A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
28.11.2017 - 20:21 | Vestfirska forlagið,Menntaskólinn á Ísafirði,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

VÍSINDADAGAR Í MENNTASKÓLANUM Á ÍSAFIRÐI

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
« 1 af 2 »

Dagana 29. – 30. nóvember 2017 verða Vísindadagar haldnir í Menntaskólanum á Ísafirði. Hefðbundið skólastarf verður þá brotið upp m.a. með kynningum og sýningum nemenda á því fjölbreytta starfi sem farið hefur fram í skólanum.

Boðið verður uppá stuttmyndir sem nemendur hafa gert og byggðar eru á hinu stórskemmtilega kvæði Þrymskviðu og skáldsögunni Bjarna – Dísu, tölvuleiki sem nemendur hafa forritað sjálfir, Vestfjarðakort sem sýnir framtíðarsýn nemenda á möguleikum sem snúa að endurnýjanlegri orku, rannsókn á áhrifum hreyfingar á skammtímaminni, kynningarmyndbönd og  kynningar á verkefnum nemenda í námsgreinum. Nemendafélagið mun einnig verða með sérstakt framlag vegna daganna. Verknámshúsið verður opið þar sem hægt er að sjá nemendur vinna verkefni en þeir sáu m.a. um að hanna og smíða sérstök viskuljós í tilefni af vísindadögunum.

Vakin er sérstök athygli á skemmtilegum fyrirlestrum nokkurra vísindamanna sem segja frá viðfangsefnum sínum sem öll tengjast meira og minna Vestfjörðum. Þá verður einnig skype fundur með hinum eina sanna Ævari vísindamanni.

Dagskránni lýkur með verðlaunaafhendingu á fimmtudeginum.

Allir íbúar skólasamfélagsins eru sérstaklega velkomnir í skólann á meðan á vísindadögum stendur. Dagskrána má sjá í heild á heimasíðu skólans


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31