A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
06.11.2017 - 21:59 | Þórhallur S Gjöveraa,Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Togaraströnd við Vestfirði þann 6. nóvember 1912

Crusader H 5 á strandstað nokkru innan við Flateyri í Önundarfirði og rétt innan við Hvilft.   (C) Handels & Söfart museets.dk
Crusader H 5 á strandstað nokkru innan við Flateyri í Önundarfirði og rétt innan við Hvilft. (C) Handels & Söfart museets.dk

Fyrstu daga nóvembermánaðar árið 1912 var ríkjandi norðan og norðaustan hvassviðri við Vestfirði. Leituðu þá margir erlendir togarar í var inn á firðina þar. 6 nóvember gerði ofsaveður á þessum slóðum, sem stóð aðreins í nokkrar klukkustundir. Slitnuðu þá sex erlendir togarar upp og rak þá í srtand.

Þrír þessara togara strönduðu við Önundarfjörð. Náði einn þeirra sér strax á flot aftur og sigldi þá til hafs. Annar komst á flot á næsta flóði, en nokkrar skemmdir höfðu orðið á honum svo hann var ósjálfbjarga. Þriðji togarinn sat fastur á strandstað sínum, en skipshöfnin komst í land á björgunarbátnum.

Tveir breskir togarar strönduðu við Patreksfjörð.

Áhafnir þeirra komust hjálparlaust í land þegar óveðrinu tók að slota.

Sjötti togarinn strandaði svo við Ísafjörð. Var sá þýskur. Dvaldi áhöfn hans um borð næsta sólarhring, en fór þá í land, þar sem útlit var á að veður versnaði aftur. Björgunarskipið Geir var sent frá Reykjavík til þess að aðstoða togaranna. Kom það vestur 9 nóvember. Dró Geir fyrst út togaranna sem strandað höfðu við Patreksfjörð, síðan togarann sem enn var fastur í Önundarfirði og loks togarann sem strandað við Ísafjörð.


Þrautgóðir á raunastund. X bindi.
Steinar J Lúðvíksson 1978. 

Af: 

 

http://thsof.123.is/

 

 

 



« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31