16.12.2008 - 01:08 | JÓH
Jólatré sótt í Dýrafjarðarbotn
Fjöldi fólks var saman kominn í botni Dýrafjarðar á sunnudag til að höggva sitt eigið jólatré. Fólki var boðið upp á heitt kakó í tilefni dagsins enda veður afskaplega stillit og gott. Það var Skógræktarfélag Dýrafjarðar sem bauð fólki að velja jólatré, eða greni, í skógreit félagsins og var ekki annað að sjá en að fólk væri ánægt með framtakið.