Lömbin seld á Facebook
Næsta skref er að sögn bræðranna um að láta taka út kjötvinnsluna og gera hana löggilda því hún er eins og er einungis hæf til að vinna kjöt fyrir veitingastaðinn og þá bændur sem panta sér tíma til að slátra fyrir verkefnið Beint frá býli. „Við vonumst að með þessu muni fleiri bændur muni taka upp á þessu. Við erum í raun á hverju hausti að missa mikil verðmæti úr fjórðungnum með því að senda lömbin annað í slátrun en ekkert sláturhús er á Vestfjörðum. Þar af leiðandi erum við að búa til störf í öðrum landshlutum í stað okkar heimabyggðar. Við viljum sporna gegn þessu og halda verðmætasköpuninni fyrir vestan", segir Sigurður.
Bræðurnir hafa einnig stofnað Facebook-síðuna „Ég er að vestan" sem inniheldur rúmlega 2200 meðlimi og ætla að styðjast við netið við sölu á kjötinu. „Við munum þegar þar að kemu,r senda tölvupóst á alla í grúppunni og þeir geta þá pantað læri, frampart eða hvað sem þá langar til. Við teljum okkur vera komin með það góðan grunn að við getum leikandi létt selt yfir 300 lömb", segir Guðmundur matreiðslumeistari en hann hefur starfað lengi vel við matartengda ferðaþjónustu á veitingastaðnum Friðrik V á Akureyri.
http://www.facebook.com/group.php?gid=31133273799