A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
17.07.2008 - 23:47 | bb.is

Hætta á að byggðarlög leggist í eyði

Hætta er á að byggð muni leggjast af á mörgum sveitarfélögum á Vestfjörðum ef fram fer sem horfir.
Hætta er á að byggð muni leggjast af á mörgum sveitarfélögum á Vestfjörðum ef fram fer sem horfir.
Hætta er á að byggð muni nánast leggjast af í mörgum sveitarfélögum á Vestfjörðum ef fram fer sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðarstofnunar um byggðarlög þar sem fólksfækkun er viðvarandi. Könnunin heyrði undir þau sveitarfélög sem hafa lifað við viðvarandi fólksfækkun á tímabilinu 1996-2006 og var miðað við 15% fækkun íbúa eða meira. Undir þessa skilgreiningu féllu 22 sveitarfélög, þar af sex á Vestfjörðum og þau þrjú sveitarfélög sem hafa orðið hvað mest fyrir barðinu á fólksfækkun á landinu. Íbúum Árneshrepps fækkaði um 55,8% á tímabilinu 1991-2006 og er það mesta fækkun á fólki í sveitarfélagi á landinu. Taka verður þó tillit til þess að 49 einstaklingar eru með lögheimili í hreppnum. Nágrannar þeirra í Kaldrananeshreppi eru með aðra mestu fækkunina eða 42% á tímabilinu og íbúum Vesturbyggðar fækkaði um 37,2% sem var þriðja mesta fækkun í sveitarfélagi á landinu. Auk þeirra voru vestfirsku sveitarfélögin Tálknafjarðarhreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur í könnuninni, en að meðaltali fækkaði íbúum í þessum þremur byggðarlögum um 20,4%.

Í skýrslunni kemur fram að margar ógnir steðji að þessum byggðum Vestfjarða. Helst ber að nefna þörfina á bættum samgöngum til Reykjavíkur og milli sveitarfélaganna á Vestfjörðum, en til að hægt sé að horfa á Vestfirði sem eina heild og möguleiki sé á auknum viðskiptum verði að bæta samgöngur. Einhæft atvinnulíf og neikvæð íbúaþróun eru einnig vandamál auk aldurskiptingar, en fjöldi eldra fólks er yfir meðaltali á svæðinu. Þar sem hátt hlutfall fólks á Vestfjörðum sé í vinnu við fiskveiðar og fiskvinnslu ógnar kvótaskerðing helstu atvinnugrein Vestfirðinga.

 

Skýrslan nefnir einnig tækifærin sem leynast í þessum sveitarfélögum. Miklir möguleikar eru í ferðaþjónustu og þá helst við Látrabjarg fyrir Vesturbyggð, Hornstrandir fyrir Árneshrepp en einnig er Strandagaldur nefndur sem tækifæri fyrir Strandabyggð og í skýrslunni er lofað það frumkvöðlastarf sem Jón Jónsson hefur staðið fyrir í þeim efnum. Ljóst er að miklir möguleikar leynast í olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum ef af henni verður. Með henni myndu skapast 500-520 ný störf og þar af mörg hátæknistörf sem þarfnast fólks með háskólamenntun. Myndi stöðin einnig þýða mörg afleidd störf á svæðinu og er áætlað að í heildina geti olíuhreinsunarstöð skapað um 1500 ný störf. Önnur áhrif stöðvarinnar yrðu bættar samgöngur milli sveitarfélaga sem myndi efla samskipti og viðskipta milli norður og suður Vestfjarða.

 

Fækkun íbúa í þessum 22 sveitarfélögum sem könnunin náði til á 15 ára tímabili, 1991-2006, var 20,9%. Í öllum sveitarfélögunum nema einu voru karlar fleiri en konur og aldursdreifing er víðast hvar skekkt og vantar inn í aldurshópa, t.d. 25-39 ára. Útsvarstekjur á íbúa eru undir landsmeðaltali í öllum þessum sveitarfélögum og fræðslu- og uppeldismál er fjárfrekasti málaflokkur sveitarfélaganna. Yfir 41% starfa eru í landbúnaði, fiskveiðum og fiskvinnslu, en 10 af 22 eru hrein dreifbýlissveitarfélög. Flest sveitarfélaganna liggja langt frá höfuðborginni og eru því utan áhrifasvæðis hennar, en meðalvegalengd til Reykjavíkur er 420 km.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31