Ölvaður bílstjóri keyrði yfir tjald á Þingeyri
Engar skipulagðar útihátíðir voru á Vestfjörðum á helginni, en Mýrarboltamótið var líklega fjölmennasti viðburður helgarinnar. Ekki er annað vitað en að mótið hafi farið vel fram, „að minnsta kosti utan vallar", líkt og segir í tilkynningu frá lögreglu, en eins og kunnugt er fer mýrarboltinn fram með þó nokkrum látum.
Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt í vikunni. Á þriðjudaginn valt bifreið með eftirvagn á veginum upp Tungudal á Ísafirði. Ökumaður var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar en var ekki talinn alvarlega slasaður. Bifreiðin skemmdist mikið og varð að flytja hana ásamt eftirvagninum af vettvangi á vörubifreið. Önnur óhöpp voru minniháttar og slysalaus.
Einn maður gisti fangageymslur á Ísafirði aðfaranótt sunnudagsins vegna ölvunar og tveir aðfaranótt mánudags af svipuðu tilefni.