A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
17.07.2008 - 23:51 | bb.is

Vesturgatan hlaupin á laugardag

Hlaupaleiðin er stórbrotin og skemmtileg. Mynd: www.vesturgatan.net
Hlaupaleiðin er stórbrotin og skemmtileg. Mynd: www.vesturgatan.net
Hið árlega Vesturgötuhlaup fer fram á laugardaginn kemur, en í því er hlaupin hin stórbrotna leið fyrir Svalvoga, á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þetta er þriðja árið í röð sem hlaupið er haldið og stefnir í met þátttöku, en athygli vekur að mikill meirihluti þeirra sem búnir eru að skrá sig til leiks er utanbæjarfólk. Í heilli Vesturgötu er hlaupin 24 km leið frá Stapadal í Arnarfirði að Sveinseyri í Dýrafirði, en í hálfri Vesturgötu er hlaupin um 12 km leið frá Svalvogavita að Sveinseyri Fróðlegt verður að sjá hvort brautarmetið fellur í ár, en í heilli Vesturgötu er það Bandaríkjamaðurinn Leif Kohler sem á metið, 1:29:29 klst. Í kvennaflokki hefur Martha Ernstsdóttir hlaupið hraðast, 1:47:47 klst. Veðurspáin fyrir laugardaginn er afar góð svo að aðstæður ættu að vera hinar ákjósanlegustu, hvort sem fólk er að hugsa um að slá met eða bara njóta útsýnisins í stórbrotnu umhverfi.

Nánari upplýsingar má finna á www.vesturgatan.net en athygli er vakin á því að vegna breytinga á hýsingu vefsins er skráningarformið óvirkt. Þeir sem hyggjast skrá sig eru því beðnir að hafa samband við Upplýsingamiðstöð Vestfjarða í netfanginu info@vestfirdir.is eða við Heimi í síma 862-3291.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31