A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
07.01.2009 - 02:02 | bb.is

Jarðgöng í óvissu

Dýrafjörður. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Dýrafjörður. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar eru eitt þeirra samgönguverkefna sem talin eru í óvissu hjá samgönguráðuneytinu og Vegagerðinni í ár. Fjölmörg verk sem voru fyrirhuguð hjá Vegagerðinni í ár verða slegin af. Samgönguráðherra og Vegagerðin taka ákvörðun um næstu mánaðarmót í hvað verk verður ráðist en nokkuð ljóst er að ráðist verður í mannfrek verk á suðvesturhorni landsins. Vegagerðinni eru áætlaðir sex til sjö milljarðar króna til nýrra verka í ár. Fjárhæðin er töluvert lægri en áður var gert ráð fyrir. Önnur verkefni sem er óvíst um eru Norðfjarðargöng, Dettifossvegur, Vopnafjarðarvegur og brú yfir Hornafjarðarfljót. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, sagði í samtali við RÚV, afar líklegt að stærri verkefni komist ekki af stað á þessu ári og að þeim verði frestað fram á næsta ár eða lengur en formleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Horft verður til mannaflsfrekra verkefna á suðvesturhorni landsins því þar sé atvinnuástandið verst.

Vegagerðin áætlaði að bjóða verkið út í ár og samkvæmt áætlun áttu göngin að verða tilbúin árið 2011. Lengd þeirra er áætluð 5,1 km og upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 2,3 milljarða króna. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur lýst yfir áhyggjum af niðurskurði í vegamálum vegna efnahagsástandsins.

 

„Þó skilningur ríki á nauðsyn þess að draga saman í ríkisrekstrinum þarf að minna á forgangsröðun framkvæmda. Þrátt fyrir að 50 ár séu á næsta ári síðan norðan- og sunnanverðir Vestfirðir tengdust með sumarfærum vegi hefur það ekki breyst ennþá. Yfir veturinn er ófært milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Þess vegna leggur bæjarstjórn mikla áherslu á að hvergi verði hvikað frá fyrirhuguðum jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Jafnframt er minnt á mikilvægi vegaframkvæmda í A-Barðastrandasýslu þar sem mikið verk er óunnið til að koma á nútíma vegasamgöngum á því svæði," segir í ályktun stjórnarinnar.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31