21.10.2017 - 08:49 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Blóðug jörð á ritþingi í Gerðubergi
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur er gestur ritþings haustsins í Gerðubergi. Ritþingið fer fram í dag, laugardag, kl. 14 til 16.30. Vilborg hefur sent frá sér sjö skáldsögur og eina sannsögu. Í tengslum við þingið kemur út hennar áttunda skáldsaga, Blóðug jörð.
Ritþing hafa verið haldið frá árinu 1999. Vilborg mun sitja fyrir svörum hjá Auði Aðalsteinsdóttur, stjórnanda þingsins, og spyrlunum Silju Aðalsteinsdóttur og Sverri Jakobssyni. Tónlist á þinginu er í höndum Ragnheiðar Gröndal og Guðmundar Péturssonar.
Enginn aðgangseyrir er á ritþingið sem er öllum opið.