A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
13.08.2008 - 23:19 | bb.is

Tónlistarveisla á Þingeyri

Sannkölluð tónlistarveisla verður á Þingeyri á laugardag.
Sannkölluð tónlistarveisla verður á Þingeyri á laugardag.
Sannkölluð tónlistarveisla verður haldin á Þingeyri á laugardag þegar stórtónleikarnir Blús og ber verða haldnir í Félagsheimili Þingeyrar. Þar koma fram gítarleikarinn Björgvin Gíslason, trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson, bassaleikarinn Tómas Tómasson og söngkonan Margrét Guðrúnardóttir ásamt Bandinu hans pabba. Að sögn Soffíu Gústafsdóttur, skipuleggjanda tónleikanna, eru tónleikarnir í tilefni af yfirvofandi stofnun Þróunarfélagi Þingeyrar. „Félagið verður stofnað á næstunni en því verður ætlað að stuðla að ferðaþjónustu og atvinnusköpun á Þingeyri. Við stefnum einnig að því að vera með ýmsa skemmtilega viðburði sem þessa og því má segja að þetta sé örlítill forsmekkur fyrir næsta sumar þegar allt verður komið í gang. Við vonumst til að mynda skemmtilega stemningu í kringum þessa tónleika og að sem flestir sjái sér fært að mæta frá nágrannabæjunum, með því viljum við beina athyglinni aðeins að okkar fallega þorpi og gefa góðan byr í seglin fyrir það sem koma skal", segir Soffía....
Meira
12.08.2008 - 23:21 | bb.is

Sundlaugum lokað tímabundið

Þessir komast ekki í sund á Þingeyri þessa vikuna.
Þessir komast ekki í sund á Þingeyri þessa vikuna.
Sundlaugin á Þingeyri verður lokuð út þessa viku vegna viðgerða og viðhalds. Þá verður Sundhöllin á Ísafirði lokuð í næstu viku af sömu ástæðu, að því að fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa bæjarins. Biðst upplýsingafulltrúinn velvirðingar fyrir hönd bæjaryfirvalda á þeim óþægindum sem þessar óhjákvæmilegu lokanir gætu valdið, og bendir fólki á að nýta einhverjar af hinum laugum Ísafjarðarbæjar. Ísafjarðarbær rekur laugar á Flateyri og Suðureyri, auk lauganna á Ísafirði og Þingeyri.
08.08.2008 - 23:26 | bb.is

Viðburðaríkur júlímánuður

Frá Dýrafjarðardögum. Ljósm: Páll Önundarson.
Frá Dýrafjarðardögum. Ljósm: Páll Önundarson.
Júlí var viðburðaríkur í menningarbænum Ísafjarðarbæ en menningarlífið fór af stað með miklum krafti í mánuðinum. Leiklistarhátíðin Act alone var haldin með pompi og prakt og hefur aldrei verið stærri. Á hátíðinni léku innlendir og erlendir leikarar fjölda einleikja fyrir gesti og gangandi. Brugðið upp á þeirri nýbreytni þetta árið að bjóða einnig upp á tvíleiki, og verðlaun voru veitt fyrir best heppnuðu sýningarnar. Bæjarhátíðin Dýrafjarðardagar var að vanda haldin fyrstu helgina í júlí. Í boði var ýmiskonar afþreying; keppni í strandblaki, tónleikar, leiksýningar á vegum Act alone og hin ómissandi markaðsstemmning og grillveisla á víkingasvæðinu. Hápunktur hátíðarinnar í ár var sjósetning víkingaskipsins Vésteins sem Dýrfirðingar hafa smíðað af miklum móð og ætla að gera út á ferðamenn í framtíðinni. Knattspyrnuskóli Íslands kom í bæinn í annarri viku mánaðarins og námu margir ungir fótboltakappar undir handleiðslu sér reyndari manna í nokkra daga á Þingeyri....
Meira
08.08.2008 - 23:23 | ruv.is

Vinsælt að aka Kjaransbraut

Elís Kjaran.
Elís Kjaran.
Þótt margir ferðamenn hér á landi snúi við þegar malbikið þrýtur þá eru aðrir sem sækjast eftir því að aka eftir holóttum malarvegum. Meðal annars nýtur einn versti og glæfralegasti vegur landsins sívaxandi vinsælda en það er vegurinn sem heimamenn í Dýrafirði kalla Kjaransbraut. Þessi leið er á köflum hin glæfralegasta. Hún þykir líka enn þann dag í dag með mestu afrekum í íslenskri vegagerð. Það var ýtustjórinn Elís Kjaran Friðfinnsson sem gerði veginn frá Keldudal að Svalvogum árið 1973....
Meira
Fyrirhuguð göng. Mynd: Vegagerðin.
Fyrirhuguð göng. Mynd: Vegagerðin.
Einungis ein leið er talin koma til greina við lagningu nýs vegar og nýrra ganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, að því að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Kannaðar hafa verið jarðfræðilegar aðstæður til gangagerðar á milli Dýrafjarðar og Borgarfjarðar í Arnarfirði og þykir ljóst að eina leiðin sem kemur til greina sé frá Mjólká í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú. Tilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja góðar og öruggar samgöngur á Vestfjarðavegi nr. 60 á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, að því er fram kemur í tilkynningu, og mun það vera skilyrði þess að heilsárs vegarsamband sé á milli Barðastrandarsýslna og Ísafjarðarsýslna. „Núverandi vegur er óviðunandi bæði vegtæknilega og með tilliti til umferðaröryggis. Hann er ófær stóran hluta af vetrinum og einnig er mikil snjóflóðahætta á Hrafnseyrarheiði."...
Meira
07.08.2008 - 23:29 | eöe

Gjöf til Grunnskólans á Þingeyri

Grunnskólinn á Þingeyri fékk gjöf til minningar um Dolla Sig í sumar.
Grunnskólinn á Þingeyri fékk gjöf til minningar um Dolla Sig í sumar.
Í sumar barst Grunnskólanum á Þingeyri vegleg peningagjöf til minningar um Adolf Sigurðsson, betur þekktur sem Dolli Sig.
Dolli Sig fæddist árið 1919 og bjó alla sína tíð á Þingeyri. Hann lést árið 2000. Minnningargjöfin um Dolla Sig var nýtt til kærkominnar endurnýjunnar á tækjakosti í textílmenntarstofu skólans og voru keyptar sex nýjar Husquarna saumavélar.

Góð gjöf til minningar um góðan mann.

Ölvaður bílstjóri keyrði um tjaldsvæðið á Þingeyri.
Ölvaður bílstjóri keyrði um tjaldsvæðið á Þingeyri.
Aðfararnótt laugardags var húsbíl ekið um tjaldstæðið á Þingeyri, og er ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn ók meðal annars yfir hluta tjalds, þar sem erlendur ferðamaður þurfti að gerast viðbragðsfljótur og velta sér undan er hann sá bílljósin nálgast tjaldið. Ökumaður bílsins var handtekinn. Annar ökumaður, sem einnig var grunaður um ölvun við akstur, var síðan stöðvaður á Barðaströnd á laugardaginn. Eins og gefur að skilja voru málefni umferðarinnar hugleikin lögreglunni á Vestfjörðum á helginni, enda gríðarmikið keyrt um vegi fjórðungsins þessa mestu ferðahelgi ársins, og voru 40 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var stöðvaður á Gemlufallsheiði á 140 km hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst....
Meira
31.07.2008 - 23:33 | bb.is

Nýtt hitamet á Vestfjörðum

Nýtt hitamet var sett á Vestfjörðum í gær, en þar mældust 26,0°C á Hólum í Dýrafirði kl. 21 um kvöldið.
Nýtt hitamet var sett á Vestfjörðum í gær, en þar mældust 26,0°C á Hólum í Dýrafirði kl. 21 um kvöldið.
Nýtt hitamet var sett á Vestfjörðum í gær, en þar mældust 26,0°C á Hólum í Dýrafirði kl. 21 um kvöldið. Góðviðrið heldur áfram að leika við Vestfirðinga og sást fremur sjaldséð sjón í Bolungarvík í dag. Hitinn á hitamæli Sparisjóðsins er 27 gráður. „Þó yfirleitt sé alltaf gott veður í Bolungarvík mun þetta líklega teljast frekar fátítt að slíkur hiti leiki um bæjarbúa", segir á vikari.is. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er mælirinn að taka forskot á sæluna en þar segir að hiti hafi mælst 18 gráður kl. 15 í Bolungarvík.
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31