27.11.2008 - 01:52 | bb.is
Boðað til borgarafunda í Ísafjarðarbæ
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að boða til opins borgarafundar á Ísafirði til að kynna frummatsskýrslu vegna snjóflóðavarna ofan Holtahverfis í Ísafjarðarbæ. Fundurinn fer fram mánudaginn 8. desember kl. 18 í Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði. Þá hefur umhverfisnefnd einnig ákveðið að boða til almennra borgarafunda í öllum byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar á nýju ári til að kynna nýtt aðalskipulag. Fyrsti fundurinn fer fram á Suðureyri þann 20. janúar kl. 18 og næsti kl. 20 sama dag á Flateyri. Þá verður fundað á Þingeyri 21. janúar kl. 18 og á Ísafirði daginn eftir kl. 18.