29.04.2009 - 00:07 | JÓH
Vortónleikar karlakórsins Ernis
Karlakórinn Ernir verður með vortónleika annað kvöld í Félagsheimilinu á Þingeyri kl. 20. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg en meðal efnis er einsöngur, dúett og tvöfaldur kvartett. Þeir sem komast ekki á tónleikana annað kvöld geta séð kórinn syngja í Ísafjarðarkirkju 1. maí kl. 17, eða í Safnaðarheimilinu í Bolungavík 3. maí kl. 20.