A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
Fyrirhuguð göng. Mynd: Vegagerðin.
Fyrirhuguð göng. Mynd: Vegagerðin.
Einungis ein leið er talin koma til greina við lagningu nýs vegar og nýrra ganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, að því að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Kannaðar hafa verið jarðfræðilegar aðstæður til gangagerðar á milli Dýrafjarðar og Borgarfjarðar í Arnarfirði og þykir ljóst að eina leiðin sem kemur til greina sé frá Mjólká í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú. Tilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja góðar og öruggar samgöngur á Vestfjarðavegi nr. 60 á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, að því er fram kemur í tilkynningu, og mun það vera skilyrði þess að heilsárs vegarsamband sé á milli Barðastrandarsýslna og Ísafjarðarsýslna. „Núverandi vegur er óviðunandi bæði vegtæknilega og með tilliti til umferðaröryggis. Hann er ófær stóran hluta af vetrinum og einnig er mikil snjóflóðahætta á Hrafnseyrarheiði."

 

Drög að tillögu á matsáætlun vegna vegarins komu á netið í gær. Umsjón með gerð matsáætlunnar er stýrihópur frá Vegagerðinni, sem í eru: Magnús V.Jóhannsson, og Gísli Eiríksson. Aðrir höfundar eru: Þorleifur Eiríksson (ritstjóri), Kristjana Einarsdóttir og Böðvar Þórisson hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Nýlögn vegar verður 8,1 km en göngin verða 5,6 km og vegstæðið því samtals 13,7 km langt með göngum. Stytting á Vestfjarðarvegi verður 27,4 km. Áætlaður framkvæmdartími er um þrjú ár. Áætlun um upphaf framkvæmda liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir að það geti orðið í árslok 2009.

Fyrirhugað framkvæmdasvæði er á náttúruminjaskrá. Landsnet hefur óskað eftir því við Vegagerðina að gert sé ráð fyrir í hönnun jarðganganna að hægt verði leggja jarðstreng í göngin. Vegagerðin hefur tekið vel í þessa umleitan.

 

Hægt er að nálgast matsáætlunina á heimasíðu Vegagerðarinnar.

http://www.vegagerdin.is/media/upplysingar-og-utgafa//arnarfj.dyrafj.tillaga.matsaetlun.pdf

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30