17.10.2017 - 17:10 | Vestfirska forlagið,Guðmundur Steinarr Gunnarsson
Það má finna ýmislegt fyrir vestan: - Antonov vélin á Hnjóti
Íslenskur flugmaður, sem staddur er í Budapest, sendi mér mynd af Antonov 2 flugvél sem er í eigu flugvallarstjórans þar og vekur mikla athygli.
Antonov 2 var stærsta einshreyfilsvél sem framleidd hafði verið og var mikið notuð við áburðardreifingu og eins við fallhlífarstökk. Hún notar stuttar brautir og lendir því á litlum hraða.
Ég var fljótur að svara og sagði honum að það væri ein slík flugvél fyrir vestan á safninu á Hnjóti og hér er mynd af mér og Agli heitnum Ólafssyni fv. safnstjóra við þessa Antonov 2 flugvél. Já það má finna ýmislegt fyrir vestan!
Guðmundur Steinarr Gunnarsson.