A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
08.12.2008 - 01:26 | bb.is

Velheppnuð jólahlaðborð að Núpi

Frá jólahlaðborði á Núpi. Mynd: bb.is
Frá jólahlaðborði á Núpi. Mynd: bb.is
Jólahlaðborðahald hefur heppnast mjög vel á Hótel Núpi í Dýrafirði. „Þetta er búið að ganga rosalega vel í alla staði. Maður hafði nú ekki alveg gert ráð fyrir því þegar maður tók við rekstrinum á sumarhóteli", segir Sigurður Arnfjörð Helgason, hótelstjóri. Á föstudag var einkasamkvæmi og uppselt var á jólahlaðborðið á laugardeginum. Haukur og Lilja skemmtu gestum yfir borðhaldi og hljómsveitin Kraftlyfting lék svo fyrir dansi. „Sömuleiðis verður einkasamkvæmi næsta föstudag og aðeins nokkur sæti eru laus á jólahlaðborðið á laugardeginum. Svo erum við byrjaðir að bóka á jólahlaðborð síðustu helgi fyrir jól. Það er því óhætt að segja að þessu hafi verið vel tekið. Fólk hefur líka látið mjög vel af matnum og þá sérstaklega lambakjötinu", segir Sigurður en eins og fram hefur komið er lambakjötið úr heimahéraði, nánar tiltekið Hjarðardal í Dýrafirði.

Sigurður segir jólahlaðborðin vera komin til að vera. „Þetta verður árvisst, það er alveg klárt."

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31