur fáa ósnortna.

 

Vestfirðingar til sjós og lands

Gaman og alvara fyrir vestan

Hallgrímur Sveinsson tók saman

Bók þessi hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Bæði í gamni og alvöru. Margt af því sem hér er borið á borð hefur áður sést í bókunum að vestan og víðar. En skjaldan er góð vísa of oft kveðin eins og þar stendur.

Tilgangurinn:
Að vekja athygli og áhuga á Vestfjörðum og innbyggjurum þeirra fyrr og síðar. Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannski bara af hugsjón. En ekki til að græða peninga.

Í bréfi til okkar frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir nokkrum árum segir m. a. svo:

„Alúð þín við sögu fólks við Dýrafjörð og víðar á Vestfjörðum er mikil og merk. Við sem unnum þessum slóðum erum full þakklætis og virðingar.“

 

Fortunu slysið
eftir Guðlaug Gíslason frá Steinstúni og Jón Torfason

 

Strandlengjan, frá Hornbjargi og langt suður eftir Ströndum, með öllum sínum flóum, fjörðum og annesjum, var löngum annáluð fyrir að vera hættuleg skipum, stórum og smáum. Enda hafa farist þar ótal skip í tímans rás. Hér er sagt frá atburðinum sem átti sér stað þegar  kaupskipið Fortuna fórst í Eyvindarfirði á Ströndum 1787 og þeim eftirmálum sem urðu út af honum. Skjölin sem geyma þessa 230 ára gömlu sögu, og hér er stuðst við, eru öll varðveitt  í Þjóðskjalasafni Íslands.

 

Sólin er klukkan sjö á Hreiðarstaðafjallinu

Ævi mín í pörtum eftir Jóhannes Sigvaldson búnaðarráðunaut og tilraunastjóra á Akureyri.

Nánar verður sagt frá þessari bók síðar.

 

Eftirtaldar bækur eru þegar komnar út á árinu hjá Vestfirska forlaginu:

Hjólabókin, 5. bók, Rangárvallasýsla  eftir Ómar Smára Kristinsson.

Þorp verður til á Flateyri, 2. bók  eftir Jóhönnu G. Kristjánsdóttur.

Vestfirskar sagnir, 4. hefti,  Helgi Guðmundsson safnaði. 


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31