Peningum stolið á Þingeyri
Mál þessi eru í rannsókn og eru þeir sem mögulega hafa upplýsingar varðandi þessi tvö mál beðnir um að setja sig í samband við lögreglu í síma 450-3730.
Í vikunni var tilkynnt um fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörðum. Þrjú þeirra voru minniháttar óhöpp innanbæjar á Ísafirði. Um klukkan 2, aðfaranótt þriðjudagsins, valt tengivagn á hliðina á Hrafnseyrarheiði. Mjög mikil hálka var á veginum og rann tengivagninn út af veginum þrátt fyrir að hafa verið á keðjum. Ökumann dráttarbifreiðar sem dró vagninn sakaði ekki en talsverðar skemmdir urðu á þessum ökutækjum.
Um klukkan 17 á föstudeginum var björgunarsveit frá Reykhólum kölluð út til að aðstoða vegfaranda á Þorskafjarðarheiði en hann hafði fest bifreið sína í snjó. Þá fór björgunarsveitin frá Hólmavík til að aðstoða mann sem svipað var ástatt fyrir á veginum um Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi að kvöldi laugardagsins. Þessir aðilar voru aðstoðaðir til byggða og varð ekki meint af.