Salthúsið reist á upprunalegum stað
„Sumir töldu það vera elsta hús landsins, reist árið 1732 eða -4. Aðrir töldu og telja að það hafi verið reist á tíma einokunarverslunarinnar árið 1774. En þá voru allmörg plankahús smíðuð og reist í Danmörku, tekin sundur og reist á verslunarstöðunum þar sem Konungsverslunin hin síðari var við lýði. Í greinagerðinni segir að sami smiður hafi byggt húsin á Hofsósi, Þingeyri og eins í Claushavn og Jakobshavn á Grænlandi", er haft eftir greinargerð Hjörleifs Stefánssonar, arkitekts, á ruv.is.
Mörg sögufræg hús eru á Þingeyri og má þar nefna Vertshús, en það er eitt elsta íbúðarhús á Þingeyri og var fyrsti veitingarstaðurinn. Fyrsta símstöðin á Þingeyri var í húsinu sem var reist sumarið 1881. Einnig er að þar að finna gamla spítalann sem er elsta sjúkrahús í Vestur Ísafjarðarsýslu. Hallhús, en þar var fyrsta skurðaðgerð með fullri smitgát gerð á Íslandi 6.júní árið 1891. Einnig má nefna gamla kaupfélagið, veglegasta verslunarhús á vesturlandi þegar það var byggt 1872.