A A A
  • 1978 - Elín Soffía Pilkington
  • 1990 - Sólrún Arney Siggeirsdóttir
  • 1993 - Jónas Kristinn Jónasson
01.01.2009 - 02:15 | Tilkynning

Góð þátttaka í jólamóti Höfrungs

Íþróttahúsið á Þingeyri. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Íþróttahúsið á Þingeyri. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Jólamót Höfrungs í knattspyrnu innanhúss fór fram 27.desember síðastliðinn. Það skráðu sig 6 lið til leiks og var þátttakan framar vonum. Tvö heimalið kepptu til úrslita í ár; annars vegar voru það Hjalti, Kristján Fannar, Steini Óla og Emil, og hins vegar Gunnar Jakob, Elías, Snorri Karl og Ólafur Auðunn. Stuðningsmenn voru ekki af verri endanum og á tímabili ætlaði þakið að rifna af húsinu, þá sérstaklega í úrslitaleiknum sjálfum og sönnuðu þeir að Þingeyringar geta svo sannarlega látið í sér heyra. Svo fór að lið Hjalta fór með sigur af hólmi eftir bráðabana 4-2, og hlaut að verðlaunum gjafakörfu sem fiskvinnslan Vísir gaf. Ég vil þakka styrktaraðilum mótsins; Vísi og Sparisjóðnum á Vestfjörðum kærlega fyrir styrki sem þeir veittu.
Helgi Ragnarsson
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31