Framkvæmdir við göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar gætu hafist 2009
Drög að tillögu á matsáætlun vegna vegarins komu á netið í gær. Umsjón með gerð matsáætlunnar er stýrihópur frá Vegagerðinni, sem í eru: Magnús V.Jóhannsson, og Gísli Eiríksson. Aðrir höfundar eru: Þorleifur Eiríksson (ritstjóri), Kristjana Einarsdóttir og Böðvar Þórisson hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Nýlögn vegar verður 8,1 km en göngin verða 5,6 km og vegstæðið því samtals 13,7 km langt með göngum. Stytting á Vestfjarðarvegi verður 27,4 km. Áætlaður framkvæmdartími er um þrjú ár. Áætlun um upphaf framkvæmda liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir að það geti orðið í árslok 2009.
Fyrirhugað framkvæmdasvæði er á náttúruminjaskrá. Landsnet hefur óskað eftir því við Vegagerðina að gert sé ráð fyrir í hönnun jarðganganna að hægt verði leggja jarðstreng í göngin. Vegagerðin hefur tekið vel í þessa umleitan.
Hægt er að nálgast matsáætlunina á heimasíðu Vegagerðarinnar.
http://www.vegagerdin.is/media/upplysingar-og-utgafa//arnarfj.dyrafj.tillaga.matsaetlun.pdf