A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
28.07.2008 - 23:34 | bb.is

Vel heppnað félagsmót Storms

Sigurvegarar í barnaflokki. Mynd: Stormur.
Sigurvegarar í barnaflokki. Mynd: Stormur.
Félagsmót hestamannafélagsins Storms fór fram á Söndum í Dýrafirði dagana 18. og 19. júlí og þótti það vel heppnað. Á föstudeginum fór fram forkeppni í öllum flokkum. Henni lauk ekki fyrr en um kl. 21:30 vegna fjölda keppenda. Af þeim sökum seinkaði kvöldvöku sem hefjast átti í reiðhöllinni kl. 20:30 til kl. 22:00. Það kom þó ekki að sök þar sem menn voru vel vakandi og kátir. Kvöldvakan hófst með glæsilegri töltsýningu og svo tók við keppni í fljúgandi skeiði þar sem knapar lögðu hesta sína á skeið í gengum reiðhöllina. Eftir glæsileg tilþrif stóð uppi sem sigurvegari hesturinn Vænting frá Bakkakoti og Sigurður V. Matthíasson.

Þá hófst liðakeppni í ýmsum þrautum. Að þessu sinni kepptu fjögur lið sín á milli um besta tíma og bestan árangur. Sigurvegari í ár, með bestan samanlagðan árangur, var lið Viktors Pálssonar en með honum voru þeir Valdimar Elíasson og Steinþór Tómasson. Keppnin var annars jöfn og spennandi og mátti sjá að hestar og menn lögðu allt í sölurnar fyrir sitt lið. Frábær skemmtun og eiga liðin heiður skilið fyrir þátttökuna.

 

Á laugardeginum hófst dagskráin kl. 12 með hópreið hestamanna. Mjög góð þátttaka og höfðu menn að orði að gaman hefði verið að horfa á. Þá hófst keppni í úrslitum og að þeim loknum var farið í útreiðartúr inn í Meðaldal. Að þessu sinni fóru sextíu manns með jafn mörg hross enda veðrið með eindæmum gott. Í Meðaldal var sungið og slegið á létta strengi. Um kvöldið var grillpartý í reiðhöllinni. Þar komu menn saman og áttu ánægjulega kvöldstund að móti loknu.

 

„Mótið í heild sinni tókst einstaklega vel og öll dagskrá og framkvæmd til fyrirmyndar. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá aukna þátttöku í barna og unglingaflokki. Telja menn það árangur af góðu barna- og unglingastarfi hjá Stormi nú í sumar en um 45 krakkar sóttu námskeið í sumar auk 10 fullorðinna. Kennarar á námskeiðunum voru þær Guðrún Astrid og Olil Amble", segir í tilkynningu.

 

Úrslit mótsins voru sem hér segir:

A-flokkur gæðinga:
Vænting frá Bakkakoti og Sigurður V. Matthíasson. Eink. 8,60
Astra frá Króki og Matthías Leó Matthíasson. Eink. 8,27
Hersir frá Hofi og Pétur Jónsson. Eink. 8,07
Júní frá Tungu 1 og Jóhann Bragason. Eink. 8,00
Prins frá Bolungarvík og Sigmundur Þorkelsson. Eink. 7,89

 

B-flokkur gæðinga:
Vænting frá Ketilsstöðum og Sigurður V. Matthíasson. Eink. 8,60
Forkur Djúpfari frá Brjánslæk 1 og Þorkell Þórðarson. Eink. 8,36
Ræll frá Fjalli og Guðmundur Bjarni Jónsson. Eink. 8,30
Fengur frá Fögrubrekku og Bragi Björgmundsson. Eink. 8,29
Georgína Búsk og Linda Jónsdóttir. Eink. 8,02

 

Ungmennaflokkur:
Arndís frá Króki og Matthías Leó Matthíasson. Eink. 8,02

 

Unglingaflokkur:
Neisti frá Bolungarvík og Lovísa Anna Jóhannsdóttir. Eink. 8,05
Blær frá Nýjabæ og Gerður Ágústa Sigmundsdóttir. Eink. 7,97
Oddgeir frá Fögrubrekku og Heiðdís Hrönn Magnúsdóttir. Eink. 7,89
Draupnir frá Akranesi og Bylgja Dröfn Magnúsdóttir. Eink. 7,88
Mæða frá Litlu Tungu 2 og Arna María Arnardóttir. Eink. 7,67

 

Barnaflokkur:
Freyr frá Miðbæ í Haukadal og Arnar Logi Hákonarson. Eink. 8,06
Bruni frá Rauðskriðu og Skúli Pálsson. Eink. 8,04
Sabíana frá Syðra Skörðugili og Katrín Dröfn Björnsdóttir. Eink. 7,97
Eimur frá Fjalli og Sigríður Magnea Jónsdóttir. Eink. 7,85
Neisti frá Holtsmúla og Viktoría Viktorsdóttir. Eink. 7,77

 

Töltkeppni:
Vænting frá Bakkakoti og Sigurður V. Matthíasson. Eink. 8,59
Forkur Djúpfari frá Brjánslæk og Þorkell Þórðarson. Eink. 8,53
Fengur frá Fögrubrekku og Bragi Björgmundsson. Eink. 8,31
Gyllir frá Litla Dal og Jóhann Bragason. Ein. 8,09
Hersir frá Enni og Linda Jónsdóttir. Eink. 8,03

 

Knapi mótsins var valinn Matthías Leó Matthíasson og glæsilegasti hesturinn var valinn Vænting frá Bakkakoti.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31