A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
07.04.2009 - 00:36 | bb.is

Góður rómur gerður að Dragedukken

Frá sýningunni. Mynd: bb.is
Frá sýningunni. Mynd: bb.is
Húsfyllir var á frumsýningu söngleiksins Dragedukken í félagsheimilinu á Þingeyri á laugardag. Um er að ræða sérstakt verkefni sem tengist Þingeyri og lífinu þar í lok átjándu aldar og í upphafi þeirrar nítjándu. Við sögu kemur meðal annars Andreas Steinbach faktor á Þingeyri, sem samdi tónlist við norska söngleikinn Dragedukken sem frumsýndur hafi verið nokkrum árum áður. „Það var gríðarlega góður rómur gerður að sýningunni enda tókst hún mjög vel. Afkomandi Andreas Steinbach, Guðmundur Steinbach, var viðstaddur sýninguna og var yfir sig hrifinn af verkinu", segir Sigmundur Þórðarson formaður Íþróttafélagsins Höfrungs sem stendur að sýningunni. Tónlistarstjóri er Krista Sildoja en Elfar Logi Hannesson er leikstjóri.

„Það var fyrir tilstuðlan Guðmundar Steinbach og Tónlistarskólans á Ísafirði að verkið kom til okkar en íþróttafélagið Höfrungur hefur lengi dreymt um að fara af stað með leikverk", segir Sigmundur.

 

Fullt hús var einnig á annarri sýningu verksins sem fór fram í gær og ákveðið hefur verið að bæta við aukasýningu á skírdag vegna aðsóknar. Þá verður verkið einnig sýnt á föstudaginn langa.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31